Erlent

Frakki hlýtur Nóbelsverðlaun í bókmenntum

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar
Jean-Marie Gustave Le Clezio
Jean-Marie Gustave Le Clezio
Tilkynnt var í Stokkhólmi um hádegi í gær að Nóbelsverðlaun í bókmenntum í ár hlyti franska skáldið Jean-Marie Gustave Le Clézio.

Clezio er fæddur 1940 og var alinn upp í Suður-Frakklandi, á Máritaníu og í Nígeríu. Hann er tvítyngdur og var menntaður í Bretlandi. Fyrstu skáldsögu sína sendi hann frá sér árið 1963, Prices-Verbal, sem var samin í anda nýrómansins franska.

Hann hefur síðan verið afkastamikill höfundur skáldsagna, ritgerða, barnabóka og ferðabóka. Hann hefur þýtt á frönsku helstu verk bókmennta indíána í Suður-Ameríku og býr í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum, á Máritaníu og í Nice í Frakklandi. Mörg verka hans hafa verið þýdd á ensku og Norðurlandamálunum. Verðlaunin verða afhent skáldinu í desember í Stokkhólmi eins og venjan er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×