Viðskipti innlent

Tími hagræðingar runninn upp

Dagur Jónasson Framkvæmdastjóri Bílalands segir fólk fremur kaupa notaða bíla þegar þrengi að í efnahagslífinu. Markaðurinn/GVA
Dagur Jónasson Framkvæmdastjóri Bílalands segir fólk fremur kaupa notaða bíla þegar þrengi að í efnahagslífinu. Markaðurinn/GVA

„Fólk er að spyrja meira um sparneytnari bíla nú en áður,“ segir Dagur Jónasson, framkvæmdastjóri Bílalands.

Bílaland er sameinað fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á notuðum bílum frá Ingvari Helgasyni og B&L. Fyrirtækið tekur til starfa á morgun. Þetta er stærsta bílasala landsins með hátt í þúsund bíla og fimmtán starfsmenn.

Á sama tíma fer í loftið ný heimasíða fyrirtækisins sem veitir nákvæmar upplýsingar um hvern bíl og sýnir lagerinn eins og hann er á hverjum tíma. „Við ætlum að keyra á heimasíðunni enda skoða viðskiptavinir bíla fyrst á netinu áður en þeir fara á sölurnar,“ segir Dagur.

Hann segir að reikna megi með samdrætti í sölu á nýjum bílum á næstunni. Ekki sé að marka þær upplýsingar sem liggi fyrir nú enda fari í hönd gríðarleg skráning á nýjum bílum sem bílaleigurnar kaupi. „Þetta er árstíðabundið og eru í kringum þúsund bílar,“ segir hann. En öðru máli gegnir um notaða bíla. „Í samdrætti kaupir fólk frekar notaða bíla en nýja og nú spyr fólk hvað hann eyði miklu,“ segir Dagur. „Það mun aðeins aukast ef fram heldur sem horfir.“ - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×