Danirnir kvarta yfir Rooney Elvar Geir Magnússon skrifar 11. desember 2008 10:45 Rooney er sterkur strákur. Kasper Risgard, leikmaður Álaborgar, ásakar Wayne Rooney hjá Manchester United um að hafa traðkað á sér í 2-2 jafnteflisleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær. Dómarinn refsaði Rooney ekki fyrir atvikið. „Hann traðkaði á bringunni á mér. Allstaðar nema á Old Trafford væri þetta rautt spjald," sagði Risgard. Rooney segist ekki hafa gert neitt ólöglegt. „Svona er fótbolti, það er mikil harka í honum," sagði Rooney. Aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins gæti skoðað atvikið á upptökum og dæmt Rooney í leikbann. „Þetta er ekki jákvætt atvik fyrir frábæran fótboltamann. Þú verður að ná að halda haus og vera rólegur á svona stundum, en hann var nokkuð pirraður," sagði Allan Kuhn, þjálfari Álaborgar, sem vildi ekki segja til um hvort um viljaverk hefði verið að ræða. Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sá ekki atvikið en viðurkenndi að leikurinn hafi verið mjög harður. „Álaborg var ekki að spara tæklingarnar. Þetta atvik með Carlos var bara árás. Ég held að leikmaðurinn hefði fengið rautt hefði Carlos ekki staðið strax upp," sagði Ferguson en átti þar við tæklingu Jeppe Curth á Carlos Tevez. Úrslit gærdagsins þýða að Manchester United hefur jafnað met Ajax og Bayern München með því að leika 19 leiki í röð án þess að bíða ósigur í Meistaradeildinni. United mætir Inter, Sporting Lissabon, Atletico Madrid, Lyon eða Real Madrid í sextán liða úrslitum. Ferguson gerir sér grein fyrir möguleikanum á að mæta Real Madrid en ansi kalt er milli þessara félaga vegna áhuga spænska liðsins á Cristiano Ronaldo. Ferguson Ramon Calderon, forseti Real Madrid, hafa eldað grátt silfur saman. „Það yrði fínasta veisla er það ekki. Ég hlakka til að fá mér te og kexkökur með Ramon Calderon," sagði Ferguson. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Sjá meira
Kasper Risgard, leikmaður Álaborgar, ásakar Wayne Rooney hjá Manchester United um að hafa traðkað á sér í 2-2 jafnteflisleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær. Dómarinn refsaði Rooney ekki fyrir atvikið. „Hann traðkaði á bringunni á mér. Allstaðar nema á Old Trafford væri þetta rautt spjald," sagði Risgard. Rooney segist ekki hafa gert neitt ólöglegt. „Svona er fótbolti, það er mikil harka í honum," sagði Rooney. Aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins gæti skoðað atvikið á upptökum og dæmt Rooney í leikbann. „Þetta er ekki jákvætt atvik fyrir frábæran fótboltamann. Þú verður að ná að halda haus og vera rólegur á svona stundum, en hann var nokkuð pirraður," sagði Allan Kuhn, þjálfari Álaborgar, sem vildi ekki segja til um hvort um viljaverk hefði verið að ræða. Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sá ekki atvikið en viðurkenndi að leikurinn hafi verið mjög harður. „Álaborg var ekki að spara tæklingarnar. Þetta atvik með Carlos var bara árás. Ég held að leikmaðurinn hefði fengið rautt hefði Carlos ekki staðið strax upp," sagði Ferguson en átti þar við tæklingu Jeppe Curth á Carlos Tevez. Úrslit gærdagsins þýða að Manchester United hefur jafnað met Ajax og Bayern München með því að leika 19 leiki í röð án þess að bíða ósigur í Meistaradeildinni. United mætir Inter, Sporting Lissabon, Atletico Madrid, Lyon eða Real Madrid í sextán liða úrslitum. Ferguson gerir sér grein fyrir möguleikanum á að mæta Real Madrid en ansi kalt er milli þessara félaga vegna áhuga spænska liðsins á Cristiano Ronaldo. Ferguson Ramon Calderon, forseti Real Madrid, hafa eldað grátt silfur saman. „Það yrði fínasta veisla er það ekki. Ég hlakka til að fá mér te og kexkökur með Ramon Calderon," sagði Ferguson.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Sjá meira