Microsoft vill kaupa Yahoo 2. febrúar 2008 15:54 MYND/AP Fyrirtækin Microsoft og Yahoo eru bæði í samkeppni við leiðandi leitarvélarisann Google. Nú hefur Microsoft boðist til að kaupa Yahoo með peningum og hlutabréfum á tæplega þrjú þúsund milljarða íslenskra króna eða 44,6 milljarða dollara. Tilboðið hljóðar í raun upp á 31 dollara á hlut og stukku bréf í Yahoo upp í 30 dollara og 75 sent í viðskiptum fyrir opnun markaða í Bandaríkjunum. Tilboðið var sett fram í bréfi til stjórnar Yahoo og er 62 prósent yfir markaðsvirði fyrirtækisins við lokun markaða á fimmtudag. Yahoo tilkynnti fyrr í vikunni um minni hagnað en gert var ráð fyrir og sagði nauðsynlegt að eyða 19,5 milljarði íslenskra króna til að reyna að endurlífga fyrirtækið. Á síðustu árum hefur samkeppnin við Google verið hörð barátta en Google er einnig í samkeppni við Microsoft. Kevin Johnson hjá Microsoft sagði á viðskiptavef BBC að samruni fyrirtækjanna tveggja myndi skapa heild sem stæði betur í samkeppni við Google. Markaðnum fyrir vefleit og auglýsingar væri meira og minna stjórnað af einum aðila. Yahoo staðfesti að hafa fengið tilboð og sagði að stjórnin myndi skoða það vandlega í tengslum við áætlanir fyrirtækisins og langtímafjárfestingar hluthafa. Ef af kaupunum verður munu samkeppnisyfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum að öllum líkindum rannsaka sameininguna. Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fyrirtækin Microsoft og Yahoo eru bæði í samkeppni við leiðandi leitarvélarisann Google. Nú hefur Microsoft boðist til að kaupa Yahoo með peningum og hlutabréfum á tæplega þrjú þúsund milljarða íslenskra króna eða 44,6 milljarða dollara. Tilboðið hljóðar í raun upp á 31 dollara á hlut og stukku bréf í Yahoo upp í 30 dollara og 75 sent í viðskiptum fyrir opnun markaða í Bandaríkjunum. Tilboðið var sett fram í bréfi til stjórnar Yahoo og er 62 prósent yfir markaðsvirði fyrirtækisins við lokun markaða á fimmtudag. Yahoo tilkynnti fyrr í vikunni um minni hagnað en gert var ráð fyrir og sagði nauðsynlegt að eyða 19,5 milljarði íslenskra króna til að reyna að endurlífga fyrirtækið. Á síðustu árum hefur samkeppnin við Google verið hörð barátta en Google er einnig í samkeppni við Microsoft. Kevin Johnson hjá Microsoft sagði á viðskiptavef BBC að samruni fyrirtækjanna tveggja myndi skapa heild sem stæði betur í samkeppni við Google. Markaðnum fyrir vefleit og auglýsingar væri meira og minna stjórnað af einum aðila. Yahoo staðfesti að hafa fengið tilboð og sagði að stjórnin myndi skoða það vandlega í tengslum við áætlanir fyrirtækisins og langtímafjárfestingar hluthafa. Ef af kaupunum verður munu samkeppnisyfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum að öllum líkindum rannsaka sameininguna.
Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira