Nafnabreyting og nýjar höfuðstöðvar 11. júní 2008 00:01 Veislugestir Helstu nöfn sænsks viðskiptalífs, auk stjórnenda dótturfyrirtækja, mættu til veislunnar sem Moderna boðaði til í síðustu viku, auk íslensku fyrirtækjanna Sjóvá og Aska Capital sem nú eru hluti af sænsku samstæðunni. Mynd/Jan Dahlqvist Fjárfestingarbankarnir Carnegie í Svíþjóð og bandaríski bankinn Lehman Brothers undirbúa endurkomu sænska fjármálaþjónustufyrirtækisins Moderna í OMX-kauphöllina í Stokkhólmi. Moderna hét fyrir fjórða þessa mánaðar Invik og er að fullu í eigu íslenska félagsins Milestone. Samkvæmt heimildum Markaðarins stendur jafnframt til að halda lokað hlutafjárútboð í haust og kanna með því stemninguna á markaði. Milestone á félagið að fullu en stefnir að dreifðari eignaraðild þess á markaði, og þá fremur með því að auka hlutafé heldur en að félagið selji frá sér eigin bréf. Hjá Milestone er horft til þess að eignarhluturinn í Moderna nemi um fjörutíu prósentum þegar fram í sækir. Anders Fällman, forstjóri Moderna, bauð gesti velkomna í veglegri veislu sem félagið blés til í nýjum höfuðstöðvum sínum við Storeplan í Stokkhólmi til þess að kynna nýja nafnið og höfuðstöðvarnar, en þangað flutti félagið fyrr á árinu. Byggingin er gömul og vegleg og gengið inn í stórt fordyri og upp breiðar steintröppur áður en komið er að lyftum sem bera fólk upp að skrifstofunum á fimmtu hæð. „Upplifunin er þess vegna eins og að við séum með alla bygginguna og er þá tilgangnum náð. Við erum hins vegar ekki með allt húsið, þótt við gjarnan vildum,“ sagði Fällman og hló við. Þarna í nýja miðbæ Stokkhólms er fjöldi fjármálafyrirtækja, bæði dótturfélög Moderna og svo fjármálaþjónustufyrirtæki á borð við Carnegie, en þar á félagið raunar yfir sautján prósenta hlut og Anders Fällman gegnir þar stjórnarformennsku. Veislan, miðvikudagskvöldið 4. júní, var einmitt haldin í fordyrinu veglega og tveimur veislusölum inn af því þegar komið er upp á fyrstu hæðina. Sænsk hljómsveit lék fyrir dansi og í hliðarherbergjum var reynt að búa til stemningu í takt við suma undirstarfsemi Moderna. Þannig var á einum stað búið að stilla upp stóru mótorhjóli og boðið upp á amerískan grillpinnamat, en Moderna hefur meðal annars sérhæft sig í tryggingum fyrir mótorhjólafólk og náð forystu á því sviði. Þá bar mikið á skiltum þar sem nýjasta viðbótin í fyrirtækjaflóru Moderna var kynnt, en það eru Sjóvá og Askar Capital. Víða mátti líka sjá stafræna ljósmyndaramma þar sem gengu kynningar á stjórnendum fyrirtækjanna. Sænska viðburðarstjórnunarfyrirtækið Imagine annaðist skipulagningu veislunnar, en hönnun nýs útlits og merkis fyrir Moderna, svokallað rebranding, annaðist íslenska auglýsingastofan Gott fólk. Til veislunnar mætti fyrirfólk úr sænsku athafnalífi auk starfsmanna bæði í Svíþjóð og héðan af Íslandi. „Við höfum því á síðustu mánuðum nánast tvöfaldað stærð okkar,“ segir forstjóri Moderna. „Starfsmenn eru um 700 talsins og heildareignir nema um 33 milljörðum sænskra króna [nærri 430 milljörðum íslenskra króna].“ Milestone lauk í fyrrahaust yfirtökunni á Invik og segir Fällman að strax hafi verið samhljómur með stjórnendum og nýjum eigendum félagsins. Starfsfólk í Svíþjóð virðist ekki síður ánægt með nýja eigendur og stefnu. Starfsmaður tryggingafélagsins Moderna Life sem tekinn var tali rifjar upp að í fyrstu hafi fyrirtækið verið afar framsækið, en svo glatað þeim anda. Núna segir hann glaðbeittur að aftur sé orðið gaman í vinnunni, áræðnin og framsæknin séu ráðandi á ný. Héðan og þaðan Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Sjá meira
Fjárfestingarbankarnir Carnegie í Svíþjóð og bandaríski bankinn Lehman Brothers undirbúa endurkomu sænska fjármálaþjónustufyrirtækisins Moderna í OMX-kauphöllina í Stokkhólmi. Moderna hét fyrir fjórða þessa mánaðar Invik og er að fullu í eigu íslenska félagsins Milestone. Samkvæmt heimildum Markaðarins stendur jafnframt til að halda lokað hlutafjárútboð í haust og kanna með því stemninguna á markaði. Milestone á félagið að fullu en stefnir að dreifðari eignaraðild þess á markaði, og þá fremur með því að auka hlutafé heldur en að félagið selji frá sér eigin bréf. Hjá Milestone er horft til þess að eignarhluturinn í Moderna nemi um fjörutíu prósentum þegar fram í sækir. Anders Fällman, forstjóri Moderna, bauð gesti velkomna í veglegri veislu sem félagið blés til í nýjum höfuðstöðvum sínum við Storeplan í Stokkhólmi til þess að kynna nýja nafnið og höfuðstöðvarnar, en þangað flutti félagið fyrr á árinu. Byggingin er gömul og vegleg og gengið inn í stórt fordyri og upp breiðar steintröppur áður en komið er að lyftum sem bera fólk upp að skrifstofunum á fimmtu hæð. „Upplifunin er þess vegna eins og að við séum með alla bygginguna og er þá tilgangnum náð. Við erum hins vegar ekki með allt húsið, þótt við gjarnan vildum,“ sagði Fällman og hló við. Þarna í nýja miðbæ Stokkhólms er fjöldi fjármálafyrirtækja, bæði dótturfélög Moderna og svo fjármálaþjónustufyrirtæki á borð við Carnegie, en þar á félagið raunar yfir sautján prósenta hlut og Anders Fällman gegnir þar stjórnarformennsku. Veislan, miðvikudagskvöldið 4. júní, var einmitt haldin í fordyrinu veglega og tveimur veislusölum inn af því þegar komið er upp á fyrstu hæðina. Sænsk hljómsveit lék fyrir dansi og í hliðarherbergjum var reynt að búa til stemningu í takt við suma undirstarfsemi Moderna. Þannig var á einum stað búið að stilla upp stóru mótorhjóli og boðið upp á amerískan grillpinnamat, en Moderna hefur meðal annars sérhæft sig í tryggingum fyrir mótorhjólafólk og náð forystu á því sviði. Þá bar mikið á skiltum þar sem nýjasta viðbótin í fyrirtækjaflóru Moderna var kynnt, en það eru Sjóvá og Askar Capital. Víða mátti líka sjá stafræna ljósmyndaramma þar sem gengu kynningar á stjórnendum fyrirtækjanna. Sænska viðburðarstjórnunarfyrirtækið Imagine annaðist skipulagningu veislunnar, en hönnun nýs útlits og merkis fyrir Moderna, svokallað rebranding, annaðist íslenska auglýsingastofan Gott fólk. Til veislunnar mætti fyrirfólk úr sænsku athafnalífi auk starfsmanna bæði í Svíþjóð og héðan af Íslandi. „Við höfum því á síðustu mánuðum nánast tvöfaldað stærð okkar,“ segir forstjóri Moderna. „Starfsmenn eru um 700 talsins og heildareignir nema um 33 milljörðum sænskra króna [nærri 430 milljörðum íslenskra króna].“ Milestone lauk í fyrrahaust yfirtökunni á Invik og segir Fällman að strax hafi verið samhljómur með stjórnendum og nýjum eigendum félagsins. Starfsfólk í Svíþjóð virðist ekki síður ánægt með nýja eigendur og stefnu. Starfsmaður tryggingafélagsins Moderna Life sem tekinn var tali rifjar upp að í fyrstu hafi fyrirtækið verið afar framsækið, en svo glatað þeim anda. Núna segir hann glaðbeittur að aftur sé orðið gaman í vinnunni, áræðnin og framsæknin séu ráðandi á ný.
Héðan og þaðan Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Sjá meira