Fólk flykkist í Bónus og Krónuna 9. mars 2008 18:53 Íslendingar velja sem aldrei fyrr að kaupa í matinn í lágvöruverðsverslunum. Allt að hundrað prósent meiri sala hefur verið í sumum verslunum Krónunnar og umtalsvert meiri í Bónus. Þá er starfsmannasvelti matvörukeðjanna fyrir bí. Fréttastofa heldur áfram að rýna í neysluvenjur landsmanna í skugga niðursveiflu. Fjórða daginn í röð heldur fréttastofa Stöðvar 2 áfram að kanna hvort umræða um að góðærinu sé að ljúka hafi áhrif á hvernig fólk eyðir peningunum sínum. Enn sem komið er er fátt sem bendir til að krepputalið hafi bitið á landsmenn, hvorki okkur sem kaupum né þá sem flytja inn. Að minnsta kosti selst kampavín í stríðum straumum, kortavelta eykst, nýir bílar renna út og enn fleiri ilmvötn, snyrtivörur, sjónvörp og tímarit eru flutt inn til landsins en á sama tíma í fyrra. Færri eru þó að kaupa sér húsnæði þessar vikurnar en í fyrra. Í dag höfðum við samband við stjórnendur hjá stærstu matvörukeðjum landsins. Og þó að Íslendingar séu stundum skammaðir fyrir að vera ómeðvitaðir neytendur þá virðist sem menn séu að verða heldur meðvitaðri. Umtalsvert meiri sala var í janúar og febrúar hjá Bónus en á sama tíma í fyrra. Krónan hefur verið að bæta við sig verslunum og stækka. Uppundir hundrað prósent meiri sala var t.a.m. í Krónunni á Bíldshöfða sem stækkaði í fyrra og tugprósenta meiri sala í öllum Krónuverslunum. Stjórnendur hjá dýrari búðum eins og Nóatúni og Hagkaupum bera sig vel en þar er söluaukningin mun minni, þó hvorug keðjan væri tilbúin til að gefa upp prósentutölur. Þó var á þeim að skilja að salan á þessu ári væri nokkrum prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Manneklan var mikil hjá matvörukeðjunum í haust en hjá Bónus, Krónunni, Nóatúni og Hagkaupum er nánast fullmannað og nægar umsóknir berast. Umsækjendur eru margir íslenskir og eldri en áður. Eða eins og rekstrarstjóri Nóatúns sagði - þá er búið með starfsmannasveltið sem hrjáði verslanir til skamms tíma. Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Íslendingar velja sem aldrei fyrr að kaupa í matinn í lágvöruverðsverslunum. Allt að hundrað prósent meiri sala hefur verið í sumum verslunum Krónunnar og umtalsvert meiri í Bónus. Þá er starfsmannasvelti matvörukeðjanna fyrir bí. Fréttastofa heldur áfram að rýna í neysluvenjur landsmanna í skugga niðursveiflu. Fjórða daginn í röð heldur fréttastofa Stöðvar 2 áfram að kanna hvort umræða um að góðærinu sé að ljúka hafi áhrif á hvernig fólk eyðir peningunum sínum. Enn sem komið er er fátt sem bendir til að krepputalið hafi bitið á landsmenn, hvorki okkur sem kaupum né þá sem flytja inn. Að minnsta kosti selst kampavín í stríðum straumum, kortavelta eykst, nýir bílar renna út og enn fleiri ilmvötn, snyrtivörur, sjónvörp og tímarit eru flutt inn til landsins en á sama tíma í fyrra. Færri eru þó að kaupa sér húsnæði þessar vikurnar en í fyrra. Í dag höfðum við samband við stjórnendur hjá stærstu matvörukeðjum landsins. Og þó að Íslendingar séu stundum skammaðir fyrir að vera ómeðvitaðir neytendur þá virðist sem menn séu að verða heldur meðvitaðri. Umtalsvert meiri sala var í janúar og febrúar hjá Bónus en á sama tíma í fyrra. Krónan hefur verið að bæta við sig verslunum og stækka. Uppundir hundrað prósent meiri sala var t.a.m. í Krónunni á Bíldshöfða sem stækkaði í fyrra og tugprósenta meiri sala í öllum Krónuverslunum. Stjórnendur hjá dýrari búðum eins og Nóatúni og Hagkaupum bera sig vel en þar er söluaukningin mun minni, þó hvorug keðjan væri tilbúin til að gefa upp prósentutölur. Þó var á þeim að skilja að salan á þessu ári væri nokkrum prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Manneklan var mikil hjá matvörukeðjunum í haust en hjá Bónus, Krónunni, Nóatúni og Hagkaupum er nánast fullmannað og nægar umsóknir berast. Umsækjendur eru margir íslenskir og eldri en áður. Eða eins og rekstrarstjóri Nóatúns sagði - þá er búið með starfsmannasveltið sem hrjáði verslanir til skamms tíma.
Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira