Erlent

Telur Fritzl eiga heima á geð­sjúkra­húsi en ekki í fangelsi

Josef Fritzl.
Josef Fritzl. MYND/AP

Lögmaður Josefs Fritzl, sem sakaður er um að hafa haldið dóttur sinni fanginni í kjallara í 24 ár og nauðgað henni ítrekað, telur að skjólstæðingur sinn eigi fremur heima að geðsjúkrahúsi en í fangelsi. Fritzl sé ekki heill á geði og sé ekki sakhæfur. Þetta kemur fram í viðtali við hann við þýska blaðið Bild am Sonntag.

Lögfræðingurinn segir enn fremur að ef dómskvaddir matsmenn meti ekki geðheilsu Friztl á réttan hátt muni hann sjálfur hugsanlega fara fram á sérstakt mat. Lögfræðingurinn segist enn fremur ekki vera að verja skrímsli heldur manneskju. Hann hafi þegar fengið nokkur hótunarbréf fyrir að taka mál Fritzl að sér þar sem fram komi meðal annars að hann beri að læsa inni líkt og Fritzl.

Við þetta má bæta að mágkona Fritzl hefur greint frá því að hann hafi verið dæmdur fyrir nauðgun árið 1967 og setið í fangelsi í eitt og hálft ár vegna þess. Lögregla hefur ekki viljað tjá sig um þær fullyrðingar og segir að svo gömlum málsgögnum sé eytt samkvæmt lögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×