Getafe leggur bölvun á þjálfara 12. mars 2008 15:00 Það boðar ekki gott fyrir þjálfara að spila við Getafe í vetur NordcPhotos/GettyImages Það er nokkuð áhugavert að skoða hvað orðið hefur um þjálfara andstæðinga spænska liðsins Getafe á þessari leiktíð, ekki síst þegar kemur að andstæðingum liðsins í Evrópukeppninni. Þjálfarar fimm af sex þeirra liða sem mætt hafa Getafe í Uefa keppninni í vetur hafa þannig verið reknir í kring um leiki við Getafe. Lærisveinar Michael Laudrup mæta Benfica í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld og ef Getafe fer áfram úr þeirri viðureign væri þjálfara næstu mótherja liðsins líklega hollara að vera var um sig. Tottenham spilaði í riðli með Getafe í riðlakeppninni og þar þurfti Martin Jol að taka pokann sinn eftir 2-1 tap fyrir spænska liðinu. Þjálfari Hapoel Tel Aviv, Guy Luzon, sagði af sér fjórum dögum fyrir leik liðsins gegn Getafe og Anderlecht skipti einnig um þjálfara í milliriðlunum rétt áður en það mætti Getafe. AEK frá Aþenu rak þjálfara sinn Llorenc Serra Ferrer aðeins sólarhring fyrir leik gegn Getafe og nú síðast sagði Antonio Camacho af sér hjá Benfica eftir að hafa tapað fyrri leiknum gegn Getafe í 16-liða úrslitunum. Ekki nóg með þetta heldur rak Real Murcia í spænsku deildinni svo þjálfara sinn á dögunum eftir 3-0 tap gegn Getafe. "Mér finnst það oft á tíðum ekkert sérstaklega góð hugmynd þegar lið eru að skipta um þjálfara, en það hefur sannarlega gerst oft í kring um leiki við okkur í vetur," sagði Laudrup á heimasíðu Getafe. "Það hefur hins vegar reynst okkur ágætlega að mæta liðum í þessari stöðu svo mér er alveg sama þó það haldi áfram að gerast," sagði Daninn. Spænski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Það er nokkuð áhugavert að skoða hvað orðið hefur um þjálfara andstæðinga spænska liðsins Getafe á þessari leiktíð, ekki síst þegar kemur að andstæðingum liðsins í Evrópukeppninni. Þjálfarar fimm af sex þeirra liða sem mætt hafa Getafe í Uefa keppninni í vetur hafa þannig verið reknir í kring um leiki við Getafe. Lærisveinar Michael Laudrup mæta Benfica í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld og ef Getafe fer áfram úr þeirri viðureign væri þjálfara næstu mótherja liðsins líklega hollara að vera var um sig. Tottenham spilaði í riðli með Getafe í riðlakeppninni og þar þurfti Martin Jol að taka pokann sinn eftir 2-1 tap fyrir spænska liðinu. Þjálfari Hapoel Tel Aviv, Guy Luzon, sagði af sér fjórum dögum fyrir leik liðsins gegn Getafe og Anderlecht skipti einnig um þjálfara í milliriðlunum rétt áður en það mætti Getafe. AEK frá Aþenu rak þjálfara sinn Llorenc Serra Ferrer aðeins sólarhring fyrir leik gegn Getafe og nú síðast sagði Antonio Camacho af sér hjá Benfica eftir að hafa tapað fyrri leiknum gegn Getafe í 16-liða úrslitunum. Ekki nóg með þetta heldur rak Real Murcia í spænsku deildinni svo þjálfara sinn á dögunum eftir 3-0 tap gegn Getafe. "Mér finnst það oft á tíðum ekkert sérstaklega góð hugmynd þegar lið eru að skipta um þjálfara, en það hefur sannarlega gerst oft í kring um leiki við okkur í vetur," sagði Laudrup á heimasíðu Getafe. "Það hefur hins vegar reynst okkur ágætlega að mæta liðum í þessari stöðu svo mér er alveg sama þó það haldi áfram að gerast," sagði Daninn.
Spænski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira