NBA í nótt: Shaq og Kidd töpuðu fyrsta leiknum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2008 09:23 Shaq á fullri ferð í nótt. Nordic Photos / Getty Images Shaquille O'Neal og Jason Kidd léku sína fyrstu leiki með nýju liðunum sínum en urðu báðir að sætta sig við tap. LA Lakers vann sigur á Shaq og félögum í Phoenix Suns, 130-124, þar sem Kobe Bryant skoraði 41 stig gegn sínum gamla félaga úr Lakers. Þá töpuðu Kidd og félagar í Dallas fyrir New Orleans, 104-93, þar sem Chris Paul fór á kostum í síðarnefnda liðinu. „Ég er í betra formi en ég bjóst við," sagði Shaq eftir leikinn. Hann skoraði fimmtán stig og tók níu fráköst á þeim 29 mínútum sem hann lék í leiknum en hann hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Sem fyrr segir fór Kobe Bryant á kostum og skoraði 41 stig. Pau Gasol var einnig öflugur og skoraði 29 stig og þá bætti Lamar Odom við 22 stigum. Þetta var sjötti sigur Lakers í röð og er liðið nú jafnt Phoenix í efsta sæti Kyrrahafsriðilsins. Lakers var með yfirhöndina í leiknum lengst af og var með átta stiga forystu í hálfleik, 65-57. Phoenix náði að minnka muninn í eitt stig í seinni hálfleik en Lakers náði að hrista þá af sér undir lokin. Amare Stoudemire var stigahæstur hjá Phoenix með 37 stig og fimmtán fráköst og Steve Nash var með 26 stig og átta stoðsendingar. Jason Kidd er kominn aftur í búning Dallas-liðsins.Nordic Photos / Getty Images Sigur New Orleans var aldrei í hættu gegn Dallas í nótt en Chris Paul var mjög nálægt því að ná þrefaldri tvennu er hann skoraði 31 stig, gaf ellefu stoðsendingar og stal níu boltum. Kidd átti í erfiðleikum með að finna félaga sína almennilega á vellinum en hann tapaði sex boltum í leiknum. Hann skoraði átta stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Golden State vann nauman sigur á Boston Celtics, 119-117, þar sem Baron Davis skoraði sigurkörfu leiksins þegar 0,3 sekúndur voru til leiksloka. Hann skoraði alls 29 stig í leiknum en 20.711 áhorfendur voru á leiknum sem er met á körfuboltaleik í Kaliforníu. LeBron James fór á kostum er Cleveland vann Indiana, 106-97, og náði sinni annarri þrefaldri tvennu í röð. Hann skoraði 31 stig, tók fjórtán fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Philadelphia vann fjörtíu stiga sigur á New York, 124-84, þar sem Willie Green skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð. Milwaukee vann Detroit, 103-98, og batt þar með enda á fjögurra leikja taphrinu liðsins. Michael Redd skoraði 27 stig fyrir Milwaukee en þetta var annað tap Detroit eftir ellefu sigurleiki í röð. New Jersey vann sinn fyrsta leik eftir að Jason Kidd fór frá liðinu er liðið vann Chicago, 110-102, í framlengdum leik. Vince Carter var með 33 stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar. Toronto vann Orlando, 127-110, þar sem Chris Bosh skoraði 40 stig. Þá vann Sacramento sigur á Atlanta, 119-107, og LA Clippers vann Memphis, 100-86. NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Shaquille O'Neal og Jason Kidd léku sína fyrstu leiki með nýju liðunum sínum en urðu báðir að sætta sig við tap. LA Lakers vann sigur á Shaq og félögum í Phoenix Suns, 130-124, þar sem Kobe Bryant skoraði 41 stig gegn sínum gamla félaga úr Lakers. Þá töpuðu Kidd og félagar í Dallas fyrir New Orleans, 104-93, þar sem Chris Paul fór á kostum í síðarnefnda liðinu. „Ég er í betra formi en ég bjóst við," sagði Shaq eftir leikinn. Hann skoraði fimmtán stig og tók níu fráköst á þeim 29 mínútum sem hann lék í leiknum en hann hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Sem fyrr segir fór Kobe Bryant á kostum og skoraði 41 stig. Pau Gasol var einnig öflugur og skoraði 29 stig og þá bætti Lamar Odom við 22 stigum. Þetta var sjötti sigur Lakers í röð og er liðið nú jafnt Phoenix í efsta sæti Kyrrahafsriðilsins. Lakers var með yfirhöndina í leiknum lengst af og var með átta stiga forystu í hálfleik, 65-57. Phoenix náði að minnka muninn í eitt stig í seinni hálfleik en Lakers náði að hrista þá af sér undir lokin. Amare Stoudemire var stigahæstur hjá Phoenix með 37 stig og fimmtán fráköst og Steve Nash var með 26 stig og átta stoðsendingar. Jason Kidd er kominn aftur í búning Dallas-liðsins.Nordic Photos / Getty Images Sigur New Orleans var aldrei í hættu gegn Dallas í nótt en Chris Paul var mjög nálægt því að ná þrefaldri tvennu er hann skoraði 31 stig, gaf ellefu stoðsendingar og stal níu boltum. Kidd átti í erfiðleikum með að finna félaga sína almennilega á vellinum en hann tapaði sex boltum í leiknum. Hann skoraði átta stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Golden State vann nauman sigur á Boston Celtics, 119-117, þar sem Baron Davis skoraði sigurkörfu leiksins þegar 0,3 sekúndur voru til leiksloka. Hann skoraði alls 29 stig í leiknum en 20.711 áhorfendur voru á leiknum sem er met á körfuboltaleik í Kaliforníu. LeBron James fór á kostum er Cleveland vann Indiana, 106-97, og náði sinni annarri þrefaldri tvennu í röð. Hann skoraði 31 stig, tók fjórtán fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Philadelphia vann fjörtíu stiga sigur á New York, 124-84, þar sem Willie Green skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð. Milwaukee vann Detroit, 103-98, og batt þar með enda á fjögurra leikja taphrinu liðsins. Michael Redd skoraði 27 stig fyrir Milwaukee en þetta var annað tap Detroit eftir ellefu sigurleiki í röð. New Jersey vann sinn fyrsta leik eftir að Jason Kidd fór frá liðinu er liðið vann Chicago, 110-102, í framlengdum leik. Vince Carter var með 33 stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar. Toronto vann Orlando, 127-110, þar sem Chris Bosh skoraði 40 stig. Þá vann Sacramento sigur á Atlanta, 119-107, og LA Clippers vann Memphis, 100-86.
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn