Bryant skoraði 46 stig gegn Toronto 2. febrúar 2008 13:23 Kobe Bryant skoraði 46 stig gegn Toronto í nótt, en margir muna eftir því þegar hann skoraði 81 stig gegn liðinu fyrir tveimur árum eða svo Nordic Photos / Getty Images Kobe Bryant virðist finna sig vel þegar hann spilar við Toronto í NBA deildinni en í nótt skoraði hann 46 stig þegar LA Lakers vann góðan útisigur á Kanadaliðinu 121-101. Bryant hélt sannkallaða sýningu í leiknum og tróð hvað eftir annað yfir leikmenn Toronto sem réðu ekkert við hann. Það var engu líkara en Bryant tvíefldist við að heyra tíðindi gærkvöldsins þegar ljóst var að Lakers væri að fá til sín Spánverjann stóra Pau Gasol frá Memphis. Andrea Bargnani var stigahæstur hjá Toronto með 28 stig. Utah vann sjöunda leikinn í röð þegar það skellti Washington á útivelli 96-87. Mehmet Okur skoraði 27 stig og hirti 11 fráköst fyrir Utah en Antawn Jamison skoraði 31 stig fyrir Washington. New Orleans tapaði öðrum leik sínum í röð þegar það lá fyrir Sacramento á útivelli 112-103. Ron Artest skoraði 24 stig fyrir Sacramento en Peja Stojakovic var stigahæstur hjá New Orleans með 25 stig gegn sínum gömlu félögum. Portland vann nauman heimasigur á New York eftir framlengingu 94-88. Brandon Roy var með þrennu hjá Portland, skoraði 20 stig, hirti 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Houston vann nauman útisigur á Indiana 106-103 með 22 stigum frá Carl Landry sem var persónulegt met. Danny Granger skoraði 22 fyrir Indiana. Orlando lagði Philadelphia 108-106 þar sem Hedo Turkoglu skoraði 23 stig fyrir Orlando og tryggði sigurinn á vítalínunni. Andre Miller var með 23 stig og 11 stoðsendingar fyrir Philadelphia. New Jersey lagði Miami á útivelli 94-85 og tryggði að Miami er nú með lélegasta árangur allra liða í deildinni - aðeins 9 sigra og 36 töp. Richard Jefferson skoraði 25 stig fyrir New Jersey en Dwyane Wade skoraði 15 stig fyrir Miami. Minnesota lagði meiðslum hrjáð lið LA Clippers 104-83. Al Jefferson skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst fyrir heimamenn en Sam Cassell skoraði 17 stig fyrir Clippers. Loks vann Golden State auðveldan sigur á Charlotte á heimavelli 127-96 þar sem Jason Richardson spilaði sinn fyrsta leik með Charlotte á gamla heimavellinum sínum í Oakland. Monta Ellis skoraði 21 stig fyrir Golden State en Emeka Okafor skoraði 20 stig og hirti 18 fráköst fyrir Charlotte. NBA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Sjá meira
Kobe Bryant virðist finna sig vel þegar hann spilar við Toronto í NBA deildinni en í nótt skoraði hann 46 stig þegar LA Lakers vann góðan útisigur á Kanadaliðinu 121-101. Bryant hélt sannkallaða sýningu í leiknum og tróð hvað eftir annað yfir leikmenn Toronto sem réðu ekkert við hann. Það var engu líkara en Bryant tvíefldist við að heyra tíðindi gærkvöldsins þegar ljóst var að Lakers væri að fá til sín Spánverjann stóra Pau Gasol frá Memphis. Andrea Bargnani var stigahæstur hjá Toronto með 28 stig. Utah vann sjöunda leikinn í röð þegar það skellti Washington á útivelli 96-87. Mehmet Okur skoraði 27 stig og hirti 11 fráköst fyrir Utah en Antawn Jamison skoraði 31 stig fyrir Washington. New Orleans tapaði öðrum leik sínum í röð þegar það lá fyrir Sacramento á útivelli 112-103. Ron Artest skoraði 24 stig fyrir Sacramento en Peja Stojakovic var stigahæstur hjá New Orleans með 25 stig gegn sínum gömlu félögum. Portland vann nauman heimasigur á New York eftir framlengingu 94-88. Brandon Roy var með þrennu hjá Portland, skoraði 20 stig, hirti 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Houston vann nauman útisigur á Indiana 106-103 með 22 stigum frá Carl Landry sem var persónulegt met. Danny Granger skoraði 22 fyrir Indiana. Orlando lagði Philadelphia 108-106 þar sem Hedo Turkoglu skoraði 23 stig fyrir Orlando og tryggði sigurinn á vítalínunni. Andre Miller var með 23 stig og 11 stoðsendingar fyrir Philadelphia. New Jersey lagði Miami á útivelli 94-85 og tryggði að Miami er nú með lélegasta árangur allra liða í deildinni - aðeins 9 sigra og 36 töp. Richard Jefferson skoraði 25 stig fyrir New Jersey en Dwyane Wade skoraði 15 stig fyrir Miami. Minnesota lagði meiðslum hrjáð lið LA Clippers 104-83. Al Jefferson skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst fyrir heimamenn en Sam Cassell skoraði 17 stig fyrir Clippers. Loks vann Golden State auðveldan sigur á Charlotte á heimavelli 127-96 þar sem Jason Richardson spilaði sinn fyrsta leik með Charlotte á gamla heimavellinum sínum í Oakland. Monta Ellis skoraði 21 stig fyrir Golden State en Emeka Okafor skoraði 20 stig og hirti 18 fráköst fyrir Charlotte.
NBA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Sjá meira