Fótbolti

Sonur Steve Harris til reynslu hjá Fredrikstad

Steve Harris fer aldrei á svið án þess að bera svitabönd merkt West Ham
Steve Harris fer aldrei á svið án þess að bera svitabönd merkt West Ham

Sonur bassaleikarans Steve Harris úr þungarokkssveitinni Iron Maiden er nú til reynslu hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Fredrikstad, en með liðinu leikur Garðar Jóhannsson.

Drengurinn heitir George Harris og er 17 ára gamall og leikur stöðu hægri bakvarðar. Pabbinn, sem er frægur og gallharður stuðningsmaður West Ham, bindur miklar vonir við drenginn á knattspyrnuferlinum.

"Hann er góður ungur leikmaður og nú fær hann tækifæri til að sýna hvað í honum býr," sagði bassaleikarinn geðþekki í spjalli á heimasíðu félagsins.

George kom í heiminn um það leyti sem Iron Maiden var að vinna í plötunni "Fear of the dark" sem út kom árið 1992, en þá byrjaði hljómsveitin einmitt heimsreisu sína með tónleikum hér á Íslandi þann 5. júní 1992.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×