Sænska úrvalsdeildarliðið GIF Sundsvall hefur áhuga á að fá Sverri Garðarsson, leikmann FH, til liðs við sig.
Þetta kemur fram í Sundsvalls Tidning en fyrir skömmu var liðið sagt vera á höttunum eftir Hannesi Sigurðssyni, leikmanni Viking í Noregi.
Hannes er uppalinn FH-ingur og eru hann og Sverrir reyndar æskuvinir.
Nú þegar er einn Íslendingur hjá félaginu, Ari Freyr Skúlason, sem kom þangað í haust frá 1. deildarliðinu Häcken.