Jón Karl skoraði með lærinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2008 14:04 Jón Karl Björnsson (9) og Halldór Ingólfsson með bikarinn um helgina. Jón Karl vísaði í markið sitt þegar hann tók við bikarnum með því að láta hann „skoppa“ af lærinu áður en hann lyfti honum á loft. Mynd/Daníel Jón Karl Björnsson lauk ferlinum sínum sem leikmaður með því að verða Íslandsmeistari með Haukum. Hann hélt upp á það með því að skora mark úr víti með lærinu. Það er síðasta mark hans á ferlinum. Jón Karl er afar örugg vítaskytta og í leiknum gegn Aftureldingu um helgina skoraði hann mark úr víti með því að láta boltann skoppa af lærinu, yfir markvörð Aftureldingar og í markið. Þetta gerðist þegar skammt var til leiksloka. Rúv var með beina útsendingu frá leiknum og má sjá upptöku af honum á heimasíðu Rúv. Markið má sjá með því að smella hér en það kemur þegar um það bil 39 mínutur og 45 sekúndur eru liðnar af upptökunni. „Ég er nú búinn að vera að hugsa um þetta í 2-3 ár," sagði Jón Karl í samtali við Vísi. „Ég hef æft þetta annað slagið og þetta heppnaðist alveg ótrúlega vel. Það var frábært að ljúka ferlinum á þessu." „Ég var búinn að minnast á þetta við nokkra aðila að ég ætti bara eftir að skora svona mark. Ég og Vignir (Svavarsson, fyrrum leikmaður Hauka) vorum alltaf að reyna að skora mark af lærinu í hraðaupphlaupum en það er öllu flóknara." „Ég var þó ekki að spá mikið í þessu fyrir þennan leik. Svo kom vítið og Addi (Arnar Pétursson) sagði mér að gera þetta. Það stóð ekkert endilega til." Haukar eiga eftir einn leik af tímabilinu en Jón Karl á ekki von á að spila í honum. „Væntanlega ekki. Það er nú ekki hægt að gera betur en að skora þetta mark," sagði hann í léttum dúr. Hann segist skilja sáttur við leikmannaferilinn en hann hefur alla tíð leikið með Haukum fyrir utan tvö ár sem hann lék með Fylki í Árbænum. Alls hefur hann unnið sex Íslandsmeistaratitla. „Ég er mjög sáttur enda ekki annað hægt. Ég verð þó eitthvað áfram hjá Haukunum og þjálfa yngri flokka til að byrja með. Ég sé svo til hvað verður." Haukar voru löngu búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en Jón Karl segir þó ekki að tímabilið hafi verið létt. „Þetta spilaðist bara vel fyrir okkur. Það voru fimm lið að mínu mati sem hefðu alveg getað tekið þennan titil en þau fóru að vinna hvort annað á meðan að við kláruðum okkar leiki." Mikil umræða er innan handboltahreyfingarinnar hvort eigi að taka upp úrslitakeppnina á nýjan leik en Jón Karl er sjálfur á því að það eigi að gera. „Sjálfum fannst mér alltaf langskemmtilegast að spila í úrslitakeppninni. Úrslitaleikir eru allt öðruvísi og meira spennandi." Olís-deild karla Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Sjá meira
Jón Karl Björnsson lauk ferlinum sínum sem leikmaður með því að verða Íslandsmeistari með Haukum. Hann hélt upp á það með því að skora mark úr víti með lærinu. Það er síðasta mark hans á ferlinum. Jón Karl er afar örugg vítaskytta og í leiknum gegn Aftureldingu um helgina skoraði hann mark úr víti með því að láta boltann skoppa af lærinu, yfir markvörð Aftureldingar og í markið. Þetta gerðist þegar skammt var til leiksloka. Rúv var með beina útsendingu frá leiknum og má sjá upptöku af honum á heimasíðu Rúv. Markið má sjá með því að smella hér en það kemur þegar um það bil 39 mínutur og 45 sekúndur eru liðnar af upptökunni. „Ég er nú búinn að vera að hugsa um þetta í 2-3 ár," sagði Jón Karl í samtali við Vísi. „Ég hef æft þetta annað slagið og þetta heppnaðist alveg ótrúlega vel. Það var frábært að ljúka ferlinum á þessu." „Ég var búinn að minnast á þetta við nokkra aðila að ég ætti bara eftir að skora svona mark. Ég og Vignir (Svavarsson, fyrrum leikmaður Hauka) vorum alltaf að reyna að skora mark af lærinu í hraðaupphlaupum en það er öllu flóknara." „Ég var þó ekki að spá mikið í þessu fyrir þennan leik. Svo kom vítið og Addi (Arnar Pétursson) sagði mér að gera þetta. Það stóð ekkert endilega til." Haukar eiga eftir einn leik af tímabilinu en Jón Karl á ekki von á að spila í honum. „Væntanlega ekki. Það er nú ekki hægt að gera betur en að skora þetta mark," sagði hann í léttum dúr. Hann segist skilja sáttur við leikmannaferilinn en hann hefur alla tíð leikið með Haukum fyrir utan tvö ár sem hann lék með Fylki í Árbænum. Alls hefur hann unnið sex Íslandsmeistaratitla. „Ég er mjög sáttur enda ekki annað hægt. Ég verð þó eitthvað áfram hjá Haukunum og þjálfa yngri flokka til að byrja með. Ég sé svo til hvað verður." Haukar voru löngu búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en Jón Karl segir þó ekki að tímabilið hafi verið létt. „Þetta spilaðist bara vel fyrir okkur. Það voru fimm lið að mínu mati sem hefðu alveg getað tekið þennan titil en þau fóru að vinna hvort annað á meðan að við kláruðum okkar leiki." Mikil umræða er innan handboltahreyfingarinnar hvort eigi að taka upp úrslitakeppnina á nýjan leik en Jón Karl er sjálfur á því að það eigi að gera. „Sjálfum fannst mér alltaf langskemmtilegast að spila í úrslitakeppninni. Úrslitaleikir eru allt öðruvísi og meira spennandi."
Olís-deild karla Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Sjá meira