Theodór Elmar Bjarnason skoraði sitt fyrsta mark í norsku úrvalsdeildinni er hann kom sínum mönnum í 1-0 forystu gegn Strömsgodset sem vann þó leikinn á endanum, 2-1.
Hann fékk þó að líta rauða spjaldið á 56. mínútu leiksins er hann fékk sitt annað gula spjald í leiknum.
Indriði Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Lyn.
Theódór Elmar hefur verið í byrjunarliði Lyn í öllum fjórum leikjum liðsins á leiktíðinni og hefur þegar lagt upp eitt mark.
Lilleström og Molde gerðu 1-1 jafntefli og Viking vann 1-0 útisigur á Tromsö.
Þá vann Álasund 5-0 stórsigur á HamKam. Haraldur Freyr Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 73. mínútu.
Viking er nú á toppi deildarinnar með níu stig eftir fjóra leiki. Stabæk er í öðru sæti með átta stig.