Pálmi: Þetta toppaði allt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. október 2008 11:54 Pálmi Rafn er aðalmaðurinn hjá Stabæk í dag. Mynd/Heimasíða Stabæk Pálmi Rafn Pálmason er hetja verðandi Noregsmeistara Stabæk eftir að hann skoraði sigurmark liðsins í uppbótartíma gegn Brann í gær. Þetta var hans fyrsta mark fyrir Stabæk en þangað kom hann fyrr í sumar frá Val. Hann kom inn á sem varamaður í leiknum í gær og skoraði markið mikilvæga skömmu síðar. Stabæk er nú með sex stiga forystu á Fredrikstad þegar tvær umferðir eru eftir og er þar að auki með mun hagstæðara markahlutfall. Mark Pálma vakti vitanlega gríðarlega athygli og er hann hetja liðsins í dag. „Ég er visslega búinn að fá óþarflega mikla athygli," sagði Pálmi Rafn í samtali við Vísi. „En það er auðvitað liðið sjálft sem er búið að vinna að þessu alla leiktíðina enda búið að spila ótrúlega vel. Ég var bara heppinn að skora þetta mark en það hefðu allir skorað úr þessu færi. Ég hef nú ekki verið neitt númer hér úti en þessi umfjöllun ætti bara að auka sjálfstraustið hjá mér og er þetta því gott fyrir mig." Síðan að Pálmi kom til Stabæk hefur hann fá tækifæri fengið í byrjunarliðinu en segir það eðlilegt. „Liðið hefur ekki tapað mörgum leikjum í sumar og því ekki verið að breyta liðinu mikið. Ég hef þó reynt að nýta mín tækifæri en markið í gær toppaði auuðvitað allt. Ég hefði ekki getað leyft mér að dreyma um þetta." „Ég hef líka þurft að venjast boltanum hér úti enda hraðari en heima. Ég hef líka þurft að læra á meðspilarana og átti ég aldrei von á því að detta strax í byrjunarliðið. Ég var frekar að hugsa um næsta tímabil. Ef það myndi ekkert ganga hjá mér þá yrði ég fyrst ósáttur." Hann veit þó að það er ekki auðvelt að þurfa að verja titil. „Nú verðum við liðið sem allir vilja vinna. En það þýðir ekkert að fara með eitthvað vonleysi í næsta tímabil. Árangurinn nú gerir það bara meira krefjandi. Svona er þetta bara." Pálmi hefur einnig verið fastamaður í íslenska landsliðshópnum og komið inn á sem varamaður í nokkrum leikjum. „Ég er vitanlega aldrei sáttur við að sitja á bekknum. Það á alveg einstaklega illa við mig. En ég er samt þokkalega ánægður með mína stöðu í boltanum. Enda get ég ekki kvartað eftir gærdaginn." Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Veigar: Með tárin í augunum eftir að Pálmi skoraði Veigar Páll Gunnarsson sagði að það hefði verið nánast ólýsanleg tilfinning að sjá Pálma Rafn Pálmason skora sigurmark Stabæk gegn Brann í norsku úrvalsdeildinni í gær. 20. október 2008 11:23 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fleiri fréttir Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Sjá meira
Pálmi Rafn Pálmason er hetja verðandi Noregsmeistara Stabæk eftir að hann skoraði sigurmark liðsins í uppbótartíma gegn Brann í gær. Þetta var hans fyrsta mark fyrir Stabæk en þangað kom hann fyrr í sumar frá Val. Hann kom inn á sem varamaður í leiknum í gær og skoraði markið mikilvæga skömmu síðar. Stabæk er nú með sex stiga forystu á Fredrikstad þegar tvær umferðir eru eftir og er þar að auki með mun hagstæðara markahlutfall. Mark Pálma vakti vitanlega gríðarlega athygli og er hann hetja liðsins í dag. „Ég er visslega búinn að fá óþarflega mikla athygli," sagði Pálmi Rafn í samtali við Vísi. „En það er auðvitað liðið sjálft sem er búið að vinna að þessu alla leiktíðina enda búið að spila ótrúlega vel. Ég var bara heppinn að skora þetta mark en það hefðu allir skorað úr þessu færi. Ég hef nú ekki verið neitt númer hér úti en þessi umfjöllun ætti bara að auka sjálfstraustið hjá mér og er þetta því gott fyrir mig." Síðan að Pálmi kom til Stabæk hefur hann fá tækifæri fengið í byrjunarliðinu en segir það eðlilegt. „Liðið hefur ekki tapað mörgum leikjum í sumar og því ekki verið að breyta liðinu mikið. Ég hef þó reynt að nýta mín tækifæri en markið í gær toppaði auuðvitað allt. Ég hefði ekki getað leyft mér að dreyma um þetta." „Ég hef líka þurft að venjast boltanum hér úti enda hraðari en heima. Ég hef líka þurft að læra á meðspilarana og átti ég aldrei von á því að detta strax í byrjunarliðið. Ég var frekar að hugsa um næsta tímabil. Ef það myndi ekkert ganga hjá mér þá yrði ég fyrst ósáttur." Hann veit þó að það er ekki auðvelt að þurfa að verja titil. „Nú verðum við liðið sem allir vilja vinna. En það þýðir ekkert að fara með eitthvað vonleysi í næsta tímabil. Árangurinn nú gerir það bara meira krefjandi. Svona er þetta bara." Pálmi hefur einnig verið fastamaður í íslenska landsliðshópnum og komið inn á sem varamaður í nokkrum leikjum. „Ég er vitanlega aldrei sáttur við að sitja á bekknum. Það á alveg einstaklega illa við mig. En ég er samt þokkalega ánægður með mína stöðu í boltanum. Enda get ég ekki kvartað eftir gærdaginn."
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Veigar: Með tárin í augunum eftir að Pálmi skoraði Veigar Páll Gunnarsson sagði að það hefði verið nánast ólýsanleg tilfinning að sjá Pálma Rafn Pálmason skora sigurmark Stabæk gegn Brann í norsku úrvalsdeildinni í gær. 20. október 2008 11:23 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fleiri fréttir Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Sjá meira
Veigar: Með tárin í augunum eftir að Pálmi skoraði Veigar Páll Gunnarsson sagði að það hefði verið nánast ólýsanleg tilfinning að sjá Pálma Rafn Pálmason skora sigurmark Stabæk gegn Brann í norsku úrvalsdeildinni í gær. 20. október 2008 11:23