Cleveland vann í San Antonio 18. janúar 2008 09:27 LeBron James var óstöðvandi í San Antonio í nótt NordicPhotos/GettyImages Þrír stórleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar af unnust þrír þeirra á útivelli. Cleveland skellti San Antonio 90-88 á útivelli og hefndi þar fyrir 4-0 tapið í lokaúrslitunum síðasta sumar. Cleveland liðið vann þarna þriðja sigur sinn í röð en forðaði sér naumlega frá því að lenda í framlengingu í þriðja leik sínum af síðustu fjórum. Manu Ginobili hafði tækifæri til að jafna leikinn fyrir San Antonio í lokin en klikkaði. LeBron James skoraði 27 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Cleveland, Zydrunas Ilgauskas skoraði 17 stig og Anderson Varejao skoraði 12 stig og hirti 14 fráköst. Manu Ginobili var stigahæstur hjá San Antonio með 31 stig, Tony Parker skoraði 23 stig og Tim Duncan var með 20 stig og hirti 11 fráköst. Bauluðu á Brown Phoenix endurheimti toppsætið í Vesturdeildinni á ný með góðum 106-98 útisigri á LA Lakers, en Lakers-liðið hafði unnið fyrstu tvær viðureignir liðanna í vetur. Leandro Barbosa skoraði 22 stig, Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 16 fráköst, Boris Diaw skoraði 19 stig og Steve Nash var með 20 stoðsendingar í liði Phoenix. Þetta var áttundi sigur liðsins í síðustu ellefu leikjum. Kobe Bryant var atkvæðamestur heimamanna með 30 stig og Lamar Odom skoraði 19 stig og jafnaði persónulegt met sitt með 19 fráköstum. Aðalumræðuefnið á blaðamannafundinum eftir leikinn var hinsvegar miðherjinn Kwame Brown hjá Lakers, en áhorfendur í Staples Center bauluðu á hann allan síðari hálfleikinn eftir að hann klúðraði opinni troðslu þriðja leikhlutanum og tapaði fjórum af sjö boltum sínum í leiknum. Kobe Bryant var ekki sáttur við viðbrögð áhorfenda. "Þetta var hræðilegt og ef áhorfendur ætla að haga sér svona er betra fyrir þá að vera heldur heima hjá sér. Kwame er viðkvæmur náungi og ef þú baular á hann, gerir það ekkert annað en að brjóta hann niður. Ég er búinn að tala við hann og ég styð hann - hann verður betri í næsta leik," sagði Bryant. Brown yfirgaf Staples Center án þess að ræða við blaðamenn, en hann fær nú það hlutverk að leysa hinn meidda Andrew Bynum af hólmi. Linas Kleiza fór á kostum með Denver í nóttNordicPhotos/GettyImages Metin féllu í Denver Denver vann mikilvægan heimasigur á keppinautum sínum í Norðvesturriðlinum, Utah Jazz 120-109. Litháinn Linas Kleiza hjá Denver átti sinn besta leik á ferlinum þegar hann skoraði 41 stig fyrir heimamenn og hirti 9 fráköst eftir að hafa fengið sæti í byrjunarliðinu í stað Kenyon Martin. "Nú hef ég náð að skora 40 stig á stóra sviðinu. Þetta var sérstakt kvöld og ég á aldrei eftir að gleyma því. Ég vissi að þetta yrði sérstakt kvöld eftir fyrri hálfleikinn," sagði Keiza, sem skoraði 27 stig og var aðeins tveimur stigum frá meti sínu í fyrri hálfleiknum einum saman. Hann var ekki eini Denver leikmaðurinn sem setti persónulegt met í leiknum því miðherjinn Marcus Camby skoraði 24 stig og jafnaði persónuleg met með 24 fráköstum og 11 vörðum skotum. Hann varð aðeins þriðji maðurinn síðan byrjað var að skrá varin skoti í NBA til að hirða 24 fráköst og verja 11 skot í einum leik. Þetta var jafnframt áttundi leikurinn í vetur þar sem Camby hirðir yfir 20 fráköst. Allen Iverson var líka góður í liði Denver og skoraði 28 stig og gaf 9 stoðsendingar og Carmelo Anthony skoraði 23 stig. Deron Williams var skárstur í slöku liði gestanna með 23 stig og 12 stoðsendingar og Carlos Boozer skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst. NBA Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Þrír stórleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar af unnust þrír þeirra á útivelli. Cleveland skellti San Antonio 90-88 á útivelli og hefndi þar fyrir 4-0 tapið í lokaúrslitunum síðasta sumar. Cleveland liðið vann þarna þriðja sigur sinn í röð en forðaði sér naumlega frá því að lenda í framlengingu í þriðja leik sínum af síðustu fjórum. Manu Ginobili hafði tækifæri til að jafna leikinn fyrir San Antonio í lokin en klikkaði. LeBron James skoraði 27 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Cleveland, Zydrunas Ilgauskas skoraði 17 stig og Anderson Varejao skoraði 12 stig og hirti 14 fráköst. Manu Ginobili var stigahæstur hjá San Antonio með 31 stig, Tony Parker skoraði 23 stig og Tim Duncan var með 20 stig og hirti 11 fráköst. Bauluðu á Brown Phoenix endurheimti toppsætið í Vesturdeildinni á ný með góðum 106-98 útisigri á LA Lakers, en Lakers-liðið hafði unnið fyrstu tvær viðureignir liðanna í vetur. Leandro Barbosa skoraði 22 stig, Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 16 fráköst, Boris Diaw skoraði 19 stig og Steve Nash var með 20 stoðsendingar í liði Phoenix. Þetta var áttundi sigur liðsins í síðustu ellefu leikjum. Kobe Bryant var atkvæðamestur heimamanna með 30 stig og Lamar Odom skoraði 19 stig og jafnaði persónulegt met sitt með 19 fráköstum. Aðalumræðuefnið á blaðamannafundinum eftir leikinn var hinsvegar miðherjinn Kwame Brown hjá Lakers, en áhorfendur í Staples Center bauluðu á hann allan síðari hálfleikinn eftir að hann klúðraði opinni troðslu þriðja leikhlutanum og tapaði fjórum af sjö boltum sínum í leiknum. Kobe Bryant var ekki sáttur við viðbrögð áhorfenda. "Þetta var hræðilegt og ef áhorfendur ætla að haga sér svona er betra fyrir þá að vera heldur heima hjá sér. Kwame er viðkvæmur náungi og ef þú baular á hann, gerir það ekkert annað en að brjóta hann niður. Ég er búinn að tala við hann og ég styð hann - hann verður betri í næsta leik," sagði Bryant. Brown yfirgaf Staples Center án þess að ræða við blaðamenn, en hann fær nú það hlutverk að leysa hinn meidda Andrew Bynum af hólmi. Linas Kleiza fór á kostum með Denver í nóttNordicPhotos/GettyImages Metin féllu í Denver Denver vann mikilvægan heimasigur á keppinautum sínum í Norðvesturriðlinum, Utah Jazz 120-109. Litháinn Linas Kleiza hjá Denver átti sinn besta leik á ferlinum þegar hann skoraði 41 stig fyrir heimamenn og hirti 9 fráköst eftir að hafa fengið sæti í byrjunarliðinu í stað Kenyon Martin. "Nú hef ég náð að skora 40 stig á stóra sviðinu. Þetta var sérstakt kvöld og ég á aldrei eftir að gleyma því. Ég vissi að þetta yrði sérstakt kvöld eftir fyrri hálfleikinn," sagði Keiza, sem skoraði 27 stig og var aðeins tveimur stigum frá meti sínu í fyrri hálfleiknum einum saman. Hann var ekki eini Denver leikmaðurinn sem setti persónulegt met í leiknum því miðherjinn Marcus Camby skoraði 24 stig og jafnaði persónuleg met með 24 fráköstum og 11 vörðum skotum. Hann varð aðeins þriðji maðurinn síðan byrjað var að skrá varin skoti í NBA til að hirða 24 fráköst og verja 11 skot í einum leik. Þetta var jafnframt áttundi leikurinn í vetur þar sem Camby hirðir yfir 20 fráköst. Allen Iverson var líka góður í liði Denver og skoraði 28 stig og gaf 9 stoðsendingar og Carmelo Anthony skoraði 23 stig. Deron Williams var skárstur í slöku liði gestanna með 23 stig og 12 stoðsendingar og Carlos Boozer skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst.
NBA Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira