Saksóknari vill Einar Jökul í 12 ára fangelsi Andri Ólafsson skrifar 31. janúar 2008 16:02 Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari Fram kom í máli Kolbrúnar Sævarsdóttur saksóknara í Fáskrúðsfjarðarmálinu í dag að ákæruvaldið fer fram á að héraðsdómur dæmi Einar Jökul Einarsson, skipuleggjanda smyglsins, í 12 ára fangelsi. Það er hámarksrefsing fyrir fíkniefnabrot. Það hefur aðeins einu sinni áður gerst að maður fái hámarksrefsingu en það var þegar Þjóðverjinn Kurt Wellner var dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir innflutning á um 40 þúsund e-töflum. Sá dómur var reyndar lækkaður í hæstarétti. Allir verjendur sexmenninganna í Fáskrúðsfjarðarmálinu, fyrir utan einn, krefjast þess að skjólstæðingar þeirra verði dæmdir til vægustu refsingar sem lög leyfa. Nokkrir þeirra gagnrýndu harða dóma í fíkniefnamálum undanfarin ár og vöruðu Guðjón St. Marteinsson við því að sprengja rammann og dæma sakborninganna til hámarksrefsingar. "Hvað eigum við að gera ef einhver næst með 100 kíló, eða 200? Það hlýtur að koma að því. Hversu þunga dóma eiga þeir menn að fá," spurði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Einars Jökuls. Hún sagði enga skynsemi í því að þeir sem flytja inn eiturlyf svipað háa dóma og þeir sem dæmdir eru fyrir mannsdráp. Og miklu hærri dóma en þeir fremja kynferðisbrot. Því til stuðnings benti Guðrún Sesselja á nýlegan fimm ára fangelsisdóm yfir tveimur Litháum sem gerðust sekir um hrottalega nauðgunartilraun í húsasundi við Laugaveg. Sá dómur hefði verið talinn til marks um að dómar í kynferðisbrotum væri að þyngjast, en dómurinn beinlínis bliknar í samanburði við þau tólf ár sem saksóknari krefst í Fáskrúðsfjarðarmálinu. Pólstjörnumálið Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira
Fram kom í máli Kolbrúnar Sævarsdóttur saksóknara í Fáskrúðsfjarðarmálinu í dag að ákæruvaldið fer fram á að héraðsdómur dæmi Einar Jökul Einarsson, skipuleggjanda smyglsins, í 12 ára fangelsi. Það er hámarksrefsing fyrir fíkniefnabrot. Það hefur aðeins einu sinni áður gerst að maður fái hámarksrefsingu en það var þegar Þjóðverjinn Kurt Wellner var dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir innflutning á um 40 þúsund e-töflum. Sá dómur var reyndar lækkaður í hæstarétti. Allir verjendur sexmenninganna í Fáskrúðsfjarðarmálinu, fyrir utan einn, krefjast þess að skjólstæðingar þeirra verði dæmdir til vægustu refsingar sem lög leyfa. Nokkrir þeirra gagnrýndu harða dóma í fíkniefnamálum undanfarin ár og vöruðu Guðjón St. Marteinsson við því að sprengja rammann og dæma sakborninganna til hámarksrefsingar. "Hvað eigum við að gera ef einhver næst með 100 kíló, eða 200? Það hlýtur að koma að því. Hversu þunga dóma eiga þeir menn að fá," spurði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Einars Jökuls. Hún sagði enga skynsemi í því að þeir sem flytja inn eiturlyf svipað háa dóma og þeir sem dæmdir eru fyrir mannsdráp. Og miklu hærri dóma en þeir fremja kynferðisbrot. Því til stuðnings benti Guðrún Sesselja á nýlegan fimm ára fangelsisdóm yfir tveimur Litháum sem gerðust sekir um hrottalega nauðgunartilraun í húsasundi við Laugaveg. Sá dómur hefði verið talinn til marks um að dómar í kynferðisbrotum væri að þyngjast, en dómurinn beinlínis bliknar í samanburði við þau tólf ár sem saksóknari krefst í Fáskrúðsfjarðarmálinu.
Pólstjörnumálið Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira