Stjörnuliðin í NBA klár 1. febrúar 2008 01:13 Chris Paul og David West hafa ástæðu til að brosa, enda á leið í sinn fyrsta stjörnuleik Nordic Photos / Getty Images Í nótt var tilkynnt hvaða leikmenn verða varamenn í stjörnuleiknum í NBA deildinni sem fram fer í New Orleans þann 17. febrúar. Áður var búið að tilkynna byrjunarliðsmennina og því er komið á hreint hverjir hljóta þann heiður að taka þátt í leiknum. Valið að þessu sinni var nokkuð tvísýnt, sérstaklega í Vesturdeildinni, þar sem margir sterkir leikmenn verða að sætta sig við að sitja heima á þessum stærsta einstaka viðburði ársins í NBA deildinni. Það eru stuðningsmennirnir sjálfir sem sjá um að velja byrjunarliðsmennina í kosningu á netinu, en þjálfarar í deildinni sjá um valið á varamönnunum. Í Austurdeildinni var þegar búið að velja þá Jason Kidd, Dwyane Wade, LeBron James, Kevin Garnett og Dwight Howard í byrjunarlið. Varamenn í Austurdeildinni verða þeir Chris Bosh frá Toronto, Joe Johnson frá Atlanta, Paul Pierce frá Boston, Caron Butler og Antawn Jamison frá Washington og Chauncey Billups og Richard Hamilton frá Detroit. Það sem helst ber til tíðinda af valinu á liði Austurdeildarinnar er að þar er enginn Shaquille O´Neal sem hafði verið valinn í stjörnulið 14 ár í röð. Aðeins Lakers-goðsögnin Jerry West og Karl Malone höfðu verið valdir svo oft í röð í stjörnulið á ferlinum. Enginn eiginlegur miðherji var á meðal varamanna í austurliðinu og segja má að Chris Bosh gegni því hlutverki. Sumir höfðu vonast eftir því að sjá Hedo Turkoglu frá Orlando í austurliðinu en hann hlaut ekki náð fyrir augum þjálfara að þessu sinni. Sömu sögu var að segja um Ray Allen hjá Boston, Jose Calderon hjá Toronto, Michael Redd hjá Milwaukee og þá Vince Carter og Richard Jefferson hjá New Jersey svo einhverjir séu nefndir. Þröngt á þingi í VesturdeildinniTim Duncan er eini maðurinn úr þríeyki meistara San Antonio sem fær sæti í stjörnuliði VesturdeildarinnarNordicPhotos/GettyImagesValið á úrvalsliði Vesturdeildarinnar var öllu meiri höfðuverkur fyrir þjálfara, enda komu þar miklu fleiri leikmenn til greina í stjörnuleikinn.Byrjunarliðið í Vesturdeildinni er skipað þeim Allen Iverson, Kobe Bryant, Carmelo Anthony, Tim Duncan og Yao Ming.Varamennirnir sem valdir voru í nótt eru Steve Nash og Amare Stoudemire hjá Phoenix, Carlos Boozer frá Utah, Brandon Roy frá Portland sem valinn var í fyrsta sinn á ferlinum, Dirk Nowitzki frá Dallas og þeir Chris Paul og David West frá spútnikliði New Orleans.Það var því ekkert pláss fyrir leikmenn eins og Manu Ginobili og Tony Parker frá San Antonio, Deron Williams frá Utah, Al Jefferson frá Minnesota, Josh Howard frá Dallas, Shawn Marion frá Phoenix og Baron Davis og Stephen Jackson frá Golden State. Allir þessir menn hafa átt frábær tímabil með liðum sínum og eru eflaust súrir yfir því að fá ekki að taka þátt.Þeir Chris Paul og David West frá New Orleans eru að taka þátt í sínum fyrsta stjörnuleik og fer vel á því þar sem viðburðurinn verður haldinn á heimavelli þeirra í New Orleans. Einnig stefnir í það að þjálfari þeirra, Byron Scott, fái það hlutskipti að þjálfa vesturliðið og það er tryggt ef liðið vinnur einn leik í viðbót fram að stjörnuleiknum - eða ef Dallas tapar einum af þeim tveimur leikjum sem liðið á eftir. NBA Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Sjá meira
Í nótt var tilkynnt hvaða leikmenn verða varamenn í stjörnuleiknum í NBA deildinni sem fram fer í New Orleans þann 17. febrúar. Áður var búið að tilkynna byrjunarliðsmennina og því er komið á hreint hverjir hljóta þann heiður að taka þátt í leiknum. Valið að þessu sinni var nokkuð tvísýnt, sérstaklega í Vesturdeildinni, þar sem margir sterkir leikmenn verða að sætta sig við að sitja heima á þessum stærsta einstaka viðburði ársins í NBA deildinni. Það eru stuðningsmennirnir sjálfir sem sjá um að velja byrjunarliðsmennina í kosningu á netinu, en þjálfarar í deildinni sjá um valið á varamönnunum. Í Austurdeildinni var þegar búið að velja þá Jason Kidd, Dwyane Wade, LeBron James, Kevin Garnett og Dwight Howard í byrjunarlið. Varamenn í Austurdeildinni verða þeir Chris Bosh frá Toronto, Joe Johnson frá Atlanta, Paul Pierce frá Boston, Caron Butler og Antawn Jamison frá Washington og Chauncey Billups og Richard Hamilton frá Detroit. Það sem helst ber til tíðinda af valinu á liði Austurdeildarinnar er að þar er enginn Shaquille O´Neal sem hafði verið valinn í stjörnulið 14 ár í röð. Aðeins Lakers-goðsögnin Jerry West og Karl Malone höfðu verið valdir svo oft í röð í stjörnulið á ferlinum. Enginn eiginlegur miðherji var á meðal varamanna í austurliðinu og segja má að Chris Bosh gegni því hlutverki. Sumir höfðu vonast eftir því að sjá Hedo Turkoglu frá Orlando í austurliðinu en hann hlaut ekki náð fyrir augum þjálfara að þessu sinni. Sömu sögu var að segja um Ray Allen hjá Boston, Jose Calderon hjá Toronto, Michael Redd hjá Milwaukee og þá Vince Carter og Richard Jefferson hjá New Jersey svo einhverjir séu nefndir. Þröngt á þingi í VesturdeildinniTim Duncan er eini maðurinn úr þríeyki meistara San Antonio sem fær sæti í stjörnuliði VesturdeildarinnarNordicPhotos/GettyImagesValið á úrvalsliði Vesturdeildarinnar var öllu meiri höfðuverkur fyrir þjálfara, enda komu þar miklu fleiri leikmenn til greina í stjörnuleikinn.Byrjunarliðið í Vesturdeildinni er skipað þeim Allen Iverson, Kobe Bryant, Carmelo Anthony, Tim Duncan og Yao Ming.Varamennirnir sem valdir voru í nótt eru Steve Nash og Amare Stoudemire hjá Phoenix, Carlos Boozer frá Utah, Brandon Roy frá Portland sem valinn var í fyrsta sinn á ferlinum, Dirk Nowitzki frá Dallas og þeir Chris Paul og David West frá spútnikliði New Orleans.Það var því ekkert pláss fyrir leikmenn eins og Manu Ginobili og Tony Parker frá San Antonio, Deron Williams frá Utah, Al Jefferson frá Minnesota, Josh Howard frá Dallas, Shawn Marion frá Phoenix og Baron Davis og Stephen Jackson frá Golden State. Allir þessir menn hafa átt frábær tímabil með liðum sínum og eru eflaust súrir yfir því að fá ekki að taka þátt.Þeir Chris Paul og David West frá New Orleans eru að taka þátt í sínum fyrsta stjörnuleik og fer vel á því þar sem viðburðurinn verður haldinn á heimavelli þeirra í New Orleans. Einnig stefnir í það að þjálfari þeirra, Byron Scott, fái það hlutskipti að þjálfa vesturliðið og það er tryggt ef liðið vinnur einn leik í viðbót fram að stjörnuleiknum - eða ef Dallas tapar einum af þeim tveimur leikjum sem liðið á eftir.
NBA Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Sjá meira