Bjarki Sigurðsson hefur látið af störfum sem þjálfari handknattleiksliðs Aftureldingar. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins en ekki er farið nánar út í ástæðuna.
Afturelding féll úr N1- deildinni á síðustu leiktíð og mun því leika í 1. deild á komandi tímabili.