NBA í nótt: Kobe með 52 stig gegn Dallas Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2008 09:42 Kobe Bryant mátti vera ánægður með sína frammistöðu í nótt. Nordic Photos / Getty Images Kobe Bryant fór á kostum í sigri LA Lakers á Dallas Mavericks í framlengdum leik, 108-104, í NBA-deildinni í nótt. Bryant skoraði 52 stig í leiknum, þar af 30 í fjórða leikhluta og framlengingunni. Dallas var með sex stiga forystu þegar um sjö mínútur voru til leiksloka en Lakers náði að jafna muninn og komast yfir með 11-2 spretti. Í framlengingunni náði Lakers fimm stiga forystu á fyrstu mínútunni og lét hana aldrei af hendi. Það stóð reyndar mjög tæpt þar sem Jason Kidd náði að minnka muninn í eitt stig þegar tíu sekúndur voru eftir en hann brenndi af vítakasti í kjölfarið og Kobe Bryant skoraði tvívegis áður en leiktíminn rann út. Dirk Nowitzky var með 30 stig og þrettán fráköst fyrir Dallas og Kidd var með fimmtán stig og ellefu stoðsendingar. Pau Gasol skoraði sautján stig fyrir Lakers auk þess sem hann tók fjórtán fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Houston vann sinn fimmtánda leik í röð með því að vinna Denver, 103-89. Tracy McGrady var með 22 stig fyrir Houston og Shane Battier bætti við 20 stigum. San Antonio vann sinn níunda sigur í röð en liðið vann New Jersey í nótt, 93-83. Tony Parker skoraði 25 stig, tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Boston vann sinn fimmta sigur í röð er liðið vann Atlanta, 98-88. Paul Pierce var með 30 stig fyrir Boston. Washington vann góðan sigur á New Orleans, 101-84. Antawn Jamison var með 28 stig fyrir Washington. Golden State vann Portland, 110-104. Stephen Jackson skoraði 29 stig og Monta Ellis bætti við 22. Indiana vann Milwaukee, 128-106, þar sem Mike Dunleavy fór hæst með 36 stig í leiknum. Seattle batt enda á fjögurra leikja taphrinu með því að sigra Minnesota, 111-108, í framlengdum leik. Charlotte vann Toronto, 110-98, og Sacramento vann Miami, 120-109. NBA Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Körfubolti Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Hólmbert skiptir um félag Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Kobe Bryant fór á kostum í sigri LA Lakers á Dallas Mavericks í framlengdum leik, 108-104, í NBA-deildinni í nótt. Bryant skoraði 52 stig í leiknum, þar af 30 í fjórða leikhluta og framlengingunni. Dallas var með sex stiga forystu þegar um sjö mínútur voru til leiksloka en Lakers náði að jafna muninn og komast yfir með 11-2 spretti. Í framlengingunni náði Lakers fimm stiga forystu á fyrstu mínútunni og lét hana aldrei af hendi. Það stóð reyndar mjög tæpt þar sem Jason Kidd náði að minnka muninn í eitt stig þegar tíu sekúndur voru eftir en hann brenndi af vítakasti í kjölfarið og Kobe Bryant skoraði tvívegis áður en leiktíminn rann út. Dirk Nowitzky var með 30 stig og þrettán fráköst fyrir Dallas og Kidd var með fimmtán stig og ellefu stoðsendingar. Pau Gasol skoraði sautján stig fyrir Lakers auk þess sem hann tók fjórtán fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Houston vann sinn fimmtánda leik í röð með því að vinna Denver, 103-89. Tracy McGrady var með 22 stig fyrir Houston og Shane Battier bætti við 20 stigum. San Antonio vann sinn níunda sigur í röð en liðið vann New Jersey í nótt, 93-83. Tony Parker skoraði 25 stig, tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Boston vann sinn fimmta sigur í röð er liðið vann Atlanta, 98-88. Paul Pierce var með 30 stig fyrir Boston. Washington vann góðan sigur á New Orleans, 101-84. Antawn Jamison var með 28 stig fyrir Washington. Golden State vann Portland, 110-104. Stephen Jackson skoraði 29 stig og Monta Ellis bætti við 22. Indiana vann Milwaukee, 128-106, þar sem Mike Dunleavy fór hæst með 36 stig í leiknum. Seattle batt enda á fjögurra leikja taphrinu með því að sigra Minnesota, 111-108, í framlengdum leik. Charlotte vann Toronto, 110-98, og Sacramento vann Miami, 120-109.
NBA Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Körfubolti Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Hólmbert skiptir um félag Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira