Eiður lofar Paul Scholes Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2008 18:44 Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Barcelona. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen segir í samtali við Sunday Mirror í dag að félagar sínir í Barcelona þurfi að hafa sérstaklega góðar gætur á Paul Scholes. Barcelona mætir Manchester United í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudagskvöldið. Margir horfa til þessara leikja sem einvígi Cristiano Ronaldo og Lionel Messi en Eiður segir að þetta snúist um meira en bara þessa tvo leikmenn. „Ég er meiri aðdáandi Paul Scholes en Ronaldo. Ronaldo er frábær leikmaður en hann er með tíu frábæra leikmenn í kringum sig í hverri viku." „Scholes er einhver sá allra besti knattspyrnumaður sem ég hef séð. Fyrsta snertingin hans er óaðfinnanleg. Í hvert sinn sem ég hef spilað gegn honum hefur mér fundist að ég kæmist aldrei nálægt honum." „Auðvitað geta leikmenn eins og Ronaldo og Messi breytt gangi leikja með sínum hæfileikum. En það er mikið uppsteyti í kringum þá og leikirnir snúast um hvaða lið stendur sig betur. Þess vegna eru bæði Scholes og Ryan Giggs mjög mikilvægir. Þegar ég spilaði á Englandi fylgdist ég sérstaklega vel með þeim og sá að þeir eru gríðarlega mikilvægir leikmenn fyrir United." Eiður segir að hann muni sjálfsagt minna stjórann sinn, Frank Rijkaard, á að hann hefur skorað nokkur mörk á Old Trafford í gegnum tíðina. „Ég man þegar ég spilaði þarna í fyrsta skiptið og ég skoraði í 3-0 sigri. En besta minningin er frá því þegar við urðum meistarar og Jose Mourinho sagði að þótt við hefðum unnið deildina þyrftum við að sýna þeim að við erum meistarar. Við gerðum það. Ég skoraði í þeim leik líka. En ég man hvað best eftir því að ég var útnefndur maður leiksins - af stuðningsmönnum United!" Barcelona hefur ekki gengið vel í undanförnum leikjum í spænsku deildinni og gert þrjú jafntefli í röð. „Gengið í deildinni hefur ekkert að gera með Meistaradeildina. Við höfum verið óstöðugir allt tímabilið og get ég ekki sagt til um af hverju það er." „En leikirnir gegn United snúast um tvo mismunandi leikstíla. Við erum góðir í tæknilegu hliðinni og eins og önnur bresk lið eru þeir með meiri líkamlegan styrk. En bæði lið spila frábæran fótbolta. Ég er handviss um að við getum unnið þá." Hann segir það ekkert leyndarmál hver óskamótherjinn er ef Barcelona kemst í úrslitin. „Auðvitað er það Chelsea. Félagið á sinn sess í mínu hjarta. Barcelona gegn Chelsea yrði draumaúrslitaleikur." „Ég man þegar við töpuðum fyrir Liverpool í undanúrslitunum. Liverpool er ekki martraðamótherji Chelsea - liðið er martraðamótherji allra annarra liða. Þeir virðast spila á öðru plani í Meistaradeildinni en þeir gera í öðrum leikjum." „En ég myndi gjarnan vilja komast í minn fyrsta úrslitaleik Meistaradeildarinnar og mæta Chelsea í þeirra fyrsta úrslitaleik í Meistaradeildinni," sagði Eiður. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segir í samtali við Sunday Mirror í dag að félagar sínir í Barcelona þurfi að hafa sérstaklega góðar gætur á Paul Scholes. Barcelona mætir Manchester United í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudagskvöldið. Margir horfa til þessara leikja sem einvígi Cristiano Ronaldo og Lionel Messi en Eiður segir að þetta snúist um meira en bara þessa tvo leikmenn. „Ég er meiri aðdáandi Paul Scholes en Ronaldo. Ronaldo er frábær leikmaður en hann er með tíu frábæra leikmenn í kringum sig í hverri viku." „Scholes er einhver sá allra besti knattspyrnumaður sem ég hef séð. Fyrsta snertingin hans er óaðfinnanleg. Í hvert sinn sem ég hef spilað gegn honum hefur mér fundist að ég kæmist aldrei nálægt honum." „Auðvitað geta leikmenn eins og Ronaldo og Messi breytt gangi leikja með sínum hæfileikum. En það er mikið uppsteyti í kringum þá og leikirnir snúast um hvaða lið stendur sig betur. Þess vegna eru bæði Scholes og Ryan Giggs mjög mikilvægir. Þegar ég spilaði á Englandi fylgdist ég sérstaklega vel með þeim og sá að þeir eru gríðarlega mikilvægir leikmenn fyrir United." Eiður segir að hann muni sjálfsagt minna stjórann sinn, Frank Rijkaard, á að hann hefur skorað nokkur mörk á Old Trafford í gegnum tíðina. „Ég man þegar ég spilaði þarna í fyrsta skiptið og ég skoraði í 3-0 sigri. En besta minningin er frá því þegar við urðum meistarar og Jose Mourinho sagði að þótt við hefðum unnið deildina þyrftum við að sýna þeim að við erum meistarar. Við gerðum það. Ég skoraði í þeim leik líka. En ég man hvað best eftir því að ég var útnefndur maður leiksins - af stuðningsmönnum United!" Barcelona hefur ekki gengið vel í undanförnum leikjum í spænsku deildinni og gert þrjú jafntefli í röð. „Gengið í deildinni hefur ekkert að gera með Meistaradeildina. Við höfum verið óstöðugir allt tímabilið og get ég ekki sagt til um af hverju það er." „En leikirnir gegn United snúast um tvo mismunandi leikstíla. Við erum góðir í tæknilegu hliðinni og eins og önnur bresk lið eru þeir með meiri líkamlegan styrk. En bæði lið spila frábæran fótbolta. Ég er handviss um að við getum unnið þá." Hann segir það ekkert leyndarmál hver óskamótherjinn er ef Barcelona kemst í úrslitin. „Auðvitað er það Chelsea. Félagið á sinn sess í mínu hjarta. Barcelona gegn Chelsea yrði draumaúrslitaleikur." „Ég man þegar við töpuðum fyrir Liverpool í undanúrslitunum. Liverpool er ekki martraðamótherji Chelsea - liðið er martraðamótherji allra annarra liða. Þeir virðast spila á öðru plani í Meistaradeildinni en þeir gera í öðrum leikjum." „En ég myndi gjarnan vilja komast í minn fyrsta úrslitaleik Meistaradeildarinnar og mæta Chelsea í þeirra fyrsta úrslitaleik í Meistaradeildinni," sagði Eiður.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira