Ævintýraleg ávöxtun hlutabréfa Annas Sigmundsson skrifar 23. júlí 2008 06:00 Gylfi Magnússon Hann segir ávöxtun hérlendis ævintýralega í alþjóðlegum samanburði. Gylfi telur ólíklegt að uppsveilfa verði á markaðinum næstu mánuði.markaðurinn/gva „Það hefur verið alveg ævintýraleg ávöxtun á íslenska hlutabréfamarkaðinum í alþjóðlegum samanburði. Hún er það ennþá þrátt fyrir að úrvalsvísitalan hafi lækkað um helming frá því í fyrra,“ segir Gylfi Magnússon, hagfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefur á síðustu tuttugu árum skilað 17,9 prósenta raunávöxtun á ári. Svo há ávöxtun er líklega einsdæmi í samanburði við nágrannalönd okkar. Raunávöxtun Dow Jones vísitölunnar hefur á sama tíma verið 7,4 prósent. „Þegar bréf hafa verið verðlaus þar sem enginn markaður er fyrir þau verður mikið svigrúm til þess að þau hækki mikið í fyrstu. Það er hins vegar ekki svigrúm til þess að markaðurinn skili fimmtán til tuttugu prósenta raunávöxtun til lengri tíma,“ segir Gylfi. Nokkur ár eru með yfir 50 prósenta ávöxtun. Gylfi segir að það sem skýri það sé að þá hafi markaðir verið í mikilli uppsveiflu og fyrirtæki skilað góðum hagnaði. Væntingar um vöxt hafi þá líka verið miklar. Varðandi ævintýralega ávöxtun á árunum 2003 til 2005 segir hann meginskýringuna liggja í einkavæðingu ríkisbankanna. „Einnig það mikla fjármagn sem streymdi inn á markaðinn og þá sérstaklega erlent lánsfé. Miklar væntingar voru líka til stóriðju. Margt spilaði því saman,“ segir Gylfi. Hann telur að íslenski markaðurinn sé farinn að fylgja meira þeim erlendu undanfarinn ár. Sú var ekki raunin í fyrstu þegar markaðurinn hófst hér í lok níunda áratugarins. „Þegar netbólan sprakk í Bandaríkjunum fylgdi sá íslenski. Hið sama á við núna. Hins vegar er niðursveiflan núna mun meiri en víðast annars staðar,“ segir hann. Hann telur að íslenski hlutabréfamarkaðurinn eigi eftir að vera töluvert sveiflukenndur áfram. „Það eru það margir óvissuþættir. Sagan segir að þegar markaðir hafa verið í miklum sveiflum séu þeir lengi að róast aftur,“ segir Gylfi. Hann telur ólíklegt að uppsveifla verði á markaðinum næstu mánuði og jafnvel lengur. „Það er það mikið sem á eftir að greiða úr og ekki víst hvernig spilast. Það blasir við að mörg fyrirtæki eru illa stödd. Við eigum eftir að sjá meira af gjaldþrotum og afskriftum. Atvinnuhorfur eru heldur ekki góðar. Fyrirtæki verða fyrir áföllum vegna þess að viðskiptavinir fara á hausinn. Það sér ekki fyrir endann á þessu ferli. Líklegast erum við rétt farin að sjá byrjunina,“ segir Gylfi. Hann segir ómögulegt að segja hvenær fyrirtæki verði búin að klára að hreinsa til í sínum rekstri. „Það er lítil von til þess að hlutabréfamarkaðurinn fari eitthvað að glæðast fyrr en við förum að sjá fyrir endann á þessum vandræðum,“ segir Gylfi. Það sem skapi ef til vill meiri vandræði hér sé mikill fjöldi af lánum í erlendri mynt. „Gengi krónu hefur svo sterk áhrif á stöðu lántakenda. Það hefur valdið verulegum vandræðum. Síðan erum við með þessa gífurlega háu stýrivexti,“ segir hann. Þessi staða sé hvorki uppi í Bandaríkjunum né Evrópu. „Þetta setur okkur þrengri skorður,“ bætir hann við. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Það hefur verið alveg ævintýraleg ávöxtun á íslenska hlutabréfamarkaðinum í alþjóðlegum samanburði. Hún er það ennþá þrátt fyrir að úrvalsvísitalan hafi lækkað um helming frá því í fyrra,“ segir Gylfi Magnússon, hagfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefur á síðustu tuttugu árum skilað 17,9 prósenta raunávöxtun á ári. Svo há ávöxtun er líklega einsdæmi í samanburði við nágrannalönd okkar. Raunávöxtun Dow Jones vísitölunnar hefur á sama tíma verið 7,4 prósent. „Þegar bréf hafa verið verðlaus þar sem enginn markaður er fyrir þau verður mikið svigrúm til þess að þau hækki mikið í fyrstu. Það er hins vegar ekki svigrúm til þess að markaðurinn skili fimmtán til tuttugu prósenta raunávöxtun til lengri tíma,“ segir Gylfi. Nokkur ár eru með yfir 50 prósenta ávöxtun. Gylfi segir að það sem skýri það sé að þá hafi markaðir verið í mikilli uppsveiflu og fyrirtæki skilað góðum hagnaði. Væntingar um vöxt hafi þá líka verið miklar. Varðandi ævintýralega ávöxtun á árunum 2003 til 2005 segir hann meginskýringuna liggja í einkavæðingu ríkisbankanna. „Einnig það mikla fjármagn sem streymdi inn á markaðinn og þá sérstaklega erlent lánsfé. Miklar væntingar voru líka til stóriðju. Margt spilaði því saman,“ segir Gylfi. Hann telur að íslenski markaðurinn sé farinn að fylgja meira þeim erlendu undanfarinn ár. Sú var ekki raunin í fyrstu þegar markaðurinn hófst hér í lok níunda áratugarins. „Þegar netbólan sprakk í Bandaríkjunum fylgdi sá íslenski. Hið sama á við núna. Hins vegar er niðursveiflan núna mun meiri en víðast annars staðar,“ segir hann. Hann telur að íslenski hlutabréfamarkaðurinn eigi eftir að vera töluvert sveiflukenndur áfram. „Það eru það margir óvissuþættir. Sagan segir að þegar markaðir hafa verið í miklum sveiflum séu þeir lengi að róast aftur,“ segir Gylfi. Hann telur ólíklegt að uppsveifla verði á markaðinum næstu mánuði og jafnvel lengur. „Það er það mikið sem á eftir að greiða úr og ekki víst hvernig spilast. Það blasir við að mörg fyrirtæki eru illa stödd. Við eigum eftir að sjá meira af gjaldþrotum og afskriftum. Atvinnuhorfur eru heldur ekki góðar. Fyrirtæki verða fyrir áföllum vegna þess að viðskiptavinir fara á hausinn. Það sér ekki fyrir endann á þessu ferli. Líklegast erum við rétt farin að sjá byrjunina,“ segir Gylfi. Hann segir ómögulegt að segja hvenær fyrirtæki verði búin að klára að hreinsa til í sínum rekstri. „Það er lítil von til þess að hlutabréfamarkaðurinn fari eitthvað að glæðast fyrr en við förum að sjá fyrir endann á þessum vandræðum,“ segir Gylfi. Það sem skapi ef til vill meiri vandræði hér sé mikill fjöldi af lánum í erlendri mynt. „Gengi krónu hefur svo sterk áhrif á stöðu lántakenda. Það hefur valdið verulegum vandræðum. Síðan erum við með þessa gífurlega háu stýrivexti,“ segir hann. Þessi staða sé hvorki uppi í Bandaríkjunum né Evrópu. „Þetta setur okkur þrengri skorður,“ bætir hann við.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira