Saksóknari vill Einar Jökul í 12 ára fangelsi Andri Ólafsson skrifar 31. janúar 2008 16:02 Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari Fram kom í máli Kolbrúnar Sævarsdóttur saksóknara í Fáskrúðsfjarðarmálinu í dag að ákæruvaldið fer fram á að héraðsdómur dæmi Einar Jökul Einarsson, skipuleggjanda smyglsins, í 12 ára fangelsi. Það er hámarksrefsing fyrir fíkniefnabrot. Það hefur aðeins einu sinni áður gerst að maður fái hámarksrefsingu en það var þegar Þjóðverjinn Kurt Wellner var dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir innflutning á um 40 þúsund e-töflum. Sá dómur var reyndar lækkaður í hæstarétti. Allir verjendur sexmenninganna í Fáskrúðsfjarðarmálinu, fyrir utan einn, krefjast þess að skjólstæðingar þeirra verði dæmdir til vægustu refsingar sem lög leyfa. Nokkrir þeirra gagnrýndu harða dóma í fíkniefnamálum undanfarin ár og vöruðu Guðjón St. Marteinsson við því að sprengja rammann og dæma sakborninganna til hámarksrefsingar. "Hvað eigum við að gera ef einhver næst með 100 kíló, eða 200? Það hlýtur að koma að því. Hversu þunga dóma eiga þeir menn að fá," spurði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Einars Jökuls. Hún sagði enga skynsemi í því að þeir sem flytja inn eiturlyf svipað háa dóma og þeir sem dæmdir eru fyrir mannsdráp. Og miklu hærri dóma en þeir fremja kynferðisbrot. Því til stuðnings benti Guðrún Sesselja á nýlegan fimm ára fangelsisdóm yfir tveimur Litháum sem gerðust sekir um hrottalega nauðgunartilraun í húsasundi við Laugaveg. Sá dómur hefði verið talinn til marks um að dómar í kynferðisbrotum væri að þyngjast, en dómurinn beinlínis bliknar í samanburði við þau tólf ár sem saksóknari krefst í Fáskrúðsfjarðarmálinu. Pólstjörnumálið Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira
Fram kom í máli Kolbrúnar Sævarsdóttur saksóknara í Fáskrúðsfjarðarmálinu í dag að ákæruvaldið fer fram á að héraðsdómur dæmi Einar Jökul Einarsson, skipuleggjanda smyglsins, í 12 ára fangelsi. Það er hámarksrefsing fyrir fíkniefnabrot. Það hefur aðeins einu sinni áður gerst að maður fái hámarksrefsingu en það var þegar Þjóðverjinn Kurt Wellner var dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir innflutning á um 40 þúsund e-töflum. Sá dómur var reyndar lækkaður í hæstarétti. Allir verjendur sexmenninganna í Fáskrúðsfjarðarmálinu, fyrir utan einn, krefjast þess að skjólstæðingar þeirra verði dæmdir til vægustu refsingar sem lög leyfa. Nokkrir þeirra gagnrýndu harða dóma í fíkniefnamálum undanfarin ár og vöruðu Guðjón St. Marteinsson við því að sprengja rammann og dæma sakborninganna til hámarksrefsingar. "Hvað eigum við að gera ef einhver næst með 100 kíló, eða 200? Það hlýtur að koma að því. Hversu þunga dóma eiga þeir menn að fá," spurði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Einars Jökuls. Hún sagði enga skynsemi í því að þeir sem flytja inn eiturlyf svipað háa dóma og þeir sem dæmdir eru fyrir mannsdráp. Og miklu hærri dóma en þeir fremja kynferðisbrot. Því til stuðnings benti Guðrún Sesselja á nýlegan fimm ára fangelsisdóm yfir tveimur Litháum sem gerðust sekir um hrottalega nauðgunartilraun í húsasundi við Laugaveg. Sá dómur hefði verið talinn til marks um að dómar í kynferðisbrotum væri að þyngjast, en dómurinn beinlínis bliknar í samanburði við þau tólf ár sem saksóknari krefst í Fáskrúðsfjarðarmálinu.
Pólstjörnumálið Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira