Óvæntur sigur New York Giants Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2008 09:15 Eli Manning fagnar eftir að Plaxico Burress skoraði sigurmark leiksins í gær. Nordic Photos / Getty Images Einhver óvæntustu úrslit í sögu úrslitaleik NFL-deildarinnar áttu sér stað þegar að New York Giants vann sigur á New England Patriots í æsispennandi leik, 17-14. Fyrir leikinn var New England búið að vinna alla sína átján leiki á tímabilinu en engu liði hefur tekist að vinna nítján leiki á einu og sama tímabilinu. Flestir bjuggust við öruggum sigri New England í nótt. Tom Brady, leikstjórnandi liðsins, hefur átt frábæru gengi að fagna og hefur unnið þrjá meistaratitla á undanförnum sex árum með félaginu. En þökk sé frábærum varnarleik og útsjónarsemi Eli Manning, leikstjórnanda, vann New York sinn fyrsta meistaratitil í NFL-deildinni síðan 1991. Leikurinn byrjaði á því að Lawrence Tynes skoraði vallarmark fyrir New York eftir tíu mínútna langa sókn í fyrsta leikhkluta. Sóknin var sú lengsta í sögu Superbowl-leiksins. En New England svaraði fyrir sig með því að skora snertimark í upphafi annars leikhluta og breyta stöðunni í 7-3. Ekkert var skorað það sem eftir lifði hálfleiksins og liðin náðu ekki heldur að skora í þriðja leikhluta. Varnarleikur beggja liða fékk að njóta sín mikið á þessum leikkafla. Fjórði leikhluti var hins vegar æsilegur. David Tyree kom New York yfir með snertimarki með sókn sem taldi 80 metra og sex leikkerfi. New England svaraði með öðru snertimarki, í þetta sinn frá Randy Moss. Aftur var sóknin 80 metra löng en taldi nú tólf leikerfi. Staðan var því orðin 14-10 fyrir New England. New York fékk aftur boltann þegar um tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum. Engu að síður náði liðið að keyra tólf kerfi á þeim tíma og keyra boltann áfram um 83 metra á tveimur mínútum og tíu sekúndum. Eli Manning átti frábæra takta í fjórða leikhluta og kórónaði svo frammistöðuna með því að finna Plaxico Burress af þrettán metra færi til að skora síðasta snertimark leiksins og tryggja New York sigur, 17-14. New England fékk hálfa mínútu til að reyna að skora aftur en Tom Brady hafði ekki erindi sem erfiði. Það kom fáum á óvart að Eli Manning var valinn maður leiksins og fetaði hann þar með í fótspor bróður síns, Peyton, sem hlaut sömu viðurkenningu í fyrra. Erlendar Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Einhver óvæntustu úrslit í sögu úrslitaleik NFL-deildarinnar áttu sér stað þegar að New York Giants vann sigur á New England Patriots í æsispennandi leik, 17-14. Fyrir leikinn var New England búið að vinna alla sína átján leiki á tímabilinu en engu liði hefur tekist að vinna nítján leiki á einu og sama tímabilinu. Flestir bjuggust við öruggum sigri New England í nótt. Tom Brady, leikstjórnandi liðsins, hefur átt frábæru gengi að fagna og hefur unnið þrjá meistaratitla á undanförnum sex árum með félaginu. En þökk sé frábærum varnarleik og útsjónarsemi Eli Manning, leikstjórnanda, vann New York sinn fyrsta meistaratitil í NFL-deildinni síðan 1991. Leikurinn byrjaði á því að Lawrence Tynes skoraði vallarmark fyrir New York eftir tíu mínútna langa sókn í fyrsta leikhkluta. Sóknin var sú lengsta í sögu Superbowl-leiksins. En New England svaraði fyrir sig með því að skora snertimark í upphafi annars leikhluta og breyta stöðunni í 7-3. Ekkert var skorað það sem eftir lifði hálfleiksins og liðin náðu ekki heldur að skora í þriðja leikhluta. Varnarleikur beggja liða fékk að njóta sín mikið á þessum leikkafla. Fjórði leikhluti var hins vegar æsilegur. David Tyree kom New York yfir með snertimarki með sókn sem taldi 80 metra og sex leikkerfi. New England svaraði með öðru snertimarki, í þetta sinn frá Randy Moss. Aftur var sóknin 80 metra löng en taldi nú tólf leikerfi. Staðan var því orðin 14-10 fyrir New England. New York fékk aftur boltann þegar um tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum. Engu að síður náði liðið að keyra tólf kerfi á þeim tíma og keyra boltann áfram um 83 metra á tveimur mínútum og tíu sekúndum. Eli Manning átti frábæra takta í fjórða leikhluta og kórónaði svo frammistöðuna með því að finna Plaxico Burress af þrettán metra færi til að skora síðasta snertimark leiksins og tryggja New York sigur, 17-14. New England fékk hálfa mínútu til að reyna að skora aftur en Tom Brady hafði ekki erindi sem erfiði. Það kom fáum á óvart að Eli Manning var valinn maður leiksins og fetaði hann þar með í fótspor bróður síns, Peyton, sem hlaut sömu viðurkenningu í fyrra.
Erlendar Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira