Veigar Páll: Leyfilegt að vera pirraður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2008 15:29 Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stabæk. Mynd/SNS Norskir fjölmiðlar slá því upp í dag að Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stabæk, hafi neitað að veita fjölmiðlum viðtal eftir sigur Stabæk á HamKam nú um helgina. „Stabæk fékk öll þrjú stigin á móti HamKam. Það var greinilega ekki nóg fyrir Veigar Pál Gunnarsson," segir á vefútgáfu Verdens Gang um málið. „Íslendingurinn fór niðurlútur af vellinum og hafði ekki áhuga á að tala við fjölmiðlamenn sem vildu fá að vita hvað honum fannst um leikinn." „Þeir eiga það til að ýkja hlutina í norsku pressunni," sagði Veigar Páll í samtali við Vísi. „Ef ég á að segja alveg eins og er var ég pirraður. Það er alveg leyfilegt að vera stundum pirraður. Maður getur ekki alltaf verið síbrosandi, talað við fjölmiðla og látið eins og maður sé hundurinn þeirra." Veigar Páll var tekinn af velli um miðjan síðari hálfleikinn en hann segir að það sé ekki ástæða þess að hann var pirraður. „Við vorum bara að spila illa í leiknum. Leikmenn voru sumir að spila á 70-80 prósent krati og ég var hundfúll vegna þess. Ég vil vinna alla leiki og þoli ekki að tapa. Auk þess hafa dómararnir í síðustu þremur leikjum okkar verið hlægilegir. Það er mjög létt að kenna dómurunum um og þeir gera sín mistök eins og aðrir. En þegar þetta gerist trekk í trekk þurfa þeir að líta í eigin barm og viðurkenna sín mistök." „Það hafa allir sín takmörk og ég fékk bara nóg af þessu. Ég hef þegar fengið tvö gul spjöld á tímabilinu og var ég farinn að láta dómarann heyra það meira en góðu hófi gegnir. Þjálfarinn ákvað því að taka mig út af." Stabæk gengur þó afar vel enn sem komið er á tímabilinu en liðið er á toppi deildarinnar og er taplaus þar að auki eftir fimm umferðir. „Það gengur rosalega vel. Við spiluðum við Lilleström og Brann hér heima og rúllluðum þeim upp. Það hefur ekki gengið eins vel á útivelli. Í gær var það Daniel Nannskog sem vann í raun leikinn fyrir okkur með því að skora tvö mörk. En við höfum haldið hreinu í þremur leikjum og er það afar jákvætt." Undanfarið hefur verið greint frá því að mörg lið í Evrópu eru að fylgjast með Veigari Páli og sjálfur hefur hann greint frá því að hann vilji færa sig um set að tímabliinu loknu. „Ég er búinn að vera í Noregi nógu lengi að mér finnist að ég þurfi að prófa eitthvað nýtt. En ef ekkert gerist er það heldur ekkert slæmt því okkur líður afskaplega vel hér í Stabæk." Hann sagði að Þýskalandi heillaði hann sérstaklega mikið. „Ég held að það væri mjög flott að komast þangað. Þarna er spilaður góður fótbolti, deildin er sterk og hægt að fá fín laun. Það myndi heilla mig mest að fara til Þýskalands eða jafnvel Englands." „Ég er samt mjög lítið að hugsa um þessi mál. Ég einbeiti mér frekar að því að gera það gott hér. Maður verður bara að halda áfram að spila og ef kallið kemur þá kemur það bara." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Norskir fjölmiðlar slá því upp í dag að Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stabæk, hafi neitað að veita fjölmiðlum viðtal eftir sigur Stabæk á HamKam nú um helgina. „Stabæk fékk öll þrjú stigin á móti HamKam. Það var greinilega ekki nóg fyrir Veigar Pál Gunnarsson," segir á vefútgáfu Verdens Gang um málið. „Íslendingurinn fór niðurlútur af vellinum og hafði ekki áhuga á að tala við fjölmiðlamenn sem vildu fá að vita hvað honum fannst um leikinn." „Þeir eiga það til að ýkja hlutina í norsku pressunni," sagði Veigar Páll í samtali við Vísi. „Ef ég á að segja alveg eins og er var ég pirraður. Það er alveg leyfilegt að vera stundum pirraður. Maður getur ekki alltaf verið síbrosandi, talað við fjölmiðla og látið eins og maður sé hundurinn þeirra." Veigar Páll var tekinn af velli um miðjan síðari hálfleikinn en hann segir að það sé ekki ástæða þess að hann var pirraður. „Við vorum bara að spila illa í leiknum. Leikmenn voru sumir að spila á 70-80 prósent krati og ég var hundfúll vegna þess. Ég vil vinna alla leiki og þoli ekki að tapa. Auk þess hafa dómararnir í síðustu þremur leikjum okkar verið hlægilegir. Það er mjög létt að kenna dómurunum um og þeir gera sín mistök eins og aðrir. En þegar þetta gerist trekk í trekk þurfa þeir að líta í eigin barm og viðurkenna sín mistök." „Það hafa allir sín takmörk og ég fékk bara nóg af þessu. Ég hef þegar fengið tvö gul spjöld á tímabilinu og var ég farinn að láta dómarann heyra það meira en góðu hófi gegnir. Þjálfarinn ákvað því að taka mig út af." Stabæk gengur þó afar vel enn sem komið er á tímabilinu en liðið er á toppi deildarinnar og er taplaus þar að auki eftir fimm umferðir. „Það gengur rosalega vel. Við spiluðum við Lilleström og Brann hér heima og rúllluðum þeim upp. Það hefur ekki gengið eins vel á útivelli. Í gær var það Daniel Nannskog sem vann í raun leikinn fyrir okkur með því að skora tvö mörk. En við höfum haldið hreinu í þremur leikjum og er það afar jákvætt." Undanfarið hefur verið greint frá því að mörg lið í Evrópu eru að fylgjast með Veigari Páli og sjálfur hefur hann greint frá því að hann vilji færa sig um set að tímabliinu loknu. „Ég er búinn að vera í Noregi nógu lengi að mér finnist að ég þurfi að prófa eitthvað nýtt. En ef ekkert gerist er það heldur ekkert slæmt því okkur líður afskaplega vel hér í Stabæk." Hann sagði að Þýskalandi heillaði hann sérstaklega mikið. „Ég held að það væri mjög flott að komast þangað. Þarna er spilaður góður fótbolti, deildin er sterk og hægt að fá fín laun. Það myndi heilla mig mest að fara til Þýskalands eða jafnvel Englands." „Ég er samt mjög lítið að hugsa um þessi mál. Ég einbeiti mér frekar að því að gera það gott hér. Maður verður bara að halda áfram að spila og ef kallið kemur þá kemur það bara."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira