Fótbolti

Guð sér um Lucio

NordicPhotos/GettyImages

Brasilíski varnarmaðurinn Lucio hjá Bayern Munchen segir framtíð sína hjá félaginu eftir yfirstandandi tímabil alfarið í höndum Guðs.

Lucio var nálægt því að fara fram á sölu frá félaginu á síðustu leiktíð og hefur þegar látið í það skína að þetta sé hans síðasta tímabil með þýska stórliðinu.

"Ég er ekki með nein ákveðin áform fyrir næsta tímabil og vil einbeita mér að því sem nú stendur yfir. Aðeins góður Guð veit hvað gerist í framhaldinu," sagði Lucio.

"Ég er samningsbundinn til 2010 en veit ekki hvað gerist eftir sumarið. Sonur minn er farinn að spila með yngri liðum félagsins og fjölskyldan er ánægð. Það er samt alltaf þetta ´hvað ef´- en ef ég yrði hér áfram - yrði ég ánægður," sagði hinn 30 varnarmaður, sem hefur unnið þrjá meistaratitla með Bayern.

Þá er framtíð manna eins og Lukas Podolski, Bastian Schweinsteiger og Mark van Bommel óráðin hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×