Viðskipti innlent

Dýrustu ár landsins

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Langá á Mýrum er í 10. sæti listans yfir dýrustu ár landsins.
Langá á Mýrum er í 10. sæti listans yfir dýrustu ár landsins. MYND/GVA

Ekkert lát hefur verið á sölu veiðileyfa þrátt fyrir slæm tíðindi úr efnahagslífinu undanfarið. Veiðileyfissalar segja ástæðuna fyrir því vera að flest veiðileyfin voru seld á síðasta ári áður en að fór að kreppa að. „Ég reikna ekki með samdrættinum fyrr en á næsta ári. Maður finnur samt greinilega að það eru færri sem bíða á kantinum eftir veiðileyfi núna en í fyrra“ segir Haraldur Eiríksson, markaðsstjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur. Hann segir jafnframt að nú sé að nást jafnvægi á framboði og eftirspurn en undanfarin ár hafi markaðurinn einkennst af umframeftirspurn og verið mikill seljendamarkaður. Þröstur Elliðason hjá Streng og Stefán Sigurðsson hjá Laxá segjast hafa fundið fyrir að lægð hafi komið í markaðinn rétt eftir áramót. „Það er hins vegar að veiðast svo rosalega vel núna að við erum að ná að selja upp veiðileyfin sem við áttum eftir,“ segir Stefán.

Haraldur gerir ráð fyrir að minnkandi innlendri eftirspurn verði mætt með erlendum viðskiptum. „Það er einkar hagkvæmt fyrir útlendinga að veiða á Íslandi núna, dýrustu vikuveiðileyfin fyrir útlendinga hafa lækkað um 25 prósent vegna veikingu íslensku krónunnar.“ Aðspurður hvort minnkandi eftirspurn verði mögulega mætt með verðlækkunum á næsta ári segir Haraldur: „Svigrúm okkar er í raun ekkert. Allir samningar eru vísitölutryggðir. Ég geri ráð fyrir að okkar verð verði það sama á næsta ári.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×