Eftir langt þref er nú stjörnuleikstjórnandinn Jason Kidd loksins genginn formlega í raðir Dallas Mavericks þar sem hann hóf feril sinn í NBA deildinni á sínum tíma. Eigandi Dallas staðfesti þetta í samtali við ESPN nú undir kvöldið.
Kidd fer til Dallas ásamt Malik Allen fyrir þá Devin Harris, DeSagana Diop, Trenton Hassell, Maurice Ager og því sem eftir er af samningi Keith Van Horn. Þá fær New Jersey 3 milljónir dollarra og valrétti í nýliðavalinu næsta sumar og árið 2010.