Hriktir í stoðum fjármálakerfis Bandaríkjanna 23. júlí 2008 06:00 Fannie Mae og Freddie Mac áttu lögum samkvæmt ekki að geta keypt svokölluð „undirmálslán“. Hrun fasteignamarkaðarins hefur hins vegar orðið til þess að örugg lán hafa tapast. AFP/MARKAÐURINN Stofnun Fannie Mae (Federal National Mortgage Association) var hluti „New Deal“ Franklins Roosevelt, en hann lagði í raun grunninn að stofnanaumhverfi fjármálakerfis Bandaríkjanna. Roosevelt setti einnig á laggirnar tvær aðrar stofnanir sem hafa mikið verið í fréttum undanfarið, Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna, SEC, og Innlánatryggingastofnunin, FDIC. Það er því ekki að undra að fréttaskýrendur í Bandaríkjunum hafi sagt að atburðir síðustu vikna kunni að marka ákveðin tímamót í sögu bandarísks fjármálalífs. Hlutverk Fannie Mae er að auðvelda bönkum aðgengi að lausafé með því að kaupa af þeim fasteignaskuldabréf einstaklinga og auðvelda almenningi að eignast eigin húsnæði. Freddie Mac (Federal Home Loan Mortgage Corporation) var stofnað 1970 og hefur sama hlutverk. Bæði félögin eru alfarið í einkaeigu, en Fannie Mae var einkavætt 1968. Félögin teljast þó „Government Sponsored Entities“ og fylgja því mun frjálslegri reglum en aðrar fjármálastofnanir og eru að auki undanþegin ýmsum sköttum og opinberum gjöldum. Þótt skýrt sé kveðið á um það í lögum að félögin njóti ekki ríkisábyrgðar hafa fjárfestar gengið út frá því að ríkið sé í raun í ábyrgð fyrir félögin, sem hefur gert þeim kleift að taka lán á mun hagstæðari kjörum en ella. Þessi ríkisábyrgð hefur oft verið gagnrýnd, og því haldið fram að hún hafi ýtt undir áhættusaman rekstur, því meðan hagnaður félaganna lendi í vasa stjórnenda og hluthafa muni skattgreiðendur þurfa að bera tapið.„Of stór til að fara á hausinn“Félögin leika lykilhlutverk á eftirmarkaði með fasteignatengd skuldabréf, en þau gangast í ábyrgðir fyrir fasteignaveð einstaklinga. Síðan 1971 hafa félögin pakkað þeim saman í markaðshæf verðbréf, sambærilegum húsbréfum Íbúðalánasjóðs.Fasteignaskuldabréf Fannie Mae og Freddie Mac hafa verið talin mjög örugg og eru ein útbreiddustu verðbréf Bandaríkjanna. Útistandandi eru 5.200 milljarðar Bandaríkjadala í slíkum bréfum, sem eru stór hluti verðbréfasafna margra bandarískra banka. Áætlað er að félögin séu í ábyrgð fyrir, eða eiga, um helmingi allra húsnæðislána í Bandaríkjunum. Ef félögin komast í greiðsluþrot myndi það því hafa alvarlegar afleiðingar fyrir bandaríska fjármálakerfið og fasteignamarkaðinn.Núverandi stærð félaganna er þó nýtilkomin. Í upphafi níunda áratugarins var markaðshlutdeild þeirra rétt tæp 10 prósent, en var komin upp í 53 prósent skömmu eftir aldamót. Vöxturinn var þyrnir í augum annarra fjármálastofnana og repúblikana sem töldu að Fannie og Freddie nytu ósanngjarns markaðsforskots.Því hefur verið haldið fram að hraður vöxtur þeirra á tíunda áratugnum og fyrst upp úr aldamótum hafi kynt undir verðhækkunum á húsnæðismörkuðum, en bent hefur verið á að þau hafi dregið úr útlánum rétt um það leyti sem húsnæðisverð tók að hækka hvað hraðast. Í kjölfar bókhaldsskandala sem komu upp hjá félögunum voru settar hömlur á vöxt þeirra.Þannig féll markaðshlutdeild þeirra hratt eftir 2003 og var komin niður í 40 prósent í árslok 2006, en í millitíðinni varð sprenging í útgáfu banka á svokölluðum „undirmálslánum“. Samkvæmt bandarískum lögum teljast fasteignalán „undirmálslán“ (e: sub-prime) ef þau uppfylla ekki skilyrði Fannie og Freddie um veðhæfi.Félögunum líkaði þó illa að tapa markaðshlutdeild og missa af arðvænlegum viðskiptum. Þau gerðu því sitt ýtrasta til að ganga á sveig við reglur sem bönnuðu þeim að taka þátt í markaðnum með undirmálslánum. Fannie og Freddie keyptu einnig skuldavafninga banka, sem oft innihéldu hátt hlutfall undirmálslána. Mörgum spurningum er ósvarað um öryggi fasteignaveða sem félögin eiga, en á mánudag sagði Henry Paulson í viðtali við New York Times að hafin væri opinber rannsókn á bókhaldi þeirra.Húsnæðiskreppan segir til sínÞegar lánsfjárkreppan skall á vorið 2007 og bandarískir bankar drógu sig út af fasteignalánamarkaðnum leituðu stjórnvöld til Fannie og Freddie til að styðja við fasteignamarkaðinn. Nú er svo komið að félögin eru nánast ein á eftirmarkaði með veðskuldabréf, en í upphafi ársins fjármögnuðu þau 80 prósent nýrra húsnæðislána. Ef félögin hætta að geta sinnt þessu hlutverki er óttast að fasteignamarkaður í Bandaríkjunum þorni alveg upp.Þó að lán sem Freddie og Fannie veita eigi undir venjulegum kringumstæðum að vera nokkuð örugg hefur hrun á húsnæðismörkuðum vestra orðið til þess að fasteignir sem keyptar voru þegar verð var í hámarki fallið um allt að 30 prósent í Kaliforníu og 17 prósent á landsvísu, og lán sem undir venjulegum kringumstæðum ættu að vera traust hafa í vaxandi mæli tapast. Talið er að fasteignaverð í Bandaríkjunum kunni að lækka um allt að þriðjung í viðbót, og því hvergi nærri séð fyrir endann. Þá stefnir í að mörg lántryggingarfélög verði gjaldþrota, og Fannie og Freddie þurfi því sjálf að bera mikið af tapinu.Síðustu tólf mánuði hafa félögin tapað 12,7 milljörðum dollara vegna tapaðra lána. Greiningardeild Goldman Sachs áætlaði í vikunni að tap félaganna yrði 53 milljarðar til viðbótar. Bent hefur verið á að sú tala sé í varkárasta lagi, því talið er að af þeim 170 milljörðum sem félögin eiga af skuldavafningum undirmálslána muni minnst 50 milljarðar tapast.Í ljósi þess hversu lítið uppgreitt hlutafé þeirra er, samtals tæpir 70 milljarðar dollara, er ljóst að félögin mega ekki við slíku tapi. Fyrr í mánuðinum lýsti greiningardeild Lehman Brothers því yfir að félögin þyrftu að afla 75 milljarða í nýju hlutafé til að standa straum af fyrirséðum afskriftum og tapi.Vandinn löngu þekkturEftir gjaldþrot Bear Sterns í vor tók fjármálaráðuneytið að þrýsta á stjórnendur Fannie Mae og Freddie Mac að auka hlutafé félaganna. Þessar umræður báru engan árangur, og því tók fjármálaráðuneytið í upphafi mánaðarins að undirbúa neyðaráætlun kæmi til þess að félögin sigldu í strand. Á föstudaginn fyrir viku kvisuðust út fréttir af þessum aðgerðum, og í kjölfarið hrundu hlutabréf félaganna. Á fáeinum klukkutímum féll verð þeirra um 47 prósent, en í lok viðskipta var verðið 75 prósentum lægra en í upphafi árs. Lægra hlutabréfaverð gerir að verkum að erfiðara og dýrara er fyrir félögin að afla sér nýs fjármagns, sem enn frekar veikir tiltrú markaðarins á þeim.Sunnudaginn 13. júlí tilkynnti Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, loks um umfangsmiklar aðgerðir til að koma sjóðunum á réttan kjöl. Meginatriði aðgerðanna eru að ríkið fái heimild til að veita félögunum lán og kaupa nýtt hlutafé þeirra. Þá tilkynnti Seðlabanki Bandaríkjanna að lántökuheimildir félaganna hjá bankanum hefðu verið hækkaðar. Paulson, sem hefur verið gagnrýndur fyrir að vilja gefa félögunum óútfylltan tékka, lagði áherslu á að óvíst væri að leggja þurfi fyrirtækjunum til þetta fjármagn, en það væri mikilvægt að taka af allan vafa um að ríkið kæmi félögunum til bjargar ef í harðbakkann slægi.Með þessu hefur Seðlabanki Bandaríkjanna, sem til þessa hefur fyrst og fremst verið nauðavari viðskiptabankanna, enn aukið við hlutverk sitt sem nauðvari fjármálakerfisins alls.Misjafnar skoðanir á aðgerðunumDemókratar hafa tekið vel í áætlun Paulsons, meðan margir repúblikanar hafa lýst áhyggjum af kostnaðinum og skynsemi þess að auka umsvif ríkisins á fjármagnsmörkuðum. Jim Bunning, öldungadeildarþingmaður frá Kentucky, fordæmdi aðgerðirnar sem „sósíalisma“ og sagði að það væri engu líkt en að hann hefði „vaknað upp í Frakklandi“. Demókratar hafa fyrir sitt leyti viljað nota tækifærið til að hengja ýmis skilyrði á aðstoðina og neyta þannig færis á að akua eftirlit með félögunum.Verð bréfa í félögunum hélt áfram að hækka í síðustu viku, en náði lágmarki á lok viðskipta á þriðjudag. Síðan þá hafa stærstu bankar Bandaríkjanna birt tiltölulega jákvæð árshlutauppgjör, en við það hefur verð bréfa í Fannie og Freddie nær tvöfaldast. Þessar hækkanir hafa vakið vonir um að félögin þurfi ekki á ríkisstuðningi að halda. Stjórnendur félaganna hafa lýst því yfir að þeir vilji í lengstu lög komast hjá því að þiggja opinberan stuðning, af ótta við kvaðir sem honum mun fylgja.Fréttaskýrendur vestra telja þó ólíklegt að félögin geti lengur komið sér undan strangara eftirliti eða jafnvel gagngerri endurskipulagningu. Í því sambandi hefur jafnvel verið nefnt að rétt væri að þjóðnýta fyrirtækin og leggja þau niður í núverandi mynd. Ríkið ætti síðan að selja einkafyrirtækjum þá hluta starfseminnar sem heyri undir venjulegan samkeppnisrekstur en halda eftir hluta sjóðanna sem þá myndi sjá um „félagslega þáttinn“, það er að lána fólki sem á erfitt með að fá lán í bönkum. Undanfarin ár hafi sjóðirnir einmitt vanrækt þessa viðskiptavini, sem hafi verið beint að „undurmálslánum“ bankanna. Undir smásjánni Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Stofnun Fannie Mae (Federal National Mortgage Association) var hluti „New Deal“ Franklins Roosevelt, en hann lagði í raun grunninn að stofnanaumhverfi fjármálakerfis Bandaríkjanna. Roosevelt setti einnig á laggirnar tvær aðrar stofnanir sem hafa mikið verið í fréttum undanfarið, Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna, SEC, og Innlánatryggingastofnunin, FDIC. Það er því ekki að undra að fréttaskýrendur í Bandaríkjunum hafi sagt að atburðir síðustu vikna kunni að marka ákveðin tímamót í sögu bandarísks fjármálalífs. Hlutverk Fannie Mae er að auðvelda bönkum aðgengi að lausafé með því að kaupa af þeim fasteignaskuldabréf einstaklinga og auðvelda almenningi að eignast eigin húsnæði. Freddie Mac (Federal Home Loan Mortgage Corporation) var stofnað 1970 og hefur sama hlutverk. Bæði félögin eru alfarið í einkaeigu, en Fannie Mae var einkavætt 1968. Félögin teljast þó „Government Sponsored Entities“ og fylgja því mun frjálslegri reglum en aðrar fjármálastofnanir og eru að auki undanþegin ýmsum sköttum og opinberum gjöldum. Þótt skýrt sé kveðið á um það í lögum að félögin njóti ekki ríkisábyrgðar hafa fjárfestar gengið út frá því að ríkið sé í raun í ábyrgð fyrir félögin, sem hefur gert þeim kleift að taka lán á mun hagstæðari kjörum en ella. Þessi ríkisábyrgð hefur oft verið gagnrýnd, og því haldið fram að hún hafi ýtt undir áhættusaman rekstur, því meðan hagnaður félaganna lendi í vasa stjórnenda og hluthafa muni skattgreiðendur þurfa að bera tapið.„Of stór til að fara á hausinn“Félögin leika lykilhlutverk á eftirmarkaði með fasteignatengd skuldabréf, en þau gangast í ábyrgðir fyrir fasteignaveð einstaklinga. Síðan 1971 hafa félögin pakkað þeim saman í markaðshæf verðbréf, sambærilegum húsbréfum Íbúðalánasjóðs.Fasteignaskuldabréf Fannie Mae og Freddie Mac hafa verið talin mjög örugg og eru ein útbreiddustu verðbréf Bandaríkjanna. Útistandandi eru 5.200 milljarðar Bandaríkjadala í slíkum bréfum, sem eru stór hluti verðbréfasafna margra bandarískra banka. Áætlað er að félögin séu í ábyrgð fyrir, eða eiga, um helmingi allra húsnæðislána í Bandaríkjunum. Ef félögin komast í greiðsluþrot myndi það því hafa alvarlegar afleiðingar fyrir bandaríska fjármálakerfið og fasteignamarkaðinn.Núverandi stærð félaganna er þó nýtilkomin. Í upphafi níunda áratugarins var markaðshlutdeild þeirra rétt tæp 10 prósent, en var komin upp í 53 prósent skömmu eftir aldamót. Vöxturinn var þyrnir í augum annarra fjármálastofnana og repúblikana sem töldu að Fannie og Freddie nytu ósanngjarns markaðsforskots.Því hefur verið haldið fram að hraður vöxtur þeirra á tíunda áratugnum og fyrst upp úr aldamótum hafi kynt undir verðhækkunum á húsnæðismörkuðum, en bent hefur verið á að þau hafi dregið úr útlánum rétt um það leyti sem húsnæðisverð tók að hækka hvað hraðast. Í kjölfar bókhaldsskandala sem komu upp hjá félögunum voru settar hömlur á vöxt þeirra.Þannig féll markaðshlutdeild þeirra hratt eftir 2003 og var komin niður í 40 prósent í árslok 2006, en í millitíðinni varð sprenging í útgáfu banka á svokölluðum „undirmálslánum“. Samkvæmt bandarískum lögum teljast fasteignalán „undirmálslán“ (e: sub-prime) ef þau uppfylla ekki skilyrði Fannie og Freddie um veðhæfi.Félögunum líkaði þó illa að tapa markaðshlutdeild og missa af arðvænlegum viðskiptum. Þau gerðu því sitt ýtrasta til að ganga á sveig við reglur sem bönnuðu þeim að taka þátt í markaðnum með undirmálslánum. Fannie og Freddie keyptu einnig skuldavafninga banka, sem oft innihéldu hátt hlutfall undirmálslána. Mörgum spurningum er ósvarað um öryggi fasteignaveða sem félögin eiga, en á mánudag sagði Henry Paulson í viðtali við New York Times að hafin væri opinber rannsókn á bókhaldi þeirra.Húsnæðiskreppan segir til sínÞegar lánsfjárkreppan skall á vorið 2007 og bandarískir bankar drógu sig út af fasteignalánamarkaðnum leituðu stjórnvöld til Fannie og Freddie til að styðja við fasteignamarkaðinn. Nú er svo komið að félögin eru nánast ein á eftirmarkaði með veðskuldabréf, en í upphafi ársins fjármögnuðu þau 80 prósent nýrra húsnæðislána. Ef félögin hætta að geta sinnt þessu hlutverki er óttast að fasteignamarkaður í Bandaríkjunum þorni alveg upp.Þó að lán sem Freddie og Fannie veita eigi undir venjulegum kringumstæðum að vera nokkuð örugg hefur hrun á húsnæðismörkuðum vestra orðið til þess að fasteignir sem keyptar voru þegar verð var í hámarki fallið um allt að 30 prósent í Kaliforníu og 17 prósent á landsvísu, og lán sem undir venjulegum kringumstæðum ættu að vera traust hafa í vaxandi mæli tapast. Talið er að fasteignaverð í Bandaríkjunum kunni að lækka um allt að þriðjung í viðbót, og því hvergi nærri séð fyrir endann. Þá stefnir í að mörg lántryggingarfélög verði gjaldþrota, og Fannie og Freddie þurfi því sjálf að bera mikið af tapinu.Síðustu tólf mánuði hafa félögin tapað 12,7 milljörðum dollara vegna tapaðra lána. Greiningardeild Goldman Sachs áætlaði í vikunni að tap félaganna yrði 53 milljarðar til viðbótar. Bent hefur verið á að sú tala sé í varkárasta lagi, því talið er að af þeim 170 milljörðum sem félögin eiga af skuldavafningum undirmálslána muni minnst 50 milljarðar tapast.Í ljósi þess hversu lítið uppgreitt hlutafé þeirra er, samtals tæpir 70 milljarðar dollara, er ljóst að félögin mega ekki við slíku tapi. Fyrr í mánuðinum lýsti greiningardeild Lehman Brothers því yfir að félögin þyrftu að afla 75 milljarða í nýju hlutafé til að standa straum af fyrirséðum afskriftum og tapi.Vandinn löngu þekkturEftir gjaldþrot Bear Sterns í vor tók fjármálaráðuneytið að þrýsta á stjórnendur Fannie Mae og Freddie Mac að auka hlutafé félaganna. Þessar umræður báru engan árangur, og því tók fjármálaráðuneytið í upphafi mánaðarins að undirbúa neyðaráætlun kæmi til þess að félögin sigldu í strand. Á föstudaginn fyrir viku kvisuðust út fréttir af þessum aðgerðum, og í kjölfarið hrundu hlutabréf félaganna. Á fáeinum klukkutímum féll verð þeirra um 47 prósent, en í lok viðskipta var verðið 75 prósentum lægra en í upphafi árs. Lægra hlutabréfaverð gerir að verkum að erfiðara og dýrara er fyrir félögin að afla sér nýs fjármagns, sem enn frekar veikir tiltrú markaðarins á þeim.Sunnudaginn 13. júlí tilkynnti Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, loks um umfangsmiklar aðgerðir til að koma sjóðunum á réttan kjöl. Meginatriði aðgerðanna eru að ríkið fái heimild til að veita félögunum lán og kaupa nýtt hlutafé þeirra. Þá tilkynnti Seðlabanki Bandaríkjanna að lántökuheimildir félaganna hjá bankanum hefðu verið hækkaðar. Paulson, sem hefur verið gagnrýndur fyrir að vilja gefa félögunum óútfylltan tékka, lagði áherslu á að óvíst væri að leggja þurfi fyrirtækjunum til þetta fjármagn, en það væri mikilvægt að taka af allan vafa um að ríkið kæmi félögunum til bjargar ef í harðbakkann slægi.Með þessu hefur Seðlabanki Bandaríkjanna, sem til þessa hefur fyrst og fremst verið nauðavari viðskiptabankanna, enn aukið við hlutverk sitt sem nauðvari fjármálakerfisins alls.Misjafnar skoðanir á aðgerðunumDemókratar hafa tekið vel í áætlun Paulsons, meðan margir repúblikanar hafa lýst áhyggjum af kostnaðinum og skynsemi þess að auka umsvif ríkisins á fjármagnsmörkuðum. Jim Bunning, öldungadeildarþingmaður frá Kentucky, fordæmdi aðgerðirnar sem „sósíalisma“ og sagði að það væri engu líkt en að hann hefði „vaknað upp í Frakklandi“. Demókratar hafa fyrir sitt leyti viljað nota tækifærið til að hengja ýmis skilyrði á aðstoðina og neyta þannig færis á að akua eftirlit með félögunum.Verð bréfa í félögunum hélt áfram að hækka í síðustu viku, en náði lágmarki á lok viðskipta á þriðjudag. Síðan þá hafa stærstu bankar Bandaríkjanna birt tiltölulega jákvæð árshlutauppgjör, en við það hefur verð bréfa í Fannie og Freddie nær tvöfaldast. Þessar hækkanir hafa vakið vonir um að félögin þurfi ekki á ríkisstuðningi að halda. Stjórnendur félaganna hafa lýst því yfir að þeir vilji í lengstu lög komast hjá því að þiggja opinberan stuðning, af ótta við kvaðir sem honum mun fylgja.Fréttaskýrendur vestra telja þó ólíklegt að félögin geti lengur komið sér undan strangara eftirliti eða jafnvel gagngerri endurskipulagningu. Í því sambandi hefur jafnvel verið nefnt að rétt væri að þjóðnýta fyrirtækin og leggja þau niður í núverandi mynd. Ríkið ætti síðan að selja einkafyrirtækjum þá hluta starfseminnar sem heyri undir venjulegan samkeppnisrekstur en halda eftir hluta sjóðanna sem þá myndi sjá um „félagslega þáttinn“, það er að lána fólki sem á erfitt með að fá lán í bönkum. Undanfarin ár hafi sjóðirnir einmitt vanrækt þessa viðskiptavini, sem hafi verið beint að „undurmálslánum“ bankanna.
Undir smásjánni Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira