Óvænt úrslit í NBA í nótt 16. janúar 2008 09:19 LeBron James var sjóðandi heitur í nótt og skoraði 51 stig NordicPhotos/GettyImages Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og nokkuð var um óvænt úrslit. LeBron James skoraði 51 stig fyrir Cleveland þegar liðið sigraði Memphis 132-124 í framlengdum leik. James skoraði 25 af þessum stigum sínum í fjórða leikhlutanum og framlengingu og var þetta í fjórða skiptið á ferlinum sem hann skorar 50 stig eða meira. "Það er gaman að ná svona áfanga þegar við vinnum. Hvert einasta stig sem ég skoraði í kvöld skipti máli. Við höfum tapað þegar ég skora 50 stig og þá fannst mér mun minna til þess komið," sagði James eftir leikinn. Hann hirti auk þessa 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Rudy Gay var atkvæðamestur hjá Memphis með 30 stig og 9 fráköst, Pau Gasol skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst og Juan Carlos Navarro skoraði 26 stig af bekknum. Atlanta vann góðan heimasigur á Denver 104-93 þar sem Joe Johnson skoraði 22 stig fyrir heimamenn en Carmelo Anthony setti 36 stig fyrir gestina. Orlando vann auðveldan sigur á Chicago 102-88. Rashard Lewis skoraði 26 stig fyrir Orlando en Joe Smith var stigahæstur hjá gestunum með 13 stig. Detroit skellti Toronto heima 103-89 þar sem Rip Hamilton skoraði 39 stig fyrir Detroit og hitti mjög vel úr skotum sínum (16-22). Chris Bosh var atkvæðamestur hjá gestunum með 16 stig og 11 fráköst. Washington tapaði 105-93 í New York eftir að hafa lagt Boston að velli tvisvar á einni viku. Jamaal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York en Caron Butler setti 24 stig fyrir Washington. Þetta var annar sigur New York í röð og slíkt hefur verið sjaldgæft hjá liðinu í vetur enda aðeins 11 sigrar komnir í hús. Golden State lagði Minnesota á útivelli 105-98 þar sem Baron Davis skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State en Antoine Walker skoraði 26 stig fyrir heimamenn sem hafa aðeins unnið 5 leiki í allan vetur. Óvænt tap hjá PhoenixSam Cassell fór fyrir Clippers liðinu í sigrinum á PhoenixNordicPhotos/GettyImagesPhiladelphia vann óvæntan útisigur á Houston 105-98 og stöðvaði þar með sjö leikja taphrinu. Liðið var á tíma 16 stigum undir í síðari hálfleik en tók mikla rispu í lokin og tryggði sér fyrsta sigurinn á útivelli í sex tilraunum. Andre Miller skoraði 26 stig fyrir Philadelphia en Yao Ming var með 25 stig og 8 fráköst hjá heimamönnum.Þá tapaði Phoenix óvænt fyrir LA Clippers á útivelli 97-90. Clippers liðið hafði tapað fjórum leikjum í röð en það var gamla brýnið Sam Cassell sem tryggði liðinu sigur með 32 stigum og hitti hann úr 15 af 21 skoti sínu í leiknum, gaf 7 stoðsendingar og hirti 6 fráköst. Corey Maggette skoraði 21 stig og Chris Kaman hirti 18 fráköst.Amare Stoudemire skoraði 29 stig og hirti 8 fráköst fyrir Phoenix, Raja Bell skoraði 15 stig, Steve Nash var með 14 stig og 13 stoðsendingar og Shawn Marion skoraði einnig 14 stig og hirti 17 fráköst.Staðan í NBA:Austurdeild:1 BOS 30-6 2 DET 29-10 3 ORL 24-16 4 WAS 20-17 5 CLE 20-18 6 TOR 20-18 7 ATL 17-17 8 NJN 18-19 9 IND 17-22 10 MIL 15-23 11 CHI 14-22 12 PHI 15-24 13 CHA 14-23 14 NYK 11-26 15 MIA 8-28Vesturdeild:1 LAL 26-11 2 SAS 25-11 3 DAL 26-12 4 PHO 26-12 5 NOR 25-12 6 POR 23-14 7 DEN 22-15 8 GSW 23-16 9 UTH 22-17 10 HOU 20-19 11 SAC 15-21 12 LAC 11-23 13 MEM 10-28 14 SEA 9-28 15 MIN 5-32 NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Sjá meira
Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og nokkuð var um óvænt úrslit. LeBron James skoraði 51 stig fyrir Cleveland þegar liðið sigraði Memphis 132-124 í framlengdum leik. James skoraði 25 af þessum stigum sínum í fjórða leikhlutanum og framlengingu og var þetta í fjórða skiptið á ferlinum sem hann skorar 50 stig eða meira. "Það er gaman að ná svona áfanga þegar við vinnum. Hvert einasta stig sem ég skoraði í kvöld skipti máli. Við höfum tapað þegar ég skora 50 stig og þá fannst mér mun minna til þess komið," sagði James eftir leikinn. Hann hirti auk þessa 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Rudy Gay var atkvæðamestur hjá Memphis með 30 stig og 9 fráköst, Pau Gasol skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst og Juan Carlos Navarro skoraði 26 stig af bekknum. Atlanta vann góðan heimasigur á Denver 104-93 þar sem Joe Johnson skoraði 22 stig fyrir heimamenn en Carmelo Anthony setti 36 stig fyrir gestina. Orlando vann auðveldan sigur á Chicago 102-88. Rashard Lewis skoraði 26 stig fyrir Orlando en Joe Smith var stigahæstur hjá gestunum með 13 stig. Detroit skellti Toronto heima 103-89 þar sem Rip Hamilton skoraði 39 stig fyrir Detroit og hitti mjög vel úr skotum sínum (16-22). Chris Bosh var atkvæðamestur hjá gestunum með 16 stig og 11 fráköst. Washington tapaði 105-93 í New York eftir að hafa lagt Boston að velli tvisvar á einni viku. Jamaal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York en Caron Butler setti 24 stig fyrir Washington. Þetta var annar sigur New York í röð og slíkt hefur verið sjaldgæft hjá liðinu í vetur enda aðeins 11 sigrar komnir í hús. Golden State lagði Minnesota á útivelli 105-98 þar sem Baron Davis skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State en Antoine Walker skoraði 26 stig fyrir heimamenn sem hafa aðeins unnið 5 leiki í allan vetur. Óvænt tap hjá PhoenixSam Cassell fór fyrir Clippers liðinu í sigrinum á PhoenixNordicPhotos/GettyImagesPhiladelphia vann óvæntan útisigur á Houston 105-98 og stöðvaði þar með sjö leikja taphrinu. Liðið var á tíma 16 stigum undir í síðari hálfleik en tók mikla rispu í lokin og tryggði sér fyrsta sigurinn á útivelli í sex tilraunum. Andre Miller skoraði 26 stig fyrir Philadelphia en Yao Ming var með 25 stig og 8 fráköst hjá heimamönnum.Þá tapaði Phoenix óvænt fyrir LA Clippers á útivelli 97-90. Clippers liðið hafði tapað fjórum leikjum í röð en það var gamla brýnið Sam Cassell sem tryggði liðinu sigur með 32 stigum og hitti hann úr 15 af 21 skoti sínu í leiknum, gaf 7 stoðsendingar og hirti 6 fráköst. Corey Maggette skoraði 21 stig og Chris Kaman hirti 18 fráköst.Amare Stoudemire skoraði 29 stig og hirti 8 fráköst fyrir Phoenix, Raja Bell skoraði 15 stig, Steve Nash var með 14 stig og 13 stoðsendingar og Shawn Marion skoraði einnig 14 stig og hirti 17 fráköst.Staðan í NBA:Austurdeild:1 BOS 30-6 2 DET 29-10 3 ORL 24-16 4 WAS 20-17 5 CLE 20-18 6 TOR 20-18 7 ATL 17-17 8 NJN 18-19 9 IND 17-22 10 MIL 15-23 11 CHI 14-22 12 PHI 15-24 13 CHA 14-23 14 NYK 11-26 15 MIA 8-28Vesturdeild:1 LAL 26-11 2 SAS 25-11 3 DAL 26-12 4 PHO 26-12 5 NOR 25-12 6 POR 23-14 7 DEN 22-15 8 GSW 23-16 9 UTH 22-17 10 HOU 20-19 11 SAC 15-21 12 LAC 11-23 13 MEM 10-28 14 SEA 9-28 15 MIN 5-32
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Sjá meira