Viðskipti innlent

Hreiðar Már þénaði 62 milljónir á mánuði í fyrra

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, þénaði rétt tæpar 62 milljónir króna á mánuði í fyrra samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í morgun. Hreiðar Már ber höfuð og herðar yfir aðra Íslendinga.

Haft skal í huga að þótt skattskyldar tekjur Hreiðars Más hafi á síðasta numið um 740 milljónum þá er ekki nema hluti af því laun hans fyrir að genga forstjórastarfi hjá Kaupþingi. Samkvæmt ársreikningi bankans fyrir árið 2007 fékk Hreiðar um 110 milljónir í laun á því ári. Afgangurinn er skattskyldur hagnaður af kaupréttarsamningum sem Hreiðar Már hefur fengið í starfi sínu.

Bjarni Ármannsson, fyrrverandi stjórnarformaður REI og fyrrverandi forstjóri Glitnis, var með rúmar 43 milljónir á mánuði í tekjur á síðasta ári. Bjarni hætti sem forstjóri hjá Glitni á árinu og fékk feitan starfslokasamning.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×