Tinna: Einn besti dagurinn á ferlinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2008 16:06 Tinna Helgadóttir. Mynd/Vilhelm Tinna Helgadóttir var hæstánægð með árangur dagsins á Evrópumótinu í badminton enda vann hún allar þrjár viðureignir sínar í dag. Tinna keppti í tveimur viðureignum í tvenndarleik með Helga Jóhannessyni í dag og unnust þær báðar. Tinna og Helgi eru því komin áfram í 16-liða úrslit. Tinna vann sömuleiðis góðan sigur á sterkum andstæðingi í fyrstu umferð einliðaleiks kvenna. „Þetta er það sem maður hefur stefnt að og búið að vera alveg rosalega gaman. Ég held að þetta sé einhver besti dagurinn á mínum ferli, allavega í einstaklingskeppninni," sagði Tinna í samtali við Vísi í dag. Hún segir að fyrir leikinn gegn pólska parinu í annarri umferð tvenndarkeppninnar hafi hún og Helgi ekki búist endilega við sigri. „En svo náðum við að spila alveg ótrúlega vel. Við unnum fyrstu lotuna í bráðabana og náðum okkur svo mjög vel á strik í annarri lotunni. Þau fóru eiginlega bara í fýlu og við tókum þau hreinlega í nefið." Andstæðingur Tinnu í einliðaleiknum er í 80. sæti á styrkleikalista Alþjóða badmintonsambandsins. „Ég er nú varla inn á þessum heimslista og var ég ótrúlega ánægð með þennan sigur." Á morgun bíða henni erfiðir andstæðingar, bæði í einliðaleiknum sem og tvenndarkeppninni. „Á morgun spila ég gegn stelpu í einliðaleiknum sem hefur orðið Evrópumeistari og unnið mörg mót. Þetta snýst því meira um hversu mörg stig ég fæ gegn henni," sagði hún í léttum dúr. „Það er svo mjög sterkt breskt par sem bíður okkar í tvenndarkeppninni og verður svipað upp á teningnum þar. Við ætlum bara í leikinn til að gera okkar besta." „Það er viðbúið að mæta svo sterkum andstæðingum þegar maður er kominn þetta langt í mótinu og ekkert nema gott um það að segja." Fyrr í vikunni var keppt í liðakeppni á Evrópumótinu og þar náði íslenska landsliðið að halda sæti sínu í A-deild mótsins eftir frækinn sigur á Finnum í hreinum úrslitaleik um hvort liðið héldi sæti sínu í keppni þeirra bestu. „Það var alveg frábær sigur enda höfum við ekki unnið Finna í 20 ár. Það er því ekki hægt að segja annað en að þessi ferð hefur verið toppurinn á tilverunni hjá okkur." Erlendar Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira
Tinna Helgadóttir var hæstánægð með árangur dagsins á Evrópumótinu í badminton enda vann hún allar þrjár viðureignir sínar í dag. Tinna keppti í tveimur viðureignum í tvenndarleik með Helga Jóhannessyni í dag og unnust þær báðar. Tinna og Helgi eru því komin áfram í 16-liða úrslit. Tinna vann sömuleiðis góðan sigur á sterkum andstæðingi í fyrstu umferð einliðaleiks kvenna. „Þetta er það sem maður hefur stefnt að og búið að vera alveg rosalega gaman. Ég held að þetta sé einhver besti dagurinn á mínum ferli, allavega í einstaklingskeppninni," sagði Tinna í samtali við Vísi í dag. Hún segir að fyrir leikinn gegn pólska parinu í annarri umferð tvenndarkeppninnar hafi hún og Helgi ekki búist endilega við sigri. „En svo náðum við að spila alveg ótrúlega vel. Við unnum fyrstu lotuna í bráðabana og náðum okkur svo mjög vel á strik í annarri lotunni. Þau fóru eiginlega bara í fýlu og við tókum þau hreinlega í nefið." Andstæðingur Tinnu í einliðaleiknum er í 80. sæti á styrkleikalista Alþjóða badmintonsambandsins. „Ég er nú varla inn á þessum heimslista og var ég ótrúlega ánægð með þennan sigur." Á morgun bíða henni erfiðir andstæðingar, bæði í einliðaleiknum sem og tvenndarkeppninni. „Á morgun spila ég gegn stelpu í einliðaleiknum sem hefur orðið Evrópumeistari og unnið mörg mót. Þetta snýst því meira um hversu mörg stig ég fæ gegn henni," sagði hún í léttum dúr. „Það er svo mjög sterkt breskt par sem bíður okkar í tvenndarkeppninni og verður svipað upp á teningnum þar. Við ætlum bara í leikinn til að gera okkar besta." „Það er viðbúið að mæta svo sterkum andstæðingum þegar maður er kominn þetta langt í mótinu og ekkert nema gott um það að segja." Fyrr í vikunni var keppt í liðakeppni á Evrópumótinu og þar náði íslenska landsliðið að halda sæti sínu í A-deild mótsins eftir frækinn sigur á Finnum í hreinum úrslitaleik um hvort liðið héldi sæti sínu í keppni þeirra bestu. „Það var alveg frábær sigur enda höfum við ekki unnið Finna í 20 ár. Það er því ekki hægt að segja annað en að þessi ferð hefur verið toppurinn á tilverunni hjá okkur."
Erlendar Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira