NBA: Lakers bestir í Vestrinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2008 09:11 Leikmenn Lakers fagna sigrinum og efsta sætinu í vestrinu í nótt. Nordic Photos / Getty Images LA Lakers tryggði sér í nótt efsta sæti Vesturdeildarinnar með sigri í lokaleik sínum fyrir úrslitakeppnina - á Sacramento, 124-101. Lakers hefur unnið 57 leiki á tímabilinu og tapað 25. New Orleans getur jafnað þennan árangur með sigri í lokaleik sínum í nótt en þar sem Lakers er með betri árangur gegn liðum í Vesturdeildinni verður það ávallt ofar í töflunni. Lakers hefur unnið 37 leiki af 52 gegn Vesturdeildarliðum en New Orleans 34 af 51 til þessa. Lakers mætir annað hvort Dallas eða Denver, líklega á sunnudaginn, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Pau Gasol var með 22 stig og Kobe Bryant með 20 fyrir Lakers í nótt sem hafa unnið átta af síðustu níu leikjum sínum. „Þetta snýst um að vera á sigurbraut," sagði Bryant. „Maður vill spila sinn besta körfubolta þegar úrslitakeppnin er að hefjast og okkur finnst að við náðum að ljúka tímabilinu á besta mögulega máta." Úrslitakeppnin í vestrinu verður gríðarlega spennandi þar sem allar líkur eru á því að öll átta liðin í keppninni munu hafa unnið 50 leiki á tímabilinu þegar hún hefst. Til samanburðar má nefna að aðeins þrjú lið í Austurdeildinni hafa unnið 50 leiki á tímabilinu - Boston, Detroit og Orlando. „Það skiptir engu hverjum við mætum, þetta verður gríðarlega erfitt," sagði Bryant um næstu mótherja Lakers. Quincy Douby var stigahæstur hjá Sacramento með 32 stig og Beno Udrih kom næstur með 22 stig. New Orleans vann LA Clippers, 114-92, og tryggði sér þar með sigur í suðvesturriðlinum og 2. sætið í Vesturdeildinni. Þetta var jafnfram 300. sigur Byron Scott, þjálfara New Orleans, á ferlinum. David West var með 32 stig og Chris Paul bætti við 22. New Orleans hafði tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum og var því sigurinn í nótt mikilvægur upp á framhaldið að gera. Al Thornton var stigahæstur hjá LA Clippers með 26 stig. Portland vann Memphis, 113-91, og á þar með góðan möguleika á því að klára tímabilið á meira en 50 prósent sigurhlutfalli í fyrsta sinn í fimm ár. Liðið hefur unnið 41 leik af 81 á tímabilinu en mætir Phoenix í lokaleik sínum í nótt. Jarrett Jack skoraði átján stig fyrir Portland og Channing Frye bætti við sextán. Hakim Warrick var stigahæstur hjá Memphis með sautján stig og fjórtán fráköst. Detroit vann Minnesota, 115-103, þar sem Jarvin Hayes skoraði 20 stig og Richard Hamilton bætti við átján. Þar með er ljóst að Detroit náði næstbesta árangri NBA-deildarinnar, á eftir Boston. Detroit hefur unnið 58 leiki á tímabilinu, einum meira en Lakers, og á einn leik eftir þar að auki. Boston hefur unnið 65 leiki til þessa og á einnig einn eftir. Al Jefferson var stigahæstur hjá Minnesota með 30 stig en þetta var 60. tap liðsins í vetur. Orlando vann Atlanta, 121-105. Bæði lið eru komin áfram í úrslitakeppnina og skipti leikurinn engu máli upp á sætaskipan í Austurdeildinni. Orlando var búið að tryggja sér sigur í suðausturriðlinum og þriðja sætið í Austurdeildinni. Atlanta var sömuleiðis búið að tryggja sér áttunda sætið í Austurdeildinni og það var einnig ljóst að liðið mætir Boston í fyrstu umferðinni. Maruice Evans bætti persónulegt met í nótt og skoraði 27 stig fyrir Orlando. New Jersey vann Charlotte, 112-108, í framlengdum leik en hvorugt lið á möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Richard Jefferson skoraði 28 stig fyrir New Jersey og Jason Richardson var með 31 stig fyrir Charlotte. NBA Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
LA Lakers tryggði sér í nótt efsta sæti Vesturdeildarinnar með sigri í lokaleik sínum fyrir úrslitakeppnina - á Sacramento, 124-101. Lakers hefur unnið 57 leiki á tímabilinu og tapað 25. New Orleans getur jafnað þennan árangur með sigri í lokaleik sínum í nótt en þar sem Lakers er með betri árangur gegn liðum í Vesturdeildinni verður það ávallt ofar í töflunni. Lakers hefur unnið 37 leiki af 52 gegn Vesturdeildarliðum en New Orleans 34 af 51 til þessa. Lakers mætir annað hvort Dallas eða Denver, líklega á sunnudaginn, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Pau Gasol var með 22 stig og Kobe Bryant með 20 fyrir Lakers í nótt sem hafa unnið átta af síðustu níu leikjum sínum. „Þetta snýst um að vera á sigurbraut," sagði Bryant. „Maður vill spila sinn besta körfubolta þegar úrslitakeppnin er að hefjast og okkur finnst að við náðum að ljúka tímabilinu á besta mögulega máta." Úrslitakeppnin í vestrinu verður gríðarlega spennandi þar sem allar líkur eru á því að öll átta liðin í keppninni munu hafa unnið 50 leiki á tímabilinu þegar hún hefst. Til samanburðar má nefna að aðeins þrjú lið í Austurdeildinni hafa unnið 50 leiki á tímabilinu - Boston, Detroit og Orlando. „Það skiptir engu hverjum við mætum, þetta verður gríðarlega erfitt," sagði Bryant um næstu mótherja Lakers. Quincy Douby var stigahæstur hjá Sacramento með 32 stig og Beno Udrih kom næstur með 22 stig. New Orleans vann LA Clippers, 114-92, og tryggði sér þar með sigur í suðvesturriðlinum og 2. sætið í Vesturdeildinni. Þetta var jafnfram 300. sigur Byron Scott, þjálfara New Orleans, á ferlinum. David West var með 32 stig og Chris Paul bætti við 22. New Orleans hafði tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum og var því sigurinn í nótt mikilvægur upp á framhaldið að gera. Al Thornton var stigahæstur hjá LA Clippers með 26 stig. Portland vann Memphis, 113-91, og á þar með góðan möguleika á því að klára tímabilið á meira en 50 prósent sigurhlutfalli í fyrsta sinn í fimm ár. Liðið hefur unnið 41 leik af 81 á tímabilinu en mætir Phoenix í lokaleik sínum í nótt. Jarrett Jack skoraði átján stig fyrir Portland og Channing Frye bætti við sextán. Hakim Warrick var stigahæstur hjá Memphis með sautján stig og fjórtán fráköst. Detroit vann Minnesota, 115-103, þar sem Jarvin Hayes skoraði 20 stig og Richard Hamilton bætti við átján. Þar með er ljóst að Detroit náði næstbesta árangri NBA-deildarinnar, á eftir Boston. Detroit hefur unnið 58 leiki á tímabilinu, einum meira en Lakers, og á einn leik eftir þar að auki. Boston hefur unnið 65 leiki til þessa og á einnig einn eftir. Al Jefferson var stigahæstur hjá Minnesota með 30 stig en þetta var 60. tap liðsins í vetur. Orlando vann Atlanta, 121-105. Bæði lið eru komin áfram í úrslitakeppnina og skipti leikurinn engu máli upp á sætaskipan í Austurdeildinni. Orlando var búið að tryggja sér sigur í suðausturriðlinum og þriðja sætið í Austurdeildinni. Atlanta var sömuleiðis búið að tryggja sér áttunda sætið í Austurdeildinni og það var einnig ljóst að liðið mætir Boston í fyrstu umferðinni. Maruice Evans bætti persónulegt met í nótt og skoraði 27 stig fyrir Orlando. New Jersey vann Charlotte, 112-108, í framlengdum leik en hvorugt lið á möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Richard Jefferson skoraði 28 stig fyrir New Jersey og Jason Richardson var með 31 stig fyrir Charlotte.
NBA Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira