Liverpool í vænlegri stöðu 19. febrúar 2008 21:35 Steven Gerrard Nordic Photos / Getty Images Liverpool 2-0 Inter Milan 1-0 Dirk Kuyt ('85) 2-0 Steven Gerrard ('90) Liverpool komst í kvöld í vænlega stöðu í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 2-0 sigri á Inter Milan í fyrri leik liðanna sem fram fór á Anfield. Leikmenn Liverpool voru manni fleiri síðasta klukkutímann í leiknum og þeir Dirk Kuyt og Steven Gerrard nýttu hann með tveimur mörkum í síðari hálfleik. Leikurinn á Anfield var í sjálfu sér ekki mikið fyrir augað og ekki skánaði það þegar gestirnir misstu Marco Materazzi af velli eftir hálftíma leik. Materazzi fékk þá að líta sitt annað gula spjald eftir viðureign við Fernando Torres og uppskar rautt spjald. Ef til vill nokkuð harður dómur, en varamaðurinn Patrick Vieira var líka heppinn að fá ekki dæmda á sig vítaspyrnu þegar hann handlék knöttinn í teignum. Þeir rauðklæddu nýttu sér ekki liðsmuninn fyrr en fimm mínútur voru til leiksloka þegar skot hollenska framherjans Kuyt hrökk af varnarmanni og í netið. Það var svo fyrirliðinn Steven Gerrard sem innsiglaði sigurinn á 90. mínútu þegar langskot hans hrökk af stönginni og í netið og ekki hægt að segja að markvörður Inter hafi verið vel með á nótunum. Þetta var fimmta mark fyrirliðans fyrir Liverpool í Meistaradeildinni í vetur í sjö leikjum - og fimmtugasta mark hans á Anfield á ferlinum. Liverpool má því vel una fyrir síðari leikinn í Mílanó, en gaman verður að sjá hvernig Inter bregst við fyrsta tapi sínu í hvorki meira né minna en fimm mánuði. Roma 2-1 Real Madrid 0-1 Raul ('8) 1-1 David Pizarro ('24) 2-1 Mancini ('58) Roma vann góðan 2-1 sigur á Real Madrid á heimavelli sínum í Róm. Það var markahrókurinn Raul sem kom gestunum reyndar yfir eftir aðeins 8 mínútur með 60. marki sínu í Meistaradeild Evrópu. David Pizarro jafnaði á 24. mínútu. Það var svo Manchini sem skoraði sigurmark Rómverja á 58. mínútu og þar við sat, en Madridarmenn gætu verið verr settir með mark á útivelli fyrir síðari leikinn á Spáni. Olympiakos 0-0 Chelsea Olympiakos og Chelsea skildu jöfn í markalausum leik í Grikklandi þar sem frammistaða gestanna var ekki til að hrópa húrra fyrir. John Terry, Frank Lampard og Nicolas Anelka voru ekki í byrjunarliði Chelsea, en þeir tveir síðastnefndu náðu ekki að setja mark sitt á leikinn þegar þeim var skipti inn á. Didier Drogba var á sínum stað í liði Chelsea en virkaði meiddur og náði lítið að sýna. Schalke 1-0 Porto 1-0 Kevin Kuranyi ('4) Loks vann þýska liðið Schalke 1-0 sigur á Porto frá Portúgal þar sem framherjinn Kevin Kuranyi skoraði sigurmark heimamanna. Porto-menn voru mun meira með boltann í leiknum og áttu helmingi fleiri marktilraunir en heimamenn. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Liverpool 2-0 Inter Milan 1-0 Dirk Kuyt ('85) 2-0 Steven Gerrard ('90) Liverpool komst í kvöld í vænlega stöðu í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 2-0 sigri á Inter Milan í fyrri leik liðanna sem fram fór á Anfield. Leikmenn Liverpool voru manni fleiri síðasta klukkutímann í leiknum og þeir Dirk Kuyt og Steven Gerrard nýttu hann með tveimur mörkum í síðari hálfleik. Leikurinn á Anfield var í sjálfu sér ekki mikið fyrir augað og ekki skánaði það þegar gestirnir misstu Marco Materazzi af velli eftir hálftíma leik. Materazzi fékk þá að líta sitt annað gula spjald eftir viðureign við Fernando Torres og uppskar rautt spjald. Ef til vill nokkuð harður dómur, en varamaðurinn Patrick Vieira var líka heppinn að fá ekki dæmda á sig vítaspyrnu þegar hann handlék knöttinn í teignum. Þeir rauðklæddu nýttu sér ekki liðsmuninn fyrr en fimm mínútur voru til leiksloka þegar skot hollenska framherjans Kuyt hrökk af varnarmanni og í netið. Það var svo fyrirliðinn Steven Gerrard sem innsiglaði sigurinn á 90. mínútu þegar langskot hans hrökk af stönginni og í netið og ekki hægt að segja að markvörður Inter hafi verið vel með á nótunum. Þetta var fimmta mark fyrirliðans fyrir Liverpool í Meistaradeildinni í vetur í sjö leikjum - og fimmtugasta mark hans á Anfield á ferlinum. Liverpool má því vel una fyrir síðari leikinn í Mílanó, en gaman verður að sjá hvernig Inter bregst við fyrsta tapi sínu í hvorki meira né minna en fimm mánuði. Roma 2-1 Real Madrid 0-1 Raul ('8) 1-1 David Pizarro ('24) 2-1 Mancini ('58) Roma vann góðan 2-1 sigur á Real Madrid á heimavelli sínum í Róm. Það var markahrókurinn Raul sem kom gestunum reyndar yfir eftir aðeins 8 mínútur með 60. marki sínu í Meistaradeild Evrópu. David Pizarro jafnaði á 24. mínútu. Það var svo Manchini sem skoraði sigurmark Rómverja á 58. mínútu og þar við sat, en Madridarmenn gætu verið verr settir með mark á útivelli fyrir síðari leikinn á Spáni. Olympiakos 0-0 Chelsea Olympiakos og Chelsea skildu jöfn í markalausum leik í Grikklandi þar sem frammistaða gestanna var ekki til að hrópa húrra fyrir. John Terry, Frank Lampard og Nicolas Anelka voru ekki í byrjunarliði Chelsea, en þeir tveir síðastnefndu náðu ekki að setja mark sitt á leikinn þegar þeim var skipti inn á. Didier Drogba var á sínum stað í liði Chelsea en virkaði meiddur og náði lítið að sýna. Schalke 1-0 Porto 1-0 Kevin Kuranyi ('4) Loks vann þýska liðið Schalke 1-0 sigur á Porto frá Portúgal þar sem framherjinn Kevin Kuranyi skoraði sigurmark heimamanna. Porto-menn voru mun meira með boltann í leiknum og áttu helmingi fleiri marktilraunir en heimamenn.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn