Varar við þýskum bankamönnum 21. ágúst 2008 14:50 Nigel Farage, leiðtogi breska Sjálfstæðisflokksins, varar Íslendinga við að ganga í Evrópusambandið. Við það fái bankamenn í Frankfurt í Þýskalandi völd yfir ákvörðunum þjóðarinnar. Mynd/Rósa Ef Íslendingar ganga í Evrópusambandið verða þeir „líkt og maður sem er lokaður inni í brennandi húsi án útkomuleiðar". Þetta sagði Nigel Farage, leiðtogi breska Sjálfstæðisflokksins, á opnum fyrirlestri á vegum Heimssýnar og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í hádeginu á fimmtudag. Farage er einn þekktasti stjórnmálamaður Bretlands og tvímælalaust með þekktustu gagnrýnendum Evrópusambandsins þar í landi. Í fyrirlestri sínum varaði Farage Íslendinga við að gefa eftir völd yfir fiskveiðistjórnun, vaxtaákvörðunum og utanríkisstefnum, og að varasamt væri að gefa þau „einhverjum bankamönnum í Frankfurt". Farage gagnrýndi fiskveiðistjórnunarstefnu Evrópusambandsins harðlega, og sagði hana hafa orðið til þess að á annað hundrað þúsund störf hefðu tapast. Að auki leiddi hún tíl stórfellds brottkasts, allt að sjötíu prósentum afla í Norðursjó væri hent í sjóinn. En þó þessi stefna væri hreint glapræði væru engar líkur til að henni fengist breytt og útilokað að Íslendingar fengju undanþágu undan henni. „Ef við getum ekki fengið undanþágur, fimmta stærsta hagkerfi heims, getið þið það ekki! Það er einfaldlega útilokað," sagði hann. Fyrirlestur Farage var haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og var vel sóttur. Að lokum fyrirlestrarins urðu líflegar umræður þar sem Farage sagði á litríkan hátt frá reynslu sinni í Evrópuþinginu, en hann hefur setið þar síðan 1999, og er einn af leiðtogum andstæðinga Evrópusambandsins á þinginu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Ef Íslendingar ganga í Evrópusambandið verða þeir „líkt og maður sem er lokaður inni í brennandi húsi án útkomuleiðar". Þetta sagði Nigel Farage, leiðtogi breska Sjálfstæðisflokksins, á opnum fyrirlestri á vegum Heimssýnar og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í hádeginu á fimmtudag. Farage er einn þekktasti stjórnmálamaður Bretlands og tvímælalaust með þekktustu gagnrýnendum Evrópusambandsins þar í landi. Í fyrirlestri sínum varaði Farage Íslendinga við að gefa eftir völd yfir fiskveiðistjórnun, vaxtaákvörðunum og utanríkisstefnum, og að varasamt væri að gefa þau „einhverjum bankamönnum í Frankfurt". Farage gagnrýndi fiskveiðistjórnunarstefnu Evrópusambandsins harðlega, og sagði hana hafa orðið til þess að á annað hundrað þúsund störf hefðu tapast. Að auki leiddi hún tíl stórfellds brottkasts, allt að sjötíu prósentum afla í Norðursjó væri hent í sjóinn. En þó þessi stefna væri hreint glapræði væru engar líkur til að henni fengist breytt og útilokað að Íslendingar fengju undanþágu undan henni. „Ef við getum ekki fengið undanþágur, fimmta stærsta hagkerfi heims, getið þið það ekki! Það er einfaldlega útilokað," sagði hann. Fyrirlestur Farage var haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og var vel sóttur. Að lokum fyrirlestrarins urðu líflegar umræður þar sem Farage sagði á litríkan hátt frá reynslu sinni í Evrópuþinginu, en hann hefur setið þar síðan 1999, og er einn af leiðtogum andstæðinga Evrópusambandsins á þinginu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira