Cleveland vann í San Antonio 18. janúar 2008 09:27 LeBron James var óstöðvandi í San Antonio í nótt NordicPhotos/GettyImages Þrír stórleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar af unnust þrír þeirra á útivelli. Cleveland skellti San Antonio 90-88 á útivelli og hefndi þar fyrir 4-0 tapið í lokaúrslitunum síðasta sumar. Cleveland liðið vann þarna þriðja sigur sinn í röð en forðaði sér naumlega frá því að lenda í framlengingu í þriðja leik sínum af síðustu fjórum. Manu Ginobili hafði tækifæri til að jafna leikinn fyrir San Antonio í lokin en klikkaði. LeBron James skoraði 27 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Cleveland, Zydrunas Ilgauskas skoraði 17 stig og Anderson Varejao skoraði 12 stig og hirti 14 fráköst. Manu Ginobili var stigahæstur hjá San Antonio með 31 stig, Tony Parker skoraði 23 stig og Tim Duncan var með 20 stig og hirti 11 fráköst. Bauluðu á Brown Phoenix endurheimti toppsætið í Vesturdeildinni á ný með góðum 106-98 útisigri á LA Lakers, en Lakers-liðið hafði unnið fyrstu tvær viðureignir liðanna í vetur. Leandro Barbosa skoraði 22 stig, Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 16 fráköst, Boris Diaw skoraði 19 stig og Steve Nash var með 20 stoðsendingar í liði Phoenix. Þetta var áttundi sigur liðsins í síðustu ellefu leikjum. Kobe Bryant var atkvæðamestur heimamanna með 30 stig og Lamar Odom skoraði 19 stig og jafnaði persónulegt met sitt með 19 fráköstum. Aðalumræðuefnið á blaðamannafundinum eftir leikinn var hinsvegar miðherjinn Kwame Brown hjá Lakers, en áhorfendur í Staples Center bauluðu á hann allan síðari hálfleikinn eftir að hann klúðraði opinni troðslu þriðja leikhlutanum og tapaði fjórum af sjö boltum sínum í leiknum. Kobe Bryant var ekki sáttur við viðbrögð áhorfenda. "Þetta var hræðilegt og ef áhorfendur ætla að haga sér svona er betra fyrir þá að vera heldur heima hjá sér. Kwame er viðkvæmur náungi og ef þú baular á hann, gerir það ekkert annað en að brjóta hann niður. Ég er búinn að tala við hann og ég styð hann - hann verður betri í næsta leik," sagði Bryant. Brown yfirgaf Staples Center án þess að ræða við blaðamenn, en hann fær nú það hlutverk að leysa hinn meidda Andrew Bynum af hólmi. Linas Kleiza fór á kostum með Denver í nóttNordicPhotos/GettyImages Metin féllu í Denver Denver vann mikilvægan heimasigur á keppinautum sínum í Norðvesturriðlinum, Utah Jazz 120-109. Litháinn Linas Kleiza hjá Denver átti sinn besta leik á ferlinum þegar hann skoraði 41 stig fyrir heimamenn og hirti 9 fráköst eftir að hafa fengið sæti í byrjunarliðinu í stað Kenyon Martin. "Nú hef ég náð að skora 40 stig á stóra sviðinu. Þetta var sérstakt kvöld og ég á aldrei eftir að gleyma því. Ég vissi að þetta yrði sérstakt kvöld eftir fyrri hálfleikinn," sagði Keiza, sem skoraði 27 stig og var aðeins tveimur stigum frá meti sínu í fyrri hálfleiknum einum saman. Hann var ekki eini Denver leikmaðurinn sem setti persónulegt met í leiknum því miðherjinn Marcus Camby skoraði 24 stig og jafnaði persónuleg met með 24 fráköstum og 11 vörðum skotum. Hann varð aðeins þriðji maðurinn síðan byrjað var að skrá varin skoti í NBA til að hirða 24 fráköst og verja 11 skot í einum leik. Þetta var jafnframt áttundi leikurinn í vetur þar sem Camby hirðir yfir 20 fráköst. Allen Iverson var líka góður í liði Denver og skoraði 28 stig og gaf 9 stoðsendingar og Carmelo Anthony skoraði 23 stig. Deron Williams var skárstur í slöku liði gestanna með 23 stig og 12 stoðsendingar og Carlos Boozer skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst. NBA Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
Þrír stórleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar af unnust þrír þeirra á útivelli. Cleveland skellti San Antonio 90-88 á útivelli og hefndi þar fyrir 4-0 tapið í lokaúrslitunum síðasta sumar. Cleveland liðið vann þarna þriðja sigur sinn í röð en forðaði sér naumlega frá því að lenda í framlengingu í þriðja leik sínum af síðustu fjórum. Manu Ginobili hafði tækifæri til að jafna leikinn fyrir San Antonio í lokin en klikkaði. LeBron James skoraði 27 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Cleveland, Zydrunas Ilgauskas skoraði 17 stig og Anderson Varejao skoraði 12 stig og hirti 14 fráköst. Manu Ginobili var stigahæstur hjá San Antonio með 31 stig, Tony Parker skoraði 23 stig og Tim Duncan var með 20 stig og hirti 11 fráköst. Bauluðu á Brown Phoenix endurheimti toppsætið í Vesturdeildinni á ný með góðum 106-98 útisigri á LA Lakers, en Lakers-liðið hafði unnið fyrstu tvær viðureignir liðanna í vetur. Leandro Barbosa skoraði 22 stig, Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 16 fráköst, Boris Diaw skoraði 19 stig og Steve Nash var með 20 stoðsendingar í liði Phoenix. Þetta var áttundi sigur liðsins í síðustu ellefu leikjum. Kobe Bryant var atkvæðamestur heimamanna með 30 stig og Lamar Odom skoraði 19 stig og jafnaði persónulegt met sitt með 19 fráköstum. Aðalumræðuefnið á blaðamannafundinum eftir leikinn var hinsvegar miðherjinn Kwame Brown hjá Lakers, en áhorfendur í Staples Center bauluðu á hann allan síðari hálfleikinn eftir að hann klúðraði opinni troðslu þriðja leikhlutanum og tapaði fjórum af sjö boltum sínum í leiknum. Kobe Bryant var ekki sáttur við viðbrögð áhorfenda. "Þetta var hræðilegt og ef áhorfendur ætla að haga sér svona er betra fyrir þá að vera heldur heima hjá sér. Kwame er viðkvæmur náungi og ef þú baular á hann, gerir það ekkert annað en að brjóta hann niður. Ég er búinn að tala við hann og ég styð hann - hann verður betri í næsta leik," sagði Bryant. Brown yfirgaf Staples Center án þess að ræða við blaðamenn, en hann fær nú það hlutverk að leysa hinn meidda Andrew Bynum af hólmi. Linas Kleiza fór á kostum með Denver í nóttNordicPhotos/GettyImages Metin féllu í Denver Denver vann mikilvægan heimasigur á keppinautum sínum í Norðvesturriðlinum, Utah Jazz 120-109. Litháinn Linas Kleiza hjá Denver átti sinn besta leik á ferlinum þegar hann skoraði 41 stig fyrir heimamenn og hirti 9 fráköst eftir að hafa fengið sæti í byrjunarliðinu í stað Kenyon Martin. "Nú hef ég náð að skora 40 stig á stóra sviðinu. Þetta var sérstakt kvöld og ég á aldrei eftir að gleyma því. Ég vissi að þetta yrði sérstakt kvöld eftir fyrri hálfleikinn," sagði Keiza, sem skoraði 27 stig og var aðeins tveimur stigum frá meti sínu í fyrri hálfleiknum einum saman. Hann var ekki eini Denver leikmaðurinn sem setti persónulegt met í leiknum því miðherjinn Marcus Camby skoraði 24 stig og jafnaði persónuleg met með 24 fráköstum og 11 vörðum skotum. Hann varð aðeins þriðji maðurinn síðan byrjað var að skrá varin skoti í NBA til að hirða 24 fráköst og verja 11 skot í einum leik. Þetta var jafnframt áttundi leikurinn í vetur þar sem Camby hirðir yfir 20 fráköst. Allen Iverson var líka góður í liði Denver og skoraði 28 stig og gaf 9 stoðsendingar og Carmelo Anthony skoraði 23 stig. Deron Williams var skárstur í slöku liði gestanna með 23 stig og 12 stoðsendingar og Carlos Boozer skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst.
NBA Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira