HK og Akureyri gerðu jafntefli í dag 26-26 í N1 deild karla í handbolta. HK var með tveggja stiga forystu í hálfleik en Akureyringar tryggðu sér stig með því að jafna skömmu fyrir leikslok.
HK hefur tuttugu stig í fimmta sæti deildarinnar en Akureyri er í því sjötta með tíu stig.
Fyrr í dag vann ÍBV óvæntan sigur gegn Stjörnunni og hægt er að lesa um þann leik með því að smella hér.