Ekki algengt en tíðkast Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. febrúar 2008 16:42 Ólafur Garðarsson, umboðsmaður knattspyrnumanna. Mynd/Anton Ólafur Garðarsson umboðsmaður knattspyrnumanna segir að þó nokkur dæmi séu um að utanaðkomandi aðilar hafi fjármagnað kaup knattspyrnumanna, líkt og í tilfelli Sverris Garðarssonar. Sverrir gekk nú í vikunni til liðs við GIF Sundsvall í Svíþjóð frá FH en í dag kom í ljós að kaupin voru að mestu fjármögnuð af fjárfestingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í áhættufjárfestingum. Vísir hafði samband við Ólaf sem þekkir vel til þessa mála. „Þetta er ekki algengt en tíðkast, sérstaklega á Norðurlöndunum. Persónulega finnst mér ekkert athugavert við þetta þó svo að FIFA kunni að vera á annarri skoðun. Íslenskir leikmenn hafa áður farið til Norðurlandanna með þessum hætti og þekki ég nokkur slík tilvik sjálfur." „Segjum sem svo að félag sé búið með sína peninga og báðir framherjarnir meiðast. Þá hafa fjárfestar komið að máli og fjármagnað kaup á leikmanni fyrir kannski 15-20 milljónir. Það er ekki mikill peningur þegar 3-4 fjársterkir aðilar koma saman. Svo er alltaf þessi von að leikmaðurinn stendur sig og selst, þá fá fjárfestarnir fyrst það sem þeir létu út og svo kannski helminginn af hagnaðinum." „En þeir vita líka að í flestum tilvikum koma þessir leikmenn og vinna sína vinnu og seljast kannski aldrei. Þá fá þeir ekki þennan pening aftur." Mikið hefur verið rætt um eignarhald þriðja aðila á knattspyrnumönnum, samanber mál Carlos Tevez og Javier Mascherano. „Ég veit að reglur FIFA eru erfiðar hvað þetta varðar því það má enginn eiga leikmann nema félögin sjálf. Þetta er þó mismunandi eftir löndum. Sjálfum finnst mér þó ekkert að því að hver sem er getur keypt leikmann." Og hann segir að utanaðkomandi fjárfestar hafi komið að fjármögnum á kaupum íslenskra félagsliða á leikmönnum. „Ég man þegar að Veigar Páll kom til Íslands frá Strömsgodset vildi ekkert íslenskt lið kaupa hann. Þá fékk ég breskan fjárfestingarsjóð til að fjármagna kaupin og þeir fengu svo sitt á endanum," sagði Ólafur en Veigar Páll er nú leikmaður Stabæk í Noregi. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Í beinni: Sporting - Man. City | Síðasti heimaleikur Amorims Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira
Ólafur Garðarsson umboðsmaður knattspyrnumanna segir að þó nokkur dæmi séu um að utanaðkomandi aðilar hafi fjármagnað kaup knattspyrnumanna, líkt og í tilfelli Sverris Garðarssonar. Sverrir gekk nú í vikunni til liðs við GIF Sundsvall í Svíþjóð frá FH en í dag kom í ljós að kaupin voru að mestu fjármögnuð af fjárfestingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í áhættufjárfestingum. Vísir hafði samband við Ólaf sem þekkir vel til þessa mála. „Þetta er ekki algengt en tíðkast, sérstaklega á Norðurlöndunum. Persónulega finnst mér ekkert athugavert við þetta þó svo að FIFA kunni að vera á annarri skoðun. Íslenskir leikmenn hafa áður farið til Norðurlandanna með þessum hætti og þekki ég nokkur slík tilvik sjálfur." „Segjum sem svo að félag sé búið með sína peninga og báðir framherjarnir meiðast. Þá hafa fjárfestar komið að máli og fjármagnað kaup á leikmanni fyrir kannski 15-20 milljónir. Það er ekki mikill peningur þegar 3-4 fjársterkir aðilar koma saman. Svo er alltaf þessi von að leikmaðurinn stendur sig og selst, þá fá fjárfestarnir fyrst það sem þeir létu út og svo kannski helminginn af hagnaðinum." „En þeir vita líka að í flestum tilvikum koma þessir leikmenn og vinna sína vinnu og seljast kannski aldrei. Þá fá þeir ekki þennan pening aftur." Mikið hefur verið rætt um eignarhald þriðja aðila á knattspyrnumönnum, samanber mál Carlos Tevez og Javier Mascherano. „Ég veit að reglur FIFA eru erfiðar hvað þetta varðar því það má enginn eiga leikmann nema félögin sjálf. Þetta er þó mismunandi eftir löndum. Sjálfum finnst mér þó ekkert að því að hver sem er getur keypt leikmann." Og hann segir að utanaðkomandi fjárfestar hafi komið að fjármögnum á kaupum íslenskra félagsliða á leikmönnum. „Ég man þegar að Veigar Páll kom til Íslands frá Strömsgodset vildi ekkert íslenskt lið kaupa hann. Þá fékk ég breskan fjárfestingarsjóð til að fjármagna kaupin og þeir fengu svo sitt á endanum," sagði Ólafur en Veigar Páll er nú leikmaður Stabæk í Noregi.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Í beinni: Sporting - Man. City | Síðasti heimaleikur Amorims Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira