Láttu leikinn leika þig 7. maí 2008 00:01 Félagar í golfinu „Golfarinn verður að reyna að læra að sleppa takinu og gleyma sér í leiknum. Ekki reyna að stjórna því sem eigi er unnt að stjórna,“ segir Arnar Jónsson. Fréttablaðið/Arnþór Arnar Jónsson leikari og Vignir Freyr Andersen, lóttókynnir og einn eigandi golfverslunarinnar Hole in one, eru gamlir golffélagar. „Fyrsta golfferðin út fyrir landsteinana var farin til Suður-Englands,“ minnast þeir á. „En mikið er um fína golfvelli fyrir utan stórborgir,“ segir Arnar og vísar til þeirrar vakningar sem orðin er í því að tengja golfferðir til útlanda við ferðir á sögufræga staði. Golfið snýst um meira en bara kúlur og prik,“ nefnir Arnar, sem aldrei fær nóg af því að ræða um hinar andlegu hliðar golfsins. „Í golfinu er maður í innri glímu við sig sjálfan enda krefst golfið góðrar einbeitingar. Golfið gerir heilmikið fyrir sálarlífið.“ „Það eru engir tveir dagar eins í golfinu,“ segir Vignir og bætir við að á hverjum degi vakni menn endurnærðir. Veðrið sé síbreytilegt og félagarnir sömuleiðis. „Golfið býður þannig alltaf upp á eitthvað nýtt.“ Allir eiga sína góðu og slæmu daga í golfinu, og Vignir átti sinn slæma dag á móti á Hellu nýverið. Hann er með 3,2 í forgjöf en lék áttundu holuna, sem er stutt par-3 hola, á fjórtán höggum. „Það er ekki hægt annað en að hlæja að þessu,“ segir Vignir, sem fékk viðurnefnið Vignir fjórtándi af félögum sínum í hollinu fyrir frammistöðuna. Í golfinu er mikið atriði að stilla sig inn á það hugarfar að vera ekki of upptekinn af því að gera mistök. En þegar stressið fer að ná tökum á kylfingnum er eins og hvert feilhöggið á fætur öðru sé slegið. „Golfið er spennandi leikur. Í leiknum verður maður að tæma hugann og láta ekki hausinn rugla í sér,“ segir leikarinn. Kylfingurinn er eilíflega í einhvers konar sjálfsskoðun þar sem innsæið getur skipt sköpum. Golfið gengur svolítið út á það að þjálfa sig í að treysta á eigið innsæi. „Þegar feilhöggin koma spyr maður yfirleitt sjálfan sig hvað hafi eiginlega gerst,“ segja þeir. „Bestu höggin verða yfirleitt við þær aðstæður þegar það er enginn asi á mannskapnum,“ segir Arnar og bætir við að „golfarinn verður að reyna að læra að sleppa takinu og gleyma sér í leiknum. Ekki reyna að stjórna því sem eigi er unnt að stjórna.“ Allir vita að lítið er til gagns að ætla sér að stjórna straumnum í ánni. „Í golfinu er maður einhvern veginn að leita eftir rétta taktinum sem virkar fyrir mann hverju sinni,“ segir Vignir. Deepak Chopra, sem fjallað hefur um andlegar hliðar golfsins, hefur bent á að kylfingurinn eigi að láta leikinn leika sig, í stað þess að ætla sér að stjórna leiknum um of sjálfur. Héðan og þaðan Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Sjá meira
Arnar Jónsson leikari og Vignir Freyr Andersen, lóttókynnir og einn eigandi golfverslunarinnar Hole in one, eru gamlir golffélagar. „Fyrsta golfferðin út fyrir landsteinana var farin til Suður-Englands,“ minnast þeir á. „En mikið er um fína golfvelli fyrir utan stórborgir,“ segir Arnar og vísar til þeirrar vakningar sem orðin er í því að tengja golfferðir til útlanda við ferðir á sögufræga staði. Golfið snýst um meira en bara kúlur og prik,“ nefnir Arnar, sem aldrei fær nóg af því að ræða um hinar andlegu hliðar golfsins. „Í golfinu er maður í innri glímu við sig sjálfan enda krefst golfið góðrar einbeitingar. Golfið gerir heilmikið fyrir sálarlífið.“ „Það eru engir tveir dagar eins í golfinu,“ segir Vignir og bætir við að á hverjum degi vakni menn endurnærðir. Veðrið sé síbreytilegt og félagarnir sömuleiðis. „Golfið býður þannig alltaf upp á eitthvað nýtt.“ Allir eiga sína góðu og slæmu daga í golfinu, og Vignir átti sinn slæma dag á móti á Hellu nýverið. Hann er með 3,2 í forgjöf en lék áttundu holuna, sem er stutt par-3 hola, á fjórtán höggum. „Það er ekki hægt annað en að hlæja að þessu,“ segir Vignir, sem fékk viðurnefnið Vignir fjórtándi af félögum sínum í hollinu fyrir frammistöðuna. Í golfinu er mikið atriði að stilla sig inn á það hugarfar að vera ekki of upptekinn af því að gera mistök. En þegar stressið fer að ná tökum á kylfingnum er eins og hvert feilhöggið á fætur öðru sé slegið. „Golfið er spennandi leikur. Í leiknum verður maður að tæma hugann og láta ekki hausinn rugla í sér,“ segir leikarinn. Kylfingurinn er eilíflega í einhvers konar sjálfsskoðun þar sem innsæið getur skipt sköpum. Golfið gengur svolítið út á það að þjálfa sig í að treysta á eigið innsæi. „Þegar feilhöggin koma spyr maður yfirleitt sjálfan sig hvað hafi eiginlega gerst,“ segja þeir. „Bestu höggin verða yfirleitt við þær aðstæður þegar það er enginn asi á mannskapnum,“ segir Arnar og bætir við að „golfarinn verður að reyna að læra að sleppa takinu og gleyma sér í leiknum. Ekki reyna að stjórna því sem eigi er unnt að stjórna.“ Allir vita að lítið er til gagns að ætla sér að stjórna straumnum í ánni. „Í golfinu er maður einhvern veginn að leita eftir rétta taktinum sem virkar fyrir mann hverju sinni,“ segir Vignir. Deepak Chopra, sem fjallað hefur um andlegar hliðar golfsins, hefur bent á að kylfingurinn eigi að láta leikinn leika sig, í stað þess að ætla sér að stjórna leiknum um of sjálfur.
Héðan og þaðan Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Sjá meira