Fótbolti

Sverrir til Sundsvall

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sverrir Garðarsson, fyrrum leikmaður FH.
Sverrir Garðarsson, fyrrum leikmaður FH. Mynd/E. Stefán

Nú hefur loksins verið gengið frá félagaskiptum Sverris Garðarssonar til sænska úrvalsdeildarfélagsins GIF Sundsvall.

Sverrir gerði þriggja ára samning við félagið en Ari Freyr Skúlason leikur einnig með því.

Sverrir kemur frá FH þar sem hann hefur spilað 61 leik fyrir félagið undanfarin fimm tímabil. Hann var reyndar frá vegna meiðsla bæði árið 2005 og 2006 en átti svo góðu gengi að fagna síðastliðið sumar sem lauk með því að hann var valinn í landsliðið.

Hann var á mála hjá norska félaginu Molde árin 2001 til 2003.

Cain Dotson, yfirmaður íþróttamála félagsins, sagði að þetta væru frábær kaup fyrir félagið.

„Hann er stór og sterkur varnarmaður sem getur bæði spilað sem miðvörður og bakvörður. Þar fyrir utan er hann frábær persóna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×