Fótbolti

Ármann Smári frá í sex vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ármann Smári Björnsson í leik með Brann.
Ármann Smári Björnsson í leik með Brann. Nordic Photos / Getty Images

Ármann Smári var fluttur í flýti aftur til Noregs í byrjun vikunnar og gekkst hann í gær undir aðgerð vegna brjósklos í baki.

Hann var staddur ásamt félögum sínum í æfingabúðum á La Manga á Spáni. Hann kvartaði undan verkjum í fæti og eftir komuna til Noregs kom í ljós hvers eðlis málið var.

Það kom mönnum á óvart að bakmeiðsli væri ástæðan fyrir verkjum í fæti og að hann hefði þurft að leggjast undir hnífinn.

„Þetta kom mér svolítið á óvart," sagði Ármann Smári við heimasíðu Brann eftir að aðgerðinni lauk. „Ég var með verki í fæti en ekki í baki. En ég er núna fyrst og fremst glaður að vandamálið fannst."

Hann verður frá næstu sex vikurnar vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×