NBA í nótt: Kobe og Gasol með samtals 66 stig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2008 11:35 Kobe Bryant og Pau Gasol náðu sér vel á strik í nótt. Nordic Photos / Getty Images Kobe Bryant skoraði 36 stig og Pau Gasol 30 þegar að LA Lakers vann Orlando Magic á útivelli, 117-113. Lakers seig fram úr á lokamínútu leiksins með fjórum stigum úr vítaköstum hjá Bryant og þá fékk Lamar Odom tveggja stiga körfu dæmda sér í hag eftir að Dwight Howard varði boltann ólöglega. Leikurinn var annars kaflaskiptur. Orlando var með ellefu stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 44-33. Lakers náði svo eins stigs forystu í hálfleik, 64-63, og tóku þá völdin í leiknum. En Orlando jafnaði metin aftur og voru lokamínútur leiksins afar spennuþrungnar. Howard skoraði nítján stig fyrir Orlando og tók ellefu fráköst þar að auki. Sacramento batt enda á tíu leikja sigurgöngu Utah Jazz með þrettán stiga sigri á heimavelli, 117-104. Kevin Martin var stigahæstur hjá Sacramento með 27 stig. Denver Nuggets vann Washington, 111-100, og skoraði Carmelo Anthony 49 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum í NBA-deildinni. Phoenix vann sigur á Seattle, 103-99, þar sem Amare Stoudemire skoraði 33 stig. Þar af komu fimmtán úr vítaköstum en leikmenn Phoenix nýttu öll 32 vítaköstin sín í leiknum. Phoenix skoraði fimm síðustu stigin í leiknum, þar af úr víti sem liðið fékk eftir að tæknivilla var dæmd á Seattle fyrir að taka leikhlé sem það átti ekki inni. San Antonio vann New York, 99-93, eftir að hafa verið átján stigum undir í þriðja leikhluta. Leikurinn var framlengdur eftir að Michael Finley skoraði úr þriggja stiga skoti á lokasekúndu fjórða leikhlutans. Boston vann nauman sigur á Minnesota, 88-86, en Leon Powe skoraði sigurkörfu leiksins rétt áður en lokaflautið gall. Paul Pierce var með átján stig í leiknum og Ray Allen sautján. Detroit vann sinn sjöunda sigur í röð eftir að hafa unnið Portland í nótt, 91-82. Brandon Roy, leikmaður Portland, lék ekki með í leiknum vegna dauðsfalls í fjölskyldu sinni. Cleveland vann Atlanta, 100-95, á útivelli og skoraði LeBron James 26 stig og tók ellefu fráköst fyrir Cleveland. New Jersey Nets vann langþráðan sigur á Charlotte, 104-90. Richard Jefferson skoraði 23 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði sinni tólftu þreföldu tvennu á leiktíðinni er hann skoraði nítján stig, tók ellefu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar. LA Clippers vann óvæntan útisigur á Toronto, 102-98. Corey Maggette var með 35 stig fyrir Clippers en Chris Bosh 29 stig fyrir Toronto auk þess sem hann tók tólf fráköst.Þá vann Dallas ellefu stiga sigur á Memphis, 92-81. NBA Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
Kobe Bryant skoraði 36 stig og Pau Gasol 30 þegar að LA Lakers vann Orlando Magic á útivelli, 117-113. Lakers seig fram úr á lokamínútu leiksins með fjórum stigum úr vítaköstum hjá Bryant og þá fékk Lamar Odom tveggja stiga körfu dæmda sér í hag eftir að Dwight Howard varði boltann ólöglega. Leikurinn var annars kaflaskiptur. Orlando var með ellefu stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 44-33. Lakers náði svo eins stigs forystu í hálfleik, 64-63, og tóku þá völdin í leiknum. En Orlando jafnaði metin aftur og voru lokamínútur leiksins afar spennuþrungnar. Howard skoraði nítján stig fyrir Orlando og tók ellefu fráköst þar að auki. Sacramento batt enda á tíu leikja sigurgöngu Utah Jazz með þrettán stiga sigri á heimavelli, 117-104. Kevin Martin var stigahæstur hjá Sacramento með 27 stig. Denver Nuggets vann Washington, 111-100, og skoraði Carmelo Anthony 49 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum í NBA-deildinni. Phoenix vann sigur á Seattle, 103-99, þar sem Amare Stoudemire skoraði 33 stig. Þar af komu fimmtán úr vítaköstum en leikmenn Phoenix nýttu öll 32 vítaköstin sín í leiknum. Phoenix skoraði fimm síðustu stigin í leiknum, þar af úr víti sem liðið fékk eftir að tæknivilla var dæmd á Seattle fyrir að taka leikhlé sem það átti ekki inni. San Antonio vann New York, 99-93, eftir að hafa verið átján stigum undir í þriðja leikhluta. Leikurinn var framlengdur eftir að Michael Finley skoraði úr þriggja stiga skoti á lokasekúndu fjórða leikhlutans. Boston vann nauman sigur á Minnesota, 88-86, en Leon Powe skoraði sigurkörfu leiksins rétt áður en lokaflautið gall. Paul Pierce var með átján stig í leiknum og Ray Allen sautján. Detroit vann sinn sjöunda sigur í röð eftir að hafa unnið Portland í nótt, 91-82. Brandon Roy, leikmaður Portland, lék ekki með í leiknum vegna dauðsfalls í fjölskyldu sinni. Cleveland vann Atlanta, 100-95, á útivelli og skoraði LeBron James 26 stig og tók ellefu fráköst fyrir Cleveland. New Jersey Nets vann langþráðan sigur á Charlotte, 104-90. Richard Jefferson skoraði 23 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði sinni tólftu þreföldu tvennu á leiktíðinni er hann skoraði nítján stig, tók ellefu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar. LA Clippers vann óvæntan útisigur á Toronto, 102-98. Corey Maggette var með 35 stig fyrir Clippers en Chris Bosh 29 stig fyrir Toronto auk þess sem hann tók tólf fráköst.Þá vann Dallas ellefu stiga sigur á Memphis, 92-81.
NBA Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira