Hrávaran kyndir verðbólgubálið 7. maí 2008 00:01 Brauðmeti í framleiðslu Matarverð hefur hækkað mjög í heiminum, en þar býr að baki aukinn framleiðslukostnaður vegna hækkana á margvíslegri hrávöru. Hrávara hefur hækkað um 60 til 100 prósent milli ára. Tíðindin eru váleg fyrir framleiðslufyrirtæki af ýmsum toga, sem standa frammi fyrir því að velta að minnsta kosti hluta af þeim hækkunum út í verðlag. Ekki eru tíðindin betri fyrir almenning, sem horfir upp á vöruverð hækka í kjölfar aukins rekstrarkostnaðar. Hér á landi eru tíðindin kannski sérlega slæm því ofan á verðhækkanir bætist stýrivaxtarefsivöndur Seðlabankans, sem beitt er óspart í von um að slá á væntingar um enn aukna verðbólgu. Matvælaiðnaður hefur ekki farið varhluta af hækkunum á ræktuðu hráefni hvers konar. Sér í lagi hefur verð á margvíslegu kornmeti rokið upp. Ein afleiðingin er að verð á fóðri til bænda hækkar og rekstrarkostnaður búa þeirra þar með. Þar skilar svo hækkunin sér út í afurðaverð. Þá hefur verð á hveiti og sykri hækkað mjög og bætist þar ofan á kostnaðarauka vegna gengisfalls krónunnar hjá fyrirtækjum sem þann varning nota.Allt leggst á eitt við hækkun matvælaverðsinsBjarni Már GylfasonNýjar tölur sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur tekið saman sýna að í mars á þessu ári hafði hveiti á heimsmarkaði hækkað um tæplega 121 prósent á tólf mánuðum, hrísgrjón um tæp 78 prósent og maís um tæp 38 prósent. Lífrænar olíur af ýmsum toga hafa að jafnaði hækkað um tæp 74 prósent.Þarna spilar inn í hækkun á verði olíu því hún hefur rekið á eftir framleiðslu eldsneytis úr kornolíu. Aukin eftirspurn eftir korni til þeirrar framleiðslu hefur svo aftur ýtt upp verðinu.Skiptar skoðanir eru um hversu ráðlegt sé að leggja þetta mikla áherslu á lífreynt eldsneyti, en vestanhafs hefur verið þrýst sérstaklega á að sú leið verði farin. Þannig er til meðferðar hjá Kanadíska þinginu frumvarp til laga þar sem kveðið er á um lágmarkshlutfall lífræns eldsneytis sem nota skuli í bensín og dísilolíu. Þá er í Bandaríkjunum lögð mikil áhersla á framleiðslu etanóls úr maís og stefnt á að sjöfalda þá framleiðslu til ársins 2017.Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins (SI), telur markmið Bandaríkjamanna í etanólframleiðslu augljóslega misráðin. „Eigi þetta markmið þeirra að nást þarf öll núverandi uppskera af maís að fara í etanólframleiðslu," segir hann og bendir á að í Evrópu hafi meira verið lagt upp úr framleiðslu á lífrænni dísilolíu, en til þeirrar framleiðslu þarf korn. „Raunar hefur Evrópusambandið veitt bændum sem framleiða korn til þessarar framleiðslu styrki. Þannig myndast hvati til að framleiða ekki fyrir matvælaiðnað og markaðurinn bjagast. Allt leggst þetta á eitt við að hækka matvælaverð," segir hann og bætir við að nýverið hafi forvígismenn Evrópusambandsins viðurkennt að endurskoða þyrfti stefnuna enda ljóst að afleiðingarnar væru alvarlegar.Skólabókardæmi um kostnaðarverðbólguHafliði RagnarssonBjarni Már segir þær aðstæður sem uppi eru núna skólabókardæmi um kostnaðardrifna verðbólgu á samdráttartímum, sem á ensku er nefnd stagflation. „Allt hráefnaverð hækkar, sem hefur þau áhrif að þarna eru verðhækkanir sem koma samhliða stöðnun í efnahagslífinu. Þetta er illvíg verðbólga og ekki almenn samstaða um hvernig bregðast skuli við henni," segir Bjarni og bendir á að í Bandaríkjunum hafi stýrivextir til að mynda verið lækkaðir þrátt fyrir mikinn þrýsting á verðlag vegna hækkana bæði olíu og matvöru. „Í Evrópu hafa seðlabankar tekið hinn pólinn í hæðina," segir hann og telur alveg ljóst að aðgerðir Seðlabankans hér fái í engu breytt þessum hækkunum. „Meira að segja Seðlabanki Bandaríkjanna telur sig engu geta breytt." Bjarni bætir þó um leið við að einnig sé að því að huga hvort stýrivextir hér séu nú fyrst farnir að bíta þegar aðgengi að erlendu fjármagni er takmarkað vegna lausafjárkreppunnar.Bjarni bendir á að miklar hækkanir á ýmsum matvælum á heimsmarkaði hafi ekki skilað sér nema að litlu leyti til neytenda hér og segir ljóst að matvælaframleiðendur hér hafi frestað því í lengstu lög að velta hækkununum út í verðlagið. „Í janúar á þessu ári hafði verð á matvöru í landinu lækkað um 3,5 prósent frá fyrra ári og verð á brauði og kornvöru um 1,4 prósent. Þetta gerist þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á hveiti hafi hækkað um 91 prósent síðustu tólf mánuði," segir hann. Ljóst er þó að áhrif aukins framleiðslukostnaðar eru að koma fram í landbúnaðarvörum hér, en um mánaðamótin mars-apríl tók til að mynda gildi verðhækkun mjólkurafurða um 14,6 prósent. Mjólkurlítrinn hækkaði þá úr um 87 krónum í nálægt hundrað krónur í verslunum.Vilja ekki hvekkja viðskiptavini um ofHafliði Ragnarsson, framleiðslustjóri hjá Mosfellsbakaríi, segir hækkanir hjá bakaríum sumpart komnar fram. „Hveiti hefur hækkað gríðarlega, um allt að 100 prósent á smátíma. Svo dynja á okkur hækkanir frá heildsölum, aðallega út af gengismálum," segir hann og kveður mikinn línudans að stýra verðlagningu í árferði sem þessu. Bakarar vilji eðlilega ekki hvekkja viðskiptavini sína um of. „Við höfum þannig fremur reynt að halda aftur af okkur með hækkanir," segir hann og kveðst vonast til þess að svigrúm verði til að lækka verð aftur þegar gengi krónunnar styrkist.„Annars óttast maður að það sama gerist og árið 2006 þegar krónan veiktist, því þá skiluðu sér ekki lækkanir með styrkingu hennar." Bjarni Már segir svo á móti koma að ef til vill sé nú kominn tími á ákveðna leiðréttingu matvælaverðs, sem síðasta aldarfjórðung hafi verið lágt í sögulegu samhengi. „Markaðir hafa einkennst af offramboði matvæla í hinum vestræna heimi, verð til framleiðenda hefur farið lækkandi á meðan búverndarstefnu hefur verið viðhaldið víða. En aðstæður í heiminum hafa breyst ört á fáeinum árum og efnahagslegur uppgangur stórra landa, svo sem Kína, Indlands og Brasilíu, hefur mikil áhrif á markaðinn. Eftir því sem velmegun eykst í slíkum löndum eykst krafa um betri matvæli og neysla á kjöti, brauði og mjólkurvörum eykst hratt." Afleiðingu þessa segir Bjarni vera stóraukna eftirspurn og hækkandi verð. „Fátt bendir til annars en að þessi þróun haldi áfram." Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Hrávara hefur hækkað um 60 til 100 prósent milli ára. Tíðindin eru váleg fyrir framleiðslufyrirtæki af ýmsum toga, sem standa frammi fyrir því að velta að minnsta kosti hluta af þeim hækkunum út í verðlag. Ekki eru tíðindin betri fyrir almenning, sem horfir upp á vöruverð hækka í kjölfar aukins rekstrarkostnaðar. Hér á landi eru tíðindin kannski sérlega slæm því ofan á verðhækkanir bætist stýrivaxtarefsivöndur Seðlabankans, sem beitt er óspart í von um að slá á væntingar um enn aukna verðbólgu. Matvælaiðnaður hefur ekki farið varhluta af hækkunum á ræktuðu hráefni hvers konar. Sér í lagi hefur verð á margvíslegu kornmeti rokið upp. Ein afleiðingin er að verð á fóðri til bænda hækkar og rekstrarkostnaður búa þeirra þar með. Þar skilar svo hækkunin sér út í afurðaverð. Þá hefur verð á hveiti og sykri hækkað mjög og bætist þar ofan á kostnaðarauka vegna gengisfalls krónunnar hjá fyrirtækjum sem þann varning nota.Allt leggst á eitt við hækkun matvælaverðsinsBjarni Már GylfasonNýjar tölur sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur tekið saman sýna að í mars á þessu ári hafði hveiti á heimsmarkaði hækkað um tæplega 121 prósent á tólf mánuðum, hrísgrjón um tæp 78 prósent og maís um tæp 38 prósent. Lífrænar olíur af ýmsum toga hafa að jafnaði hækkað um tæp 74 prósent.Þarna spilar inn í hækkun á verði olíu því hún hefur rekið á eftir framleiðslu eldsneytis úr kornolíu. Aukin eftirspurn eftir korni til þeirrar framleiðslu hefur svo aftur ýtt upp verðinu.Skiptar skoðanir eru um hversu ráðlegt sé að leggja þetta mikla áherslu á lífreynt eldsneyti, en vestanhafs hefur verið þrýst sérstaklega á að sú leið verði farin. Þannig er til meðferðar hjá Kanadíska þinginu frumvarp til laga þar sem kveðið er á um lágmarkshlutfall lífræns eldsneytis sem nota skuli í bensín og dísilolíu. Þá er í Bandaríkjunum lögð mikil áhersla á framleiðslu etanóls úr maís og stefnt á að sjöfalda þá framleiðslu til ársins 2017.Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins (SI), telur markmið Bandaríkjamanna í etanólframleiðslu augljóslega misráðin. „Eigi þetta markmið þeirra að nást þarf öll núverandi uppskera af maís að fara í etanólframleiðslu," segir hann og bendir á að í Evrópu hafi meira verið lagt upp úr framleiðslu á lífrænni dísilolíu, en til þeirrar framleiðslu þarf korn. „Raunar hefur Evrópusambandið veitt bændum sem framleiða korn til þessarar framleiðslu styrki. Þannig myndast hvati til að framleiða ekki fyrir matvælaiðnað og markaðurinn bjagast. Allt leggst þetta á eitt við að hækka matvælaverð," segir hann og bætir við að nýverið hafi forvígismenn Evrópusambandsins viðurkennt að endurskoða þyrfti stefnuna enda ljóst að afleiðingarnar væru alvarlegar.Skólabókardæmi um kostnaðarverðbólguHafliði RagnarssonBjarni Már segir þær aðstæður sem uppi eru núna skólabókardæmi um kostnaðardrifna verðbólgu á samdráttartímum, sem á ensku er nefnd stagflation. „Allt hráefnaverð hækkar, sem hefur þau áhrif að þarna eru verðhækkanir sem koma samhliða stöðnun í efnahagslífinu. Þetta er illvíg verðbólga og ekki almenn samstaða um hvernig bregðast skuli við henni," segir Bjarni og bendir á að í Bandaríkjunum hafi stýrivextir til að mynda verið lækkaðir þrátt fyrir mikinn þrýsting á verðlag vegna hækkana bæði olíu og matvöru. „Í Evrópu hafa seðlabankar tekið hinn pólinn í hæðina," segir hann og telur alveg ljóst að aðgerðir Seðlabankans hér fái í engu breytt þessum hækkunum. „Meira að segja Seðlabanki Bandaríkjanna telur sig engu geta breytt." Bjarni bætir þó um leið við að einnig sé að því að huga hvort stýrivextir hér séu nú fyrst farnir að bíta þegar aðgengi að erlendu fjármagni er takmarkað vegna lausafjárkreppunnar.Bjarni bendir á að miklar hækkanir á ýmsum matvælum á heimsmarkaði hafi ekki skilað sér nema að litlu leyti til neytenda hér og segir ljóst að matvælaframleiðendur hér hafi frestað því í lengstu lög að velta hækkununum út í verðlagið. „Í janúar á þessu ári hafði verð á matvöru í landinu lækkað um 3,5 prósent frá fyrra ári og verð á brauði og kornvöru um 1,4 prósent. Þetta gerist þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á hveiti hafi hækkað um 91 prósent síðustu tólf mánuði," segir hann. Ljóst er þó að áhrif aukins framleiðslukostnaðar eru að koma fram í landbúnaðarvörum hér, en um mánaðamótin mars-apríl tók til að mynda gildi verðhækkun mjólkurafurða um 14,6 prósent. Mjólkurlítrinn hækkaði þá úr um 87 krónum í nálægt hundrað krónur í verslunum.Vilja ekki hvekkja viðskiptavini um ofHafliði Ragnarsson, framleiðslustjóri hjá Mosfellsbakaríi, segir hækkanir hjá bakaríum sumpart komnar fram. „Hveiti hefur hækkað gríðarlega, um allt að 100 prósent á smátíma. Svo dynja á okkur hækkanir frá heildsölum, aðallega út af gengismálum," segir hann og kveður mikinn línudans að stýra verðlagningu í árferði sem þessu. Bakarar vilji eðlilega ekki hvekkja viðskiptavini sína um of. „Við höfum þannig fremur reynt að halda aftur af okkur með hækkanir," segir hann og kveðst vonast til þess að svigrúm verði til að lækka verð aftur þegar gengi krónunnar styrkist.„Annars óttast maður að það sama gerist og árið 2006 þegar krónan veiktist, því þá skiluðu sér ekki lækkanir með styrkingu hennar." Bjarni Már segir svo á móti koma að ef til vill sé nú kominn tími á ákveðna leiðréttingu matvælaverðs, sem síðasta aldarfjórðung hafi verið lágt í sögulegu samhengi. „Markaðir hafa einkennst af offramboði matvæla í hinum vestræna heimi, verð til framleiðenda hefur farið lækkandi á meðan búverndarstefnu hefur verið viðhaldið víða. En aðstæður í heiminum hafa breyst ört á fáeinum árum og efnahagslegur uppgangur stórra landa, svo sem Kína, Indlands og Brasilíu, hefur mikil áhrif á markaðinn. Eftir því sem velmegun eykst í slíkum löndum eykst krafa um betri matvæli og neysla á kjöti, brauði og mjólkurvörum eykst hratt." Afleiðingu þessa segir Bjarni vera stóraukna eftirspurn og hækkandi verð. „Fátt bendir til annars en að þessi þróun haldi áfram."
Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira