Ronaldo fer ekki frá Milan

Carlo Ancelotti segir að brasilíski framherjinn Ronaldo muni ekki fara frá félaginu þrátt fyrir áhuga Flamengu í heimalandi hans. "Hann hefur ekki farið fram á að fara héðan og þessar fréttir koma eingöngu frá Brasilíu," sagði þjálfarinn í viðtali í Dubai þar sem liðið er nú við æfingar.