Hálft ár í Ólympíuleikana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. febrúar 2008 12:49 Ólympíuleikvangurinn í Peking er glæsilegt mannvirki. Nordic Photos / Getty Images Nú er hálft ár í að Ólympíuleikarnir í Peking verða settir þann 8. ágúst næstkomandi. Íslendingar fagna 100 ára þátttökuafmæli á leikunum í ár. Ísland sendi íþróttamenn fyrst á Ólympíuleika þegar þeir fóru fram í Lundúnum árið 1908. Á þeim tíma hafa íslenskir íþróttamenn þrívegis unnið til verðlauna. Vilhjálmur Einarsson hlaut silfur í þrístökki í Melbourne árið 1956, Bjarni Friðriksson brons í júdó árið 1984 og Vala Flosadóttir gull í stangarstökki í Sydney árið 2000. Eitt helsta umræðuefnið í kringum Ólympíuleikana í ár tengjast þó íþróttum ekki neitt. Alþjóðlega Ólympíunefndin hefur helst verið gagnrýnd fyrir að veita Kínverjum leikana þar sem margir telja að mannréttindi séu ekki í hávegum höfð þar í landi. „Við erum jafn stolt af þessari ákvörðun í dag og við vorum þegar hún var tekin," sagði Giselle Davies, talsmaður nefndarinnar, í samtali við BBC. „Það hefur verið sagt frá þessum áhyggjum í fjölmiðlum undanfarið en í ágúst, þegar Ólympíuleikarnir fara fram, mun allur heimurinn fylgjast með leikunum og 20 þúsund fulltrúar fjölmiðla verða á staðnum." „Það gerir heiminum kleift að skoða Peking og kínverska samfélagið í heild sinni. Okkur finnst það jákvætt og ég held að það verði til þess að meiri skilningur ríki gagnvart Kína." „Ef eitthvað mál kemur upp í tengslum við leikana sem okkur finnst ekki samræmast okkar stefnumálum munum við að sjálfsögðu láta okkur málið varða. En undanfarin sjö ár hefur Kína breyst mikið og er það Ólympíuleikunum að þakka að hluta til." Erlendar Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira
Nú er hálft ár í að Ólympíuleikarnir í Peking verða settir þann 8. ágúst næstkomandi. Íslendingar fagna 100 ára þátttökuafmæli á leikunum í ár. Ísland sendi íþróttamenn fyrst á Ólympíuleika þegar þeir fóru fram í Lundúnum árið 1908. Á þeim tíma hafa íslenskir íþróttamenn þrívegis unnið til verðlauna. Vilhjálmur Einarsson hlaut silfur í þrístökki í Melbourne árið 1956, Bjarni Friðriksson brons í júdó árið 1984 og Vala Flosadóttir gull í stangarstökki í Sydney árið 2000. Eitt helsta umræðuefnið í kringum Ólympíuleikana í ár tengjast þó íþróttum ekki neitt. Alþjóðlega Ólympíunefndin hefur helst verið gagnrýnd fyrir að veita Kínverjum leikana þar sem margir telja að mannréttindi séu ekki í hávegum höfð þar í landi. „Við erum jafn stolt af þessari ákvörðun í dag og við vorum þegar hún var tekin," sagði Giselle Davies, talsmaður nefndarinnar, í samtali við BBC. „Það hefur verið sagt frá þessum áhyggjum í fjölmiðlum undanfarið en í ágúst, þegar Ólympíuleikarnir fara fram, mun allur heimurinn fylgjast með leikunum og 20 þúsund fulltrúar fjölmiðla verða á staðnum." „Það gerir heiminum kleift að skoða Peking og kínverska samfélagið í heild sinni. Okkur finnst það jákvætt og ég held að það verði til þess að meiri skilningur ríki gagnvart Kína." „Ef eitthvað mál kemur upp í tengslum við leikana sem okkur finnst ekki samræmast okkar stefnumálum munum við að sjálfsögðu láta okkur málið varða. En undanfarin sjö ár hefur Kína breyst mikið og er það Ólympíuleikunum að þakka að hluta til."
Erlendar Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira