Að loknu kennaraþingi Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 15. apríl 2008 00:01 Hvernig er hægt að þjónusta félagsmenn þannig að þeir upplifi styrk í því að vera í stéttarfélagi? Hvaða þjónustu vilja félagsmenn fá hjá stéttarfélögum? Það þarf að vera á hreinu hvert hlutverk stéttarfélagsins er í hugum félagsmanna. Er það að berjast fyrir bættum kjörum eins og forðum eða er hlutverkið breytt og félagsmaðurinn sækist eftir þjónustu sem hefur jafnvel ekki verið skilgreind? Ef fólk er sammála um að grundvöllur stéttarfélagsins sé að gæta hagsmuna og réttinda félagsmanna og fara með samningsrétt um kaup og kjör þarf að huga vel að því að félagið sé í takt við grasrótina.Forystan tekur að sér að leiða stéttarbaráttuna en þeir sem gegna lykilhlutverki í að tengja hana og grasrótina eru trúnaðarmenn. Á þingi Kennarasambandsins sem haldið var dagana 9. -11. apríl lagði ég fram tillögu um þeir sem taki að sér trúnaðarstörf fyrir KÍ fái viðeigandi félagsmálafræðslu og þjálfun. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Um er að ræða fræðslu sem nýtist öllum sem veljast til starfa fyrir Kennarasamband Íslands og er sniðin að hverjum einstaklingi fyrir sig. Kennarasambandið leggur til hugmyndafræði og þekkingu en þarf jafnframt að leita fanga út fyrir stéttarfélagið til að skoða það sem er vel gert annars staðar. Við þurfum að gera feiknarlegt átak í að fræða trúnaðarmenn þannig að þeir geti tekið þátt í að sinna því uppbyggingarstarfi sem þarf að fara fram innan hvers félags fyrir sig. Við þurfum að: • Hlusta á grasrót kennarasamfélagsins. • Komast að því hvert einstakir félagsmenn vilja að félagið stefni. • Tala saman um félagið okkar. • Sjá fyrir okkur, sem heild, hvert hlutverkið sé. Þessum markmiðum náum við aðeins með sameiginlegu átaki allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands. Þetta eru markmið sem þingið setti sér með því að samþykkja tillögu um félagsmálafræðslu til allra sem taka að sér trúnaðarstörf fyrir KÍ. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig er hægt að þjónusta félagsmenn þannig að þeir upplifi styrk í því að vera í stéttarfélagi? Hvaða þjónustu vilja félagsmenn fá hjá stéttarfélögum? Það þarf að vera á hreinu hvert hlutverk stéttarfélagsins er í hugum félagsmanna. Er það að berjast fyrir bættum kjörum eins og forðum eða er hlutverkið breytt og félagsmaðurinn sækist eftir þjónustu sem hefur jafnvel ekki verið skilgreind? Ef fólk er sammála um að grundvöllur stéttarfélagsins sé að gæta hagsmuna og réttinda félagsmanna og fara með samningsrétt um kaup og kjör þarf að huga vel að því að félagið sé í takt við grasrótina.Forystan tekur að sér að leiða stéttarbaráttuna en þeir sem gegna lykilhlutverki í að tengja hana og grasrótina eru trúnaðarmenn. Á þingi Kennarasambandsins sem haldið var dagana 9. -11. apríl lagði ég fram tillögu um þeir sem taki að sér trúnaðarstörf fyrir KÍ fái viðeigandi félagsmálafræðslu og þjálfun. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Um er að ræða fræðslu sem nýtist öllum sem veljast til starfa fyrir Kennarasamband Íslands og er sniðin að hverjum einstaklingi fyrir sig. Kennarasambandið leggur til hugmyndafræði og þekkingu en þarf jafnframt að leita fanga út fyrir stéttarfélagið til að skoða það sem er vel gert annars staðar. Við þurfum að gera feiknarlegt átak í að fræða trúnaðarmenn þannig að þeir geti tekið þátt í að sinna því uppbyggingarstarfi sem þarf að fara fram innan hvers félags fyrir sig. Við þurfum að: • Hlusta á grasrót kennarasamfélagsins. • Komast að því hvert einstakir félagsmenn vilja að félagið stefni. • Tala saman um félagið okkar. • Sjá fyrir okkur, sem heild, hvert hlutverkið sé. Þessum markmiðum náum við aðeins með sameiginlegu átaki allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands. Þetta eru markmið sem þingið setti sér með því að samþykkja tillögu um félagsmálafræðslu til allra sem taka að sér trúnaðarstörf fyrir KÍ. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar