Detroit niðurlægt í New York 14. janúar 2008 05:47 Renaldo Balkman og Nate Robinson hjá New York unnu langþráðan tíunda sigur sinn á leiktíðinni NordicPhotos/GettyImages Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Detroit var nálægt því að setja félagsmet þegar liðið steinlá fyrir slöku liði New York á útivelli 89-65. Þetta var þriðja lægsta stigaskor Detroit í sögu félagsins og segja má að liðið hafi aldrei séð til sólar í leiknum í nótt. Heimamenn í New York hafa ekki haft margar ástæður til að fagna í vetur og áhorfendur í Madison Square Garden voru margir hverjir með annað augað á risaskjánum yfir vellinum í nótt þar sem verið var að sýna frá leik New York Giants og Dallas Cowboys í NFL deildinni. "Ég þvoði þennan leik af mér í sturtunni og nú er ekkert annað fyrir okkur en að gleyma þessum leik sem fyrst og horfa fram á við," sagði Chauncey Billups, leikstjórnandi Detroit eftir leikinn. Billups var einn af fáum mönnum Detroit sem urðu sér ekki til skammar í leiknum og skoraði 14 stig. Antonio McDyess skoraði 15 stig og hirti 13 fráköst. Zach Randolph skoraði 25 stig fyrir New York og Jamaal Crawford skoraði 15 stig, þar af 9 í röð í þriðja leikhlutanum þegar heimamenn stungu af. Toronto vann 116-109 sigur á Portland í æsilegum og tvíframlengdum leik. Chris Bosh skoraði 38 stig og hirti 14 fráköst fyrir Toronto en Brandon Roy var með 33 stig og 10 stoðsendingar hjá Portland. Atlanta burstaði Chicago 105-84 þar sem Joe Johnson skoraði 37 stig og hirti 9 fráköst fyrir Atlanta en Luol Deng var með 28 stig hjá Chicago. New Orleans lagði Houston 87-82 á útivelli í uppgjöri tveggja af heitari liðum deildarinnar. Yao Ming skoraði 30 stig og hirti 16 fráköst fyrir Houston en David West skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir New Orleans og Chris Paul var með 19 stig og 11 stoðsendingar - og var allt í öllu hjá gestunum á lokakaflanum. Lakers menn stumra hér áhyggjufullir yfir Andrew Bynum í nóttNordicPhotos/GettyImages Golden State lagði Indiana 106-101 eftir að hafa verið undir lengst af í leiknum á heimavelli. Munaði þar mestu um frábæra frammistöðu bakvarðanna Monta Ellis og Baron Davis hjá heimamönnum, en Ellis skoraði 29 stig og hirti 8 fráköst og Davis skoraði 27 stig og hirti 7 fráköst. Jermaine O´Neal skoraði 27 stig, hirti 9 fráköst og varði 6 skot hjá Indiana, Danny Granger skoraði 20 stig og hirti 8 fráköst og Mike Dunleavy skoraði 18 stig, hirti 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Loks vann LA Lakers nauman heimasigur á Memphis Grizzlies 100-99 þar sem Lakers liðið varð fyrir áfalli þegar miðherjinn Andrew Bynum þurfti að fara af velli meiddur á hné og ljóst að hann missir af næstu leikjum liðsins. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 37 stig annan leikinn í röð en enginn annar leikmaður liðsins skoraði meira en 10 stig. Mike Miller var stigahæstur hjá Memphis með 27 stig og Pau Gasol skoraði 21 stig, hirti 18 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. NBA Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Detroit var nálægt því að setja félagsmet þegar liðið steinlá fyrir slöku liði New York á útivelli 89-65. Þetta var þriðja lægsta stigaskor Detroit í sögu félagsins og segja má að liðið hafi aldrei séð til sólar í leiknum í nótt. Heimamenn í New York hafa ekki haft margar ástæður til að fagna í vetur og áhorfendur í Madison Square Garden voru margir hverjir með annað augað á risaskjánum yfir vellinum í nótt þar sem verið var að sýna frá leik New York Giants og Dallas Cowboys í NFL deildinni. "Ég þvoði þennan leik af mér í sturtunni og nú er ekkert annað fyrir okkur en að gleyma þessum leik sem fyrst og horfa fram á við," sagði Chauncey Billups, leikstjórnandi Detroit eftir leikinn. Billups var einn af fáum mönnum Detroit sem urðu sér ekki til skammar í leiknum og skoraði 14 stig. Antonio McDyess skoraði 15 stig og hirti 13 fráköst. Zach Randolph skoraði 25 stig fyrir New York og Jamaal Crawford skoraði 15 stig, þar af 9 í röð í þriðja leikhlutanum þegar heimamenn stungu af. Toronto vann 116-109 sigur á Portland í æsilegum og tvíframlengdum leik. Chris Bosh skoraði 38 stig og hirti 14 fráköst fyrir Toronto en Brandon Roy var með 33 stig og 10 stoðsendingar hjá Portland. Atlanta burstaði Chicago 105-84 þar sem Joe Johnson skoraði 37 stig og hirti 9 fráköst fyrir Atlanta en Luol Deng var með 28 stig hjá Chicago. New Orleans lagði Houston 87-82 á útivelli í uppgjöri tveggja af heitari liðum deildarinnar. Yao Ming skoraði 30 stig og hirti 16 fráköst fyrir Houston en David West skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir New Orleans og Chris Paul var með 19 stig og 11 stoðsendingar - og var allt í öllu hjá gestunum á lokakaflanum. Lakers menn stumra hér áhyggjufullir yfir Andrew Bynum í nóttNordicPhotos/GettyImages Golden State lagði Indiana 106-101 eftir að hafa verið undir lengst af í leiknum á heimavelli. Munaði þar mestu um frábæra frammistöðu bakvarðanna Monta Ellis og Baron Davis hjá heimamönnum, en Ellis skoraði 29 stig og hirti 8 fráköst og Davis skoraði 27 stig og hirti 7 fráköst. Jermaine O´Neal skoraði 27 stig, hirti 9 fráköst og varði 6 skot hjá Indiana, Danny Granger skoraði 20 stig og hirti 8 fráköst og Mike Dunleavy skoraði 18 stig, hirti 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Loks vann LA Lakers nauman heimasigur á Memphis Grizzlies 100-99 þar sem Lakers liðið varð fyrir áfalli þegar miðherjinn Andrew Bynum þurfti að fara af velli meiddur á hné og ljóst að hann missir af næstu leikjum liðsins. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 37 stig annan leikinn í röð en enginn annar leikmaður liðsins skoraði meira en 10 stig. Mike Miller var stigahæstur hjá Memphis með 27 stig og Pau Gasol skoraði 21 stig, hirti 18 fráköst og gaf 8 stoðsendingar.
NBA Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira