Pálmi: Þetta toppaði allt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. október 2008 11:54 Pálmi Rafn er aðalmaðurinn hjá Stabæk í dag. Mynd/Heimasíða Stabæk Pálmi Rafn Pálmason er hetja verðandi Noregsmeistara Stabæk eftir að hann skoraði sigurmark liðsins í uppbótartíma gegn Brann í gær. Þetta var hans fyrsta mark fyrir Stabæk en þangað kom hann fyrr í sumar frá Val. Hann kom inn á sem varamaður í leiknum í gær og skoraði markið mikilvæga skömmu síðar. Stabæk er nú með sex stiga forystu á Fredrikstad þegar tvær umferðir eru eftir og er þar að auki með mun hagstæðara markahlutfall. Mark Pálma vakti vitanlega gríðarlega athygli og er hann hetja liðsins í dag. „Ég er visslega búinn að fá óþarflega mikla athygli," sagði Pálmi Rafn í samtali við Vísi. „En það er auðvitað liðið sjálft sem er búið að vinna að þessu alla leiktíðina enda búið að spila ótrúlega vel. Ég var bara heppinn að skora þetta mark en það hefðu allir skorað úr þessu færi. Ég hef nú ekki verið neitt númer hér úti en þessi umfjöllun ætti bara að auka sjálfstraustið hjá mér og er þetta því gott fyrir mig." Síðan að Pálmi kom til Stabæk hefur hann fá tækifæri fengið í byrjunarliðinu en segir það eðlilegt. „Liðið hefur ekki tapað mörgum leikjum í sumar og því ekki verið að breyta liðinu mikið. Ég hef þó reynt að nýta mín tækifæri en markið í gær toppaði auuðvitað allt. Ég hefði ekki getað leyft mér að dreyma um þetta." „Ég hef líka þurft að venjast boltanum hér úti enda hraðari en heima. Ég hef líka þurft að læra á meðspilarana og átti ég aldrei von á því að detta strax í byrjunarliðið. Ég var frekar að hugsa um næsta tímabil. Ef það myndi ekkert ganga hjá mér þá yrði ég fyrst ósáttur." Hann veit þó að það er ekki auðvelt að þurfa að verja titil. „Nú verðum við liðið sem allir vilja vinna. En það þýðir ekkert að fara með eitthvað vonleysi í næsta tímabil. Árangurinn nú gerir það bara meira krefjandi. Svona er þetta bara." Pálmi hefur einnig verið fastamaður í íslenska landsliðshópnum og komið inn á sem varamaður í nokkrum leikjum. „Ég er vitanlega aldrei sáttur við að sitja á bekknum. Það á alveg einstaklega illa við mig. En ég er samt þokkalega ánægður með mína stöðu í boltanum. Enda get ég ekki kvartað eftir gærdaginn." Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Veigar: Með tárin í augunum eftir að Pálmi skoraði Veigar Páll Gunnarsson sagði að það hefði verið nánast ólýsanleg tilfinning að sjá Pálma Rafn Pálmason skora sigurmark Stabæk gegn Brann í norsku úrvalsdeildinni í gær. 20. október 2008 11:23 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Sjá meira
Pálmi Rafn Pálmason er hetja verðandi Noregsmeistara Stabæk eftir að hann skoraði sigurmark liðsins í uppbótartíma gegn Brann í gær. Þetta var hans fyrsta mark fyrir Stabæk en þangað kom hann fyrr í sumar frá Val. Hann kom inn á sem varamaður í leiknum í gær og skoraði markið mikilvæga skömmu síðar. Stabæk er nú með sex stiga forystu á Fredrikstad þegar tvær umferðir eru eftir og er þar að auki með mun hagstæðara markahlutfall. Mark Pálma vakti vitanlega gríðarlega athygli og er hann hetja liðsins í dag. „Ég er visslega búinn að fá óþarflega mikla athygli," sagði Pálmi Rafn í samtali við Vísi. „En það er auðvitað liðið sjálft sem er búið að vinna að þessu alla leiktíðina enda búið að spila ótrúlega vel. Ég var bara heppinn að skora þetta mark en það hefðu allir skorað úr þessu færi. Ég hef nú ekki verið neitt númer hér úti en þessi umfjöllun ætti bara að auka sjálfstraustið hjá mér og er þetta því gott fyrir mig." Síðan að Pálmi kom til Stabæk hefur hann fá tækifæri fengið í byrjunarliðinu en segir það eðlilegt. „Liðið hefur ekki tapað mörgum leikjum í sumar og því ekki verið að breyta liðinu mikið. Ég hef þó reynt að nýta mín tækifæri en markið í gær toppaði auuðvitað allt. Ég hefði ekki getað leyft mér að dreyma um þetta." „Ég hef líka þurft að venjast boltanum hér úti enda hraðari en heima. Ég hef líka þurft að læra á meðspilarana og átti ég aldrei von á því að detta strax í byrjunarliðið. Ég var frekar að hugsa um næsta tímabil. Ef það myndi ekkert ganga hjá mér þá yrði ég fyrst ósáttur." Hann veit þó að það er ekki auðvelt að þurfa að verja titil. „Nú verðum við liðið sem allir vilja vinna. En það þýðir ekkert að fara með eitthvað vonleysi í næsta tímabil. Árangurinn nú gerir það bara meira krefjandi. Svona er þetta bara." Pálmi hefur einnig verið fastamaður í íslenska landsliðshópnum og komið inn á sem varamaður í nokkrum leikjum. „Ég er vitanlega aldrei sáttur við að sitja á bekknum. Það á alveg einstaklega illa við mig. En ég er samt þokkalega ánægður með mína stöðu í boltanum. Enda get ég ekki kvartað eftir gærdaginn."
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Veigar: Með tárin í augunum eftir að Pálmi skoraði Veigar Páll Gunnarsson sagði að það hefði verið nánast ólýsanleg tilfinning að sjá Pálma Rafn Pálmason skora sigurmark Stabæk gegn Brann í norsku úrvalsdeildinni í gær. 20. október 2008 11:23 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Sjá meira
Veigar: Með tárin í augunum eftir að Pálmi skoraði Veigar Páll Gunnarsson sagði að það hefði verið nánast ólýsanleg tilfinning að sjá Pálma Rafn Pálmason skora sigurmark Stabæk gegn Brann í norsku úrvalsdeildinni í gær. 20. október 2008 11:23