Bankahólfið: Baldur flottur á því 30. apríl 2008 00:01 Baldur Guðnason Baldur Guðnason hefur verið áberandi í íslensku viðskiptalífi á umliðnum árum, en lítið hefur þó farið fyrir honum eftir að hann hætti sem forstjóri Eimskips fyrir skemmstu. Eins og fram kom í upphafi mánaðarins seldi Baldur Eimskipafélaginu bréf fyrir hálfan þriðja milljarð, en viðskiptin voru hluti af lokauppgjöri vegna starfsloka Baldurs hjá félaginu. Voru bréfin sölutryggð miðað við gengi á kaupdegi og þurfti Eimskip því að taka á sig tæplega 900 milljóna króna tap, en hlutabréf í Eimskip höfðu lækkað umtalsvert í millitíðinni, eins og margt annað á markaðnum. Vinir Baldurs hafa fengið að njóta þessa, því á dögunum tók forstjórinn fyrrverandi sig til og bauð 20-30 manna hópi í sannkallaða lúxusferð með einkaþotu á leik í ensku knattspyrnunni með öllu tilheyrandi. Lending hvað?Tuttugu ára verðbólgumet, hæstu vextir meðal þróaðra ríkja og lánsfjárerfiðleikar er veruleiki sem blasir við íslensku atvinnulífi í dag, sem og heimilunum í landinu. Búast má við að mörgum hitni í hamsi við þær verðbætur sem bætast við lán heimilanna um næstu og þarnæstu mánaðamót og engum dylst að góðærið hefur tekið enda og napur raunveruleikinn blasir við, heldur hráslagalegur. Í þannig ástandi er heldur hlálegt að helstu hagfræðingar þjóðarinnar skuli enn deila sín í millum um hvort lending íslensks hagkerfis teljist hörð eða vera snertilending. Af hverju nefnir enginn brotlendingu? Hverjum datt í hug að blanda flugmannamáli inn í þjóðhagfræðina sem hingað til hefur átt hugtök sem hæfa ástandinu hverju sinni?Nú lágu Danir í þvíBréf í djásni dansks fjármálalífs, Danske Bank, féllu nokkuð í verði í gær eftir ársfjórðungsuppgjör sem olli nokkrum vonbrigðum. Hagnaður bankans minnkaði um þrjátíu prósent frá sama tímabili í fyrra og var um tveir milljarðar danskra króna. Heildartekjur drógust verulega saman, en rekstrarkostnaður jókst hins verulega.Á undanförnum árum hefur Danski bankinn, eins og kunnugt er, margoft lýst yfir miklum áhyggjum af íslensku bönkunum og stöðu þeirra, en í dönskum fjölmiðlum í gær mátti sjá vangaveltur um að ef til vill ætti bankinn að líta sér nær í þeim efnum. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Baldur Guðnason hefur verið áberandi í íslensku viðskiptalífi á umliðnum árum, en lítið hefur þó farið fyrir honum eftir að hann hætti sem forstjóri Eimskips fyrir skemmstu. Eins og fram kom í upphafi mánaðarins seldi Baldur Eimskipafélaginu bréf fyrir hálfan þriðja milljarð, en viðskiptin voru hluti af lokauppgjöri vegna starfsloka Baldurs hjá félaginu. Voru bréfin sölutryggð miðað við gengi á kaupdegi og þurfti Eimskip því að taka á sig tæplega 900 milljóna króna tap, en hlutabréf í Eimskip höfðu lækkað umtalsvert í millitíðinni, eins og margt annað á markaðnum. Vinir Baldurs hafa fengið að njóta þessa, því á dögunum tók forstjórinn fyrrverandi sig til og bauð 20-30 manna hópi í sannkallaða lúxusferð með einkaþotu á leik í ensku knattspyrnunni með öllu tilheyrandi. Lending hvað?Tuttugu ára verðbólgumet, hæstu vextir meðal þróaðra ríkja og lánsfjárerfiðleikar er veruleiki sem blasir við íslensku atvinnulífi í dag, sem og heimilunum í landinu. Búast má við að mörgum hitni í hamsi við þær verðbætur sem bætast við lán heimilanna um næstu og þarnæstu mánaðamót og engum dylst að góðærið hefur tekið enda og napur raunveruleikinn blasir við, heldur hráslagalegur. Í þannig ástandi er heldur hlálegt að helstu hagfræðingar þjóðarinnar skuli enn deila sín í millum um hvort lending íslensks hagkerfis teljist hörð eða vera snertilending. Af hverju nefnir enginn brotlendingu? Hverjum datt í hug að blanda flugmannamáli inn í þjóðhagfræðina sem hingað til hefur átt hugtök sem hæfa ástandinu hverju sinni?Nú lágu Danir í þvíBréf í djásni dansks fjármálalífs, Danske Bank, féllu nokkuð í verði í gær eftir ársfjórðungsuppgjör sem olli nokkrum vonbrigðum. Hagnaður bankans minnkaði um þrjátíu prósent frá sama tímabili í fyrra og var um tveir milljarðar danskra króna. Heildartekjur drógust verulega saman, en rekstrarkostnaður jókst hins verulega.Á undanförnum árum hefur Danski bankinn, eins og kunnugt er, margoft lýst yfir miklum áhyggjum af íslensku bönkunum og stöðu þeirra, en í dönskum fjölmiðlum í gær mátti sjá vangaveltur um að ef til vill ætti bankinn að líta sér nær í þeim efnum.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira