NBA í nótt: Tíundi sigur San Antonio í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. mars 2008 09:30 Tony Parker skilar boltanum í körfuna. Nordic Photos / Getty Images San Antonio Spurs vann sinn tíunda sigur í röð er liðið vann New Jersey Nets í nótt, 81-70. Alls fóru átta leikir fram í deildinni í nótt. Tim Duncan var með 29 stig og tólf fráköst í leiknum fyrir San Antonio en Vince Carter var stigahæstur leikmanna New Jersey með nítján stig. Þetta var annar sigur San Antonio á New Jersey á þremur dögum en San Antonio er nú með forystu á Vesturströndinni, þó hún sé naum. Ekki munar nema fjórum sigurleikjum á liðinu og Golden State sem er í áttunda sætinu í Vesturströndinni. Alls eru tíu lið sem eru með meira en 50 prósent sigurhlutfall á Vesturströndinni og bítast þau nú um sætin átta sem í boði eru í úrslitakeppninni. Portland stendur verst af þessum tíu liðum og Denver er í níunda sæti sem stendur. Denver er þó ekki nema sex sigurleikjum á eftir San Antonio. Á Austurströndinni eru tvö lið í sérflokki og þau mætast í nótt. Þarna ræðir um Boston Celtics og Detroit Pistons. Detroit vann í nótt Seattle, 100-97. Tayshaun Prince var með 24 stig fyrir Detroit og Chauncey Billups bætti við 20 stigum og níu fráköstum. Seattle náði góðri forystu í leiknum, 41-28, en náði ekki að fylgja góðum fyrsta leikhluta eftir. Earl Watson var með 23 stig fyrir Seattle og Chris Wilcox og Kevin Durant voru með 20 hver. LA Lakers vann Sacramento á útivelli, 117-105. Kobe Bryant var með 34 stig í leiknum, þar af sautján í fjórða leikhluta. Pau Gasol bætti við 31 stigi en þetta var tólfti sigur Lakers í síðustu þrettán leikjum liðsins. Bryant sá alfarið um stigaskorun Lakers á síðustu sex mínútum leiksins, þar á meðal ellefu stig í röð er Lakers tók forystuna í fyrsta sinn í leiknum. Phoenix vann Portland, 97-92. Amare Stoudemire skoraði 22 stig og Shaquille O'Neal skoraði sex stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Phoenix var með góða forystu í upphafi leiksins en Portland náði að minnka muninn í sex stig í síðasta leikhlutanum án þess að ógna sigri Phoenix að nokkru ráði. Branton Roy var með 25 stig fyrir Portland sem hefur tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum. Orlando vann Toronto, 102-87. Hedo Turkoglu skoraði 24 stig og Dwight Howard bætti við nítján stigum auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. TJ Ford skoraði þrettán af sínum 20 stigum í fjórða leikhluta er hann reyndi að halda lífi í sínum mönnum. Golden State vann Atlanta, 135-118. Baron Davis skoraði 35 stig og Stephen Jackson var með 29 stig í fjórða sigri Golden State í röð. Joe Johnson skoraði 38 stig fyrir Atlanta sem hefur gengið skelfilega upp á síðkastið og tapað tíu af síðustu þrettán leikjum sínum. Charlotte vann Minnesota, 109-89. Jason Richardson var með 25 stig og átta fráköst fyrir Charlotte og Emeka Okafor bætti við nítján stigum auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Þetta var fyrsti sigurleikur Charlotte á útivelli í síðustu tíu útileikjum sínum en þetta var aðeins fimmti útivallasigur Charlotte í deildinni í vetur. Al Jefferson var með átján stig fyrir Minnesota auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Chicago vann Memphis, 112-97. Drew Gooden og Luol Deng voru með 21 stig hvor í leiknum en þetta var níundi tapleikur Memphis í röð. Þetta var án efa besti leikur Gooden síðan hann kom til liðsins frá Cleveland. Kyle Lowry var með 24 stig fyrir Memphis sem hefur tapað fimmtán af síðustu sextán leikjum sínum. NBA Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira
San Antonio Spurs vann sinn tíunda sigur í röð er liðið vann New Jersey Nets í nótt, 81-70. Alls fóru átta leikir fram í deildinni í nótt. Tim Duncan var með 29 stig og tólf fráköst í leiknum fyrir San Antonio en Vince Carter var stigahæstur leikmanna New Jersey með nítján stig. Þetta var annar sigur San Antonio á New Jersey á þremur dögum en San Antonio er nú með forystu á Vesturströndinni, þó hún sé naum. Ekki munar nema fjórum sigurleikjum á liðinu og Golden State sem er í áttunda sætinu í Vesturströndinni. Alls eru tíu lið sem eru með meira en 50 prósent sigurhlutfall á Vesturströndinni og bítast þau nú um sætin átta sem í boði eru í úrslitakeppninni. Portland stendur verst af þessum tíu liðum og Denver er í níunda sæti sem stendur. Denver er þó ekki nema sex sigurleikjum á eftir San Antonio. Á Austurströndinni eru tvö lið í sérflokki og þau mætast í nótt. Þarna ræðir um Boston Celtics og Detroit Pistons. Detroit vann í nótt Seattle, 100-97. Tayshaun Prince var með 24 stig fyrir Detroit og Chauncey Billups bætti við 20 stigum og níu fráköstum. Seattle náði góðri forystu í leiknum, 41-28, en náði ekki að fylgja góðum fyrsta leikhluta eftir. Earl Watson var með 23 stig fyrir Seattle og Chris Wilcox og Kevin Durant voru með 20 hver. LA Lakers vann Sacramento á útivelli, 117-105. Kobe Bryant var með 34 stig í leiknum, þar af sautján í fjórða leikhluta. Pau Gasol bætti við 31 stigi en þetta var tólfti sigur Lakers í síðustu þrettán leikjum liðsins. Bryant sá alfarið um stigaskorun Lakers á síðustu sex mínútum leiksins, þar á meðal ellefu stig í röð er Lakers tók forystuna í fyrsta sinn í leiknum. Phoenix vann Portland, 97-92. Amare Stoudemire skoraði 22 stig og Shaquille O'Neal skoraði sex stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Phoenix var með góða forystu í upphafi leiksins en Portland náði að minnka muninn í sex stig í síðasta leikhlutanum án þess að ógna sigri Phoenix að nokkru ráði. Branton Roy var með 25 stig fyrir Portland sem hefur tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum. Orlando vann Toronto, 102-87. Hedo Turkoglu skoraði 24 stig og Dwight Howard bætti við nítján stigum auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. TJ Ford skoraði þrettán af sínum 20 stigum í fjórða leikhluta er hann reyndi að halda lífi í sínum mönnum. Golden State vann Atlanta, 135-118. Baron Davis skoraði 35 stig og Stephen Jackson var með 29 stig í fjórða sigri Golden State í röð. Joe Johnson skoraði 38 stig fyrir Atlanta sem hefur gengið skelfilega upp á síðkastið og tapað tíu af síðustu þrettán leikjum sínum. Charlotte vann Minnesota, 109-89. Jason Richardson var með 25 stig og átta fráköst fyrir Charlotte og Emeka Okafor bætti við nítján stigum auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Þetta var fyrsti sigurleikur Charlotte á útivelli í síðustu tíu útileikjum sínum en þetta var aðeins fimmti útivallasigur Charlotte í deildinni í vetur. Al Jefferson var með átján stig fyrir Minnesota auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Chicago vann Memphis, 112-97. Drew Gooden og Luol Deng voru með 21 stig hvor í leiknum en þetta var níundi tapleikur Memphis í röð. Þetta var án efa besti leikur Gooden síðan hann kom til liðsins frá Cleveland. Kyle Lowry var með 24 stig fyrir Memphis sem hefur tapað fimmtán af síðustu sextán leikjum sínum.
NBA Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira