Fótbolti

Jafntefli hjá Bröndby

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stefán Gíslason, leikmaður Bröndby.
Stefán Gíslason, leikmaður Bröndby.
Stefán Gíslason kom inn á sem varamaður er Bröndby gerði 2-2 jafntefli við botnlið Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Stefán kom inn á sem varamaður á 74. mínútu en með sigri hefði Bröndby komist upp í sjötta sæti deildarinnar. Liðið er þó enn í því níunda með 34 stig.

Lyngby er á botninum með þrettán stig og fátt sem bjargar liðinu frá falli.

Odense vann 1-0 sigur á Viborg þar sem Rúrik Gíslason kom inn á sem varamaður á 73. mínútu.

Odense er í öðru sæti deildarinnar með 45 stig, rétt eins og Midtjylland, og er fimm stigum á eftir toppliði Álaborgar.

Viborg er í næstneðsta sæti með sextán stig og fall blasir við liðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×