Meistaradeildin: Baráttan um toppsætið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2008 19:00 Evrópumeistarar Manchester United verða í eldlínunni í kvöld. Nordic Photos / AFP Í kvöld ræðst það hvaða átta lið það verða sem tryggja sér efsta sæti síns riðils og forðast með því aðra sigurvegara riðlakeppninnar í 16-liða úrslitunum. Í gær fór lokaumferðin fram í riðlum A til D þar sem það réðst hvaða lið urðu í efsta sæti og hvaða lið í öðru sæti. Riðlakeppnin klárast svo í kvöld er lokaumferð riðla E til H fer fram. Í Meistaradeildinni gildir sú regla að árangur í innbyrðis viðureignum ræður hvort liðið lendir ofar ef tvö lið eru jöfn að stigum. Ef innbyrðis árangur er jafn ræður heildarmarkatala riðlanna fyrst, svo fjöldi skoraðra marka. Ekkert liðanna sem eru að spila í kvöld er búið að tryggja sér efsta sæti riðilsins og er því spenna á mörgum vígstöðum, þó svo að það sé ljóst í öllum riðlum hvaða tvö lið komast áfram í 16-liða úrslitin. Hér má sjá stöðuna í riðlinum og hvað liðin þurfa að gera til að tryggja sér efsta sætið í sínum riðli. E-riðill: 1. Manchester United 9 stig (+6) 2. Villarreal 9 (+4) Leikirnir í kvöld: Celtic - Villarreal Manchester United - Álaborg (Beint á Stöð 2 Sport 4) Báðum leikjum Manchester United og Villarreal í riðlakeppninni lauk með markalausu jafntefli. Því verður heildarstaða liðanna í riðlinum að ráða hvort liðið lendir ofar í kvöld. Manchester United er með betra heildarmarkahlutfall og dugir því jafn góð úrslit í sínum leik og hjá Villarreal eða þá einu marki lakara, hvort sem á við sigur eða tap. Villarreal verður annað hvort að vinna sinn leik með tveimur mörkum meira en Manchester United (ef United vinnur sinn leik líka) eða tapa með tveimur færri mörkum en United (ef United tapar líka). Villarreal hefur skorað níu mörk alls í riðlinum en United sjö. Geri bæði lið jafntefli tryggir Manchester United sér efsta sæti riðilsins. F-riðill: 1. Lyon 11 stig (+5) 2. Bayern 11 (+7) Þessi lið mætast innbyrðis í kvöld en fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli í Þýskalandi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Lyon dugir því markalaust jafntefli í kvöld þar sem liðið væri þá búið að skora fleiri mörk á útivelli. Verði niðurstaðan hins vegar jafntefli þar sem bæði lið skora mun Bayern komast áfram. Til frekari skýringar má nefna að ef úrslit leiksins í kvöld verður 1-1 kemst Bayern áfram á betra heildarmarkahlutfalli. Þá þarf varla að taka fram að lykti leiknum ekki með jafntefli mun sigurvegari leiksins tryggja sér efsta sæti riðilsins. G-riðill: 1. Arsenal 11 (+8) 2. Porto 9 (-1) Þessi lið mætast í Portúgal í kvöld en þar sem þessi lið geta aldrei orðið jöfn að stigum skipta úrslitin í fyrri leiknum engu máli. Sigurvegari leiksins nær efsta sætinu en Arsenal dugir jafnteflið. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. H-riðill: 1. Juventus 11 (+4) 2. Real Madrid 9 (+1) Leikirnir í kvöld: Juventus - BATE Borisov Real Madrid - Zenit St. Pétursborg Staða Real Madrid í riðlinum er öllu verri þar sem liðið verður að treysta á að BATE vinni Juventus, auk þess að vinna sinn eigin leik. Ef BATE nær jafntefli gegn Juventus og Real Madrid vinnur sinn leik verða bæði lið jöfn að stigum. Þar hefur þó Juventus vinninginn vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum. Juventus dugir því jafntefli gegn BATE í kvöld til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Juventus mætti svo sem tapa sínum leik ef Real Madrid vinnur ekki Zenit. Úrslitin í hinum riðlunum: A-riðill: 1. Roma 2. Chelsea B-riðill: 1. Panathinaikos 2. Inter C-riðill: 1. Barcelona 2. Sporting Lissabon D-riðill: 1. Liverpool 2. Atletico Madrid Meistaradeild Evrópu Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Fleiri fréttir Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Sjá meira
Í kvöld ræðst það hvaða átta lið það verða sem tryggja sér efsta sæti síns riðils og forðast með því aðra sigurvegara riðlakeppninnar í 16-liða úrslitunum. Í gær fór lokaumferðin fram í riðlum A til D þar sem það réðst hvaða lið urðu í efsta sæti og hvaða lið í öðru sæti. Riðlakeppnin klárast svo í kvöld er lokaumferð riðla E til H fer fram. Í Meistaradeildinni gildir sú regla að árangur í innbyrðis viðureignum ræður hvort liðið lendir ofar ef tvö lið eru jöfn að stigum. Ef innbyrðis árangur er jafn ræður heildarmarkatala riðlanna fyrst, svo fjöldi skoraðra marka. Ekkert liðanna sem eru að spila í kvöld er búið að tryggja sér efsta sæti riðilsins og er því spenna á mörgum vígstöðum, þó svo að það sé ljóst í öllum riðlum hvaða tvö lið komast áfram í 16-liða úrslitin. Hér má sjá stöðuna í riðlinum og hvað liðin þurfa að gera til að tryggja sér efsta sætið í sínum riðli. E-riðill: 1. Manchester United 9 stig (+6) 2. Villarreal 9 (+4) Leikirnir í kvöld: Celtic - Villarreal Manchester United - Álaborg (Beint á Stöð 2 Sport 4) Báðum leikjum Manchester United og Villarreal í riðlakeppninni lauk með markalausu jafntefli. Því verður heildarstaða liðanna í riðlinum að ráða hvort liðið lendir ofar í kvöld. Manchester United er með betra heildarmarkahlutfall og dugir því jafn góð úrslit í sínum leik og hjá Villarreal eða þá einu marki lakara, hvort sem á við sigur eða tap. Villarreal verður annað hvort að vinna sinn leik með tveimur mörkum meira en Manchester United (ef United vinnur sinn leik líka) eða tapa með tveimur færri mörkum en United (ef United tapar líka). Villarreal hefur skorað níu mörk alls í riðlinum en United sjö. Geri bæði lið jafntefli tryggir Manchester United sér efsta sæti riðilsins. F-riðill: 1. Lyon 11 stig (+5) 2. Bayern 11 (+7) Þessi lið mætast innbyrðis í kvöld en fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli í Þýskalandi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Lyon dugir því markalaust jafntefli í kvöld þar sem liðið væri þá búið að skora fleiri mörk á útivelli. Verði niðurstaðan hins vegar jafntefli þar sem bæði lið skora mun Bayern komast áfram. Til frekari skýringar má nefna að ef úrslit leiksins í kvöld verður 1-1 kemst Bayern áfram á betra heildarmarkahlutfalli. Þá þarf varla að taka fram að lykti leiknum ekki með jafntefli mun sigurvegari leiksins tryggja sér efsta sæti riðilsins. G-riðill: 1. Arsenal 11 (+8) 2. Porto 9 (-1) Þessi lið mætast í Portúgal í kvöld en þar sem þessi lið geta aldrei orðið jöfn að stigum skipta úrslitin í fyrri leiknum engu máli. Sigurvegari leiksins nær efsta sætinu en Arsenal dugir jafnteflið. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. H-riðill: 1. Juventus 11 (+4) 2. Real Madrid 9 (+1) Leikirnir í kvöld: Juventus - BATE Borisov Real Madrid - Zenit St. Pétursborg Staða Real Madrid í riðlinum er öllu verri þar sem liðið verður að treysta á að BATE vinni Juventus, auk þess að vinna sinn eigin leik. Ef BATE nær jafntefli gegn Juventus og Real Madrid vinnur sinn leik verða bæði lið jöfn að stigum. Þar hefur þó Juventus vinninginn vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum. Juventus dugir því jafntefli gegn BATE í kvöld til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Juventus mætti svo sem tapa sínum leik ef Real Madrid vinnur ekki Zenit. Úrslitin í hinum riðlunum: A-riðill: 1. Roma 2. Chelsea B-riðill: 1. Panathinaikos 2. Inter C-riðill: 1. Barcelona 2. Sporting Lissabon D-riðill: 1. Liverpool 2. Atletico Madrid
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Fleiri fréttir Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Sjá meira